Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 26

Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 26
Ég tel að nauð- synlegt sé að beita mismun- andi kennsluað- ferðum og hafa kennsluna sem fjölbreyttasta. til nóg af nýju og vel framsettu efni í þýskukennslu? Það má vel vera en ég álít hins vegar að það sé mikilvægt að kennar- inn leggi eitthvað af mörkum sjálfur til kennsluefnisins, hvað varðar hönnun þess og framsetningu, þótt ekki væri nema til þess að gefa af sjálfum sér til nemenda. Þannig tel ég mikilvægt að grípa þær hug- myndir sem gefast í það og það skiptið þegar kennslubók er höfð sem grunn- kennsluefni til að krydda aðeins tilveruna ef svo má að orði komast, því nemendur þurfa tilbreytingu í kennslu. Ég tel það þó skipta miklu máli að þessi samfléttun heimatilbúins efnis og efni kennslubóka sé sem eðlilegust og sé sá megintilgangur ætlaður til að lyfta nemendum á stundum upp frá efni kennslubókar og stefna þeim burt úr kennslustofu á vit framandi lands og auka þannig áhuga þeirra á nrálinu og menningu þess. Einnig er mikilvægt ffá mínum bæjar- dyrum séð að nemendur hafi mikið um það að segja hvað tekið skal fyrir í kennslunni, taka þarf mið af því hvar áhugi þeirra hgg- ur og ekki má vanmeta þá í því sambandi. Ég tel að nauðsynlegt sé að beita mis- munandi kennsluaðferðum og hafa kennsluna sem fjölbreyttasta. I því sam- bandi ber að hafa í huga hvað nemendur eru ólíkir og til að ná til allra er fjöl- greindakenning Gardners heppileg. Þannig fer kennari inn á áhugasvið flestra nemenda og nær að vekja áhuga þeirra á þýskri tungu og menningu. Þegar kennari undirbýr kennslu sína verður hann því að hafa vakandi auga fyr- ir því hvernig viðfangsefni hans reyna á nemendur með þeim fjölbreytta hætti sem nauðsynlegt er. Því þarf að varast einhæf markmið. Sífellt verður að spyrja sig hvernig hægt sé að ögra hugsun nemenda með margvíslegu móti, hvernig hægt sé að rækta sköpunargáfu þeirra, stuðla að mót- un jákvæðra viðhorfa, hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum og samvinnu, hvernig unnt sé að tengja viðfangsefnin reynslu nem- enda og umhverfi og hvernig hægt sé að koma til móts við ólíka hæfileika nemenda þannig að hver fái notið sín til hins ýtrasta. Þannig tel ég mikilvægt í allri kennslu að leggja áherslu á að brjóta kennsluefnið Nokkrar áhugaverðar vefslóðir: http://www.bz-berlin.de/bz/ecken/mauer/mauer.htm http://www.bz-berlin.de/bz/ecken/mauer/fechter.htm http: / / www. rammstein. de/homeset_d. html http://www.bright.net/~phreek/rammstein/lyric.htm http://privat.schlund.de/R/Rammstein/bilder_nf.htm http: / / zitty. de/index. htm http://www.bvb.net/d_tours_super.html http://www.vonderbecke.force9.co.uk/topogr.htm http://userpage.chemie.fu-berlin.de/BIW/d_berlin-info.html#hist http://userpage.chemie.fu-berlin.de/bilder/13aug.gif http://www.brocku.ca/history/German.html http://ccat.sas.upenn.edu/~hfleming/Mauer.htm http://dbs.schule.de/ http://home.netscape.com/de/ http: / /rneta. rrzn .uni-hannover. de/ http://www.inter-nationes.de/ http://www.tu-dresden.de/sulifg/daf/ daflinks.htm http://www.educat.hu-berlin.de/~stefan/mauer/august/ http://www.dailysoft.eom/berlinwall/d/index.html http://www.geocities.com/CapitolHill/9450/dmlinks.html

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.