Málfríður - 15.09.2003, Page 4
Hvað eru nemendur að hugsa?
Félagsleg túlkun og hugmyndiv um tungumálanám og kennslu
Allt frá tilkomu tjáskiptanálgunarinnar á
áttunda áratugnum hefur athygli fræði-
manna í tungumálanámi og kennslu beinst
í auknum mæli að nemandanum sem ein-
stakhngi. I stað þess að reyna að finna hina
fullkomnu kennsluaðferð sem hentar öll-
um hefur áherslan færst yfir á námið og þá
persónulegu og félagslegu þætti sem geta
haft áhrif á það. Svo kallað nemendamið-
Eyjólfur Már Sigurðsson. að nám sem miðast við þarfir nemandans
hefur verið að ryðja sér til rúms á undan-
förnum áratugum. Sjálfstýrt tungumála-
nám er dæmi um nemendamiðað nám þar
sem áhersla er lögð á sjálfræði nemandans
hvað varðar aðferðir, efnistök og skipulag
námsins (Holec 1996 og Eyjólfur M. Sig-
urðsson 2002).
En hver er þessi nemandi? Hvernig
lærir hann og hvaða hugmyndir gerir hann
sér um tungumálið og tungumálanám? Öll
höfum við einhveijar hugmyndir1 um
tungumáhð og hvað það er að læra erlend
tungumál. Þessar hugmyndir mótast bæði
af persónulegri reynslu (fyrra tungumála-
nám, ferðalög og kynni af erlendri menn-
ingu og tungumálum) og af umhverfinu,
svo sem skólagöngu og ríkjandi viðhorfum
í samfélaginu. Þegar nemandi hefur nám í
ákveðnu tungumáli hefur hann fyrirfram
ákveðnar hugmyndir um tungumálið og
tungumálanámið. Er hugsanlegt að þessar
hugmyndir hafi bein árif á námið sem slíkt
og á viðhorf nemendans gagnvart breytt-
um kennsluháttum svo sem sjálfstýringu?
Getum við sem kennarar unnið með þess-
ar hugmyndir nemenda okkar í því skyni
að gera þá meðvitaðri um eigið hlutverk í
náminu og bætt þannig námsárangur? Til
þess að leita svara við þessum spurningum
geta kenningar í félagssálfræði reynst gagn-
legar. í greinarkorni þessu verður leitast
við að skýra hugmyndir nemenda um
tungumálanám og kennslu út frá kenning-
unni um félagslega túlkun (représentations
sociales).2
1 Hér er notast við „hugmynd" íýrú enska hugtak-
a ið „behef' (Riley 1997).
' 2 Það vantar í raun góða íslenska þýðingu á franska
Félagsleg túlkun
Það var franski félagsfræðingurinn Emile
Durkheim sem setti fram kenninguna um
félagslega túlkun um aldamótin 1900.
Durkheim (1898) greinir á milh einstak-
lingstúlkunar (représentation individuelle)
og hóptúlkunar (représentation collective).
Moscovici (1961) sem þróaði nánar þessa
hugmynd Durkheims á 7. áratugnum hef-
ur sýnt fram á að félagsleg túlkun hefur
fyrst og fremst það hlutverk að viðhalda
tengslum innan ákveðins félagshóps og búa
hann undir að hugsa og bregðast við á lík-
an hátt. Þannig geta meðhmir þessa hóps
skilgreint sjálfa sig sem shka. Hún er túlknn
félagshópsins á raunveruleikanum og hún
er félagsleg í þeim skilningi að hún verður
til við samskipti innan þessa hóps, m.a. í
uppeldi barna, í skólakerfinu og í fjölmiðl-
um. Hún stuðlar að því að skapa mynd af
veruleikanum sem er sameiginleg öllum
meðhmum hópsins (Jodelet 1989: 53). Fé-
lagstúlkunin hefur því mjög hagnýtt gildi
fyrir samfélagið þar sem hún eykur sam-
heldni og gerir viðkomandi hópi kleift að
kortleggja heiminn og skapa þeirra útgáfu
af veruleikanum.
í raun má því segja að félagsleg túlkun
sé einhverskonar lykill sem gerir meðlim-
um tiltekins félagshóps kleift að lesa raun-
veruleikann á sinn hátt. Hún auðveldar
mjög almennt vitsmunahf manna en á
sama tíma takmarkar hún hka túlkun okk-
ar á veruleikanum. Félagsleg túlkun segir
því meira um félagshópinn sem skapaði
hana en það fýrirbæri sem hún leitast við
að túlka. Lítum á eitt dæmi: Ef hægt er að
líta á Islendinga sem einn félagshóp þá
mætti kannski segja að hugmyndir þeirra
um íslenska tungu sé félagsleg túlkun. í
augum margra Islendinga er íslenska ákaf-
lega „erfitt“ tungumál og þess vegna nán-
ast ógerlegt fyrir útlendinga að læra það.
hugtakinu „représentation sociale“. Hér verður
notast við „félagslega túlkun“ og er það komið
frá Friðrik H.Jónssyni forstöðumanni Félagsvís-
indasto&unar HI.