Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 19
Hluti af enskukennurunum frá íslandi í skoðunaferð um Bath. betra að nota headteacher um skólastjóra og fólk er hvatt til að nota orðmforename,first name eða personal name í staðinn fyrir Christian name. Þegar verið er að tala um líkamlega eða andlega fötlun fólks þykir samkvæmt þessu ekki lengur viðeigandi að nota mentally eða physically handicapped, heldur mentally eða physically challenged. Háskólinn í Bath hefur sett fram ákveðna stefnu um viðhorf til jafnréttis allra þjóð- félagshópa (Equal Opportunities Policy) og til að undirstrika þessi markmið hefur ver- ið gefmn út bæklingur, sem ber yfirskrift- ina Non-Discriminatory Language, þar sem nemendur og starfsfólk skólans eru hvött til aðgæslu í ræðu og riti. Einum degi var varið í skólaheimsókn- ir og var það bæði fróðlegt og skemmti- legt. Skólinn, sem minn hópur fór í, er kaþólskur einkaskóli á unglingastigi, en sá skóli hefur getið sér gott orð. Þar virtist margt líkt með íslenskum skólum, en nemendurnir fóru þó oftar í ýmiss konar vettvangsferðir en íslenskir jafnaldrar þeir- ra. Þessum ferðum voru síðan gerð skil á skemmtilegan hátt, meðal annars með fjölbreytilegum vinnubókum og verkefn- um sem höfð voru til sýnis í skólastofunni. Skoðunarferðir um Bath og markverða staði þar í kring voru hluti af námskeiðinu og voru ánægjulegar og fróðlegar. Bath er yndisleg borg, falleg og heillandi. Hún er frægust fýrir rómversku böðin, sem Róm- verjar byggðu þar árið 65 e.Kr. og nýttu þeir í böðunum hið náttúrulega heita vatn sem þarna er í jörðu. Arið 1574 lét Elísa- bet L Englandsdrottning endurbyggja böðin og dómkirkjuna og á 18. öld var mikið lagt í endurreisn borgarinnar sem síðan hefur verið einn af vinsælustu og fjölsóttustu ferðamannastöðum Englands. Einn frídaginn var farið í þriggja tíma fjallgöngu í Wales undir leiðsögn kennslu- stjóra enskudeildarinnar við háskólann í Bath en hann er mikill göngugarpur. Hann var einnig svo vinsamlegur að lána okkur húsið sitt 17. júní, þar sem við héld- um upp á þjóðhátíðardaginn, og var Gerði Guðmundsdóttur, fráfarandi formanni Fé- lags enskukennara á Islandi, þá þakkað mikið og gott starf, rneðal annars við und- irbúning þessa námskeiðs. Námskeiðið í Bath var bæði fróðlegt og skemmtilegt. Ekki síst er ánægjulegt að kynnast öðrum kennurum og fræðast um England og enska menningu í hópi kenn- ara. Þegar horft er til baka finnur maður vel hversu mikils virði það er fýrir íslensk- an enskukennara að fá tækifæri til endur- menntunar í ensku menningarumhverfi. Háskólinn í Bath hefur sett fram ákveðna stefnu um við- horf til jafnréttis allra þjóðfélags- hópa Laufey R. Bjarnadóttir, kennari við MR. 19

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.