Málfríður - 15.09.2003, Page 5

Málfríður - 15.09.2003, Page 5
Flestir málfræðingar álíta hins vegar að ís- lenska sé í engu erfiðari en önnur tungu- mál og því verður að líta á þessa hugmynd Islendinga um tungumálið sem „ranga“ frá vísindalegum sjónarhóli. En hvaðan kemur þá þessi hugmynd og hvað segir hún okkur um okkur sjálf? Það má kannski segja að hún komi úr sameigin- legum hugmyndabanka okkar sem þjóðar, „þjóðarsálinni“. Við heyrum allt frá unga aldri að íslenska sé erfitt tungumál, hjá for- eldrum okkar, í skóla, í fjölmiðlum og við tökum þátt í að viðhalda þessari hugmynd með því að gera hana að okkar eigin og bera hana áfram til barna okkar. Hér er því á ferðinni félagsleg túlkun sem varpar ljósi á félagshópinn og þær hugmyndir sem hann gerir sér um tungumáHð. Félagsleg túlkun og tungumála- nám og kennsla Það er mjög athyglisvert að skoða tungu- málanám og kennslu út frá sjónarhóh fé- lagslegrar túlkunar. Hugmyndir okkar um tungumálið og tungumálanám mótast mjög af félagslegri túlkun eins og sjá má í dæminu hér að ofan um íslenskuna. Það má gera ráð fyrir að þessar hugmyndir hafi áhrif á námshætti nemenda og geti jafnvel í sumum tilfellum komið í veg fyrir árang- ur í námi. Sem dæmi má nefna að ef nem- andi álítur að kennarinn sé sá aðili sem eigi að taka allar ákvarðanir varðandi tungumálanámið þá er líklegt að erfitt sé að sannfæra þennan sama nemanda um eigin ábyrgð í nárninu og ágæti sjálfstýrðs tungumálanáms. Það er því rík ástæða til þess að rannsaka hugmyndir nemenda okkar um tungumálanám og kennslu. Einkum og sér í lagi ef innleiða á nýja kennsluhætti svo sem sjálfstýrt tungumála- nám sem krefst róttækra viðhorfsbreytinga hjá nemendum og kennurum. Hugmyndum nemenda varðandi tungumálanám og kennslu má í grófum dráttum skipta í tvo flokka: hugmyndir varðandi tungumálið (culture langagiére) og hugmyndir varðandi tungumálanám og kennslu (culture d’apprentissage) (Gremmo 1995a). Hugmyndir um tungumálið eru annars vegar þær hugmyndir sem nem- andinn gerir sér um það tungumál sem hann er að læra og hins vegar þær hug- myndir sem hann gerir sér um tungumál- ið almennt. Hugmyndir varðandi tungumálanám eru t.d. þær hugmyndir sem nemandinn hefur um það hvernig beri að læra tungu- mál, um hlutverk kennara og nemenda og sjálfsímynd tungumálanemandans. Lítum á dæmi um nokkrar útbreiddar hugmynd- ir varðandi tungumálið og tungumála- nám: Hugmyndir varðandi ákveðin tungumál: „Italska er fallegasta mál í heimi“ „Það er tilgangslaust að læra dönsku" „Þýska er málfræðimál" „Franska er rökvísara tungumál en enska" „Krnverska hefur enga málfræði" „Islenska er erfiðari en enska“ Hugmyndir varðandi tungumálið: „Ritmál og talmál eru eins“ „Ritmál er réttara en talmál“ „Fyrir hvert orð í móðurmáli mínu er til sam- svarandi orð í hinu erlenda tungumáli" „Til þess að skilja erlendan texta verð ég að þýða hvert orð“ Hugmyndir varðandi tungumálanám og kennslu: „Það að læra er að láta kenna sér“ „Hlutverk kennarans er að útskýra allt það sem varðar tungumálið fyrir nemendum“ „Til þess að geta talað erlent tungumál þarf maður að læra alla málfræðina fyrst“ „Einungis kennarinn getur metið námsárangur" „Börn eiga auðveldara með að læra tungumál en fullorðnir" „Stelpur eiga auðveldara með að læra tungumál en strákar" „Tungumálanám felst fyrst og fremst í utanbókarlærdómi“ „Sumir nemendur eru gæddir sérstökum tungumálagáfum“ Þó svo að flestar ofantaldar hugmyndir séu hugmyndir nemenda. Hugmyndir nem- „rangar“ í hugum málvísindamanna og enda um tungumálanám eru vissulega oft tungumálakennara þá er ekki svo um allar frábrugðnar hugmyndum kennara en þær Flestir málfræð- ingar álíta hins vegar að íslenska sé í engu erfiðari en önnur tungu- mál og því verð- ur að líta á þessa hugmynd Islend- inga um tungu- málið sem „ranga“ frá vís- indalegum sjón- arhóli. 5

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.