Málfríður - 15.09.2003, Blaðsíða 7
A comparison of student and teacher ratings of selected learning activities
Activity Student Teacher
pronunciation practice very high medium
explanations to class very high high
conversation practice very high very high
error correction very high low
vocabulary development very high high
listening to/using cassettes low medium high
student self-discovery of errors low very high
using pictures, film and video low low medium
pair work low very high
language games very low low
Hugmyndir um tungumálanám
og viðhorf til sjálfstýringar
Ohefðbundnar námsaðferðir eins og t. d.
sjálfstýrt nám geta verið á skjön við hug-
myndir nemenda um tungumálanám, sér-
staklega þar sem hlutverk kennara og
nemenda eru önnur en þeir eiga að venj-
ast í hefðbundnu námi. Broady (1996)
kannaði viðhorf til sjálfstýringar meðal
tungumálanemenda á fyrsta ári í háskólan-
um í Brighton. I ljós kom að flestir nem-
endur gera sér grein fyrir eigin ábyrgð í
náminu og að þeir eru almennt jákvæðir
gagnvart sjálfstæðum vinnubrögðum.
Hins vegar virðast margar hugmyndir
þeirra um tungumálanám líklegar til þess
að takmarka mjög getu þeirra til sjálfstýr-
ingar:
• Meirihluti nemenda telur kennarann
ómissandi til þess að ná árangri og flest-
ir tjá þörf fýrir hópkennslu með ná-
kvæmum útskýringum kennara.
• Lítið sjálfstraust varðandi sjálfsmat og
áhersla á námsmat kennara sem hvatn-
ingu.
• Aðeins 20% aðspurðra telja sig geta leyst
sjálfir erfiðleika sem upp koma í náminu
og 22% telja sig vita sjálfa hvað er þeim
fýrir bestu.
• Mjög stór meirihluti metur sig neikvætt
í samanburði við samnemendur sína.
Af niðurstöðum þessarar rannsóknar
mætti ráða að nemendur virðast ekki vera
fyllilega reiðubúnir til þess að stýra eigin
tungumálanámi og það er ekki mjög
hvetjandi fyrir kennara sem vilja auka
sjálfræði nemandans í náminu. En er
hugsanlegt að hafa áhrif á hugmyndir
nemenda og búa þá þannig undir sjálfstýrt
nám?
Unnið með hugmyndir nem-
andans
Eitt af grundvallaratriðum í sjálfstýrðu
tungumálanámi er það sem kallað hefur
verið „sjálfvæðing nemendans“3 (Holec
1981); það þýðir í raun að nemandinn
lærir að verða sjálfráða. Eins og fram kem-
ur hér að ofan þá mótast hugmyndir nem-
enda ekki síst af fýrra námi og í flestum
tilfellum er þar um „kennaramiðað“ nám
að ræða. Það er því mikilvægt að nemand-
inn læri að stýra eigin námi. Til þess þarf
nemandinn að fara í gegnum s.k. „sjálf-
væðingarferli“4, þar sem m.a. er unnið
með hugmyndir nemandans varðandi
tungumálið og tungumálanám. Þetta ferh
hefur líka verið kallað að „læra að læra“.
Utfærslur á slíku ferli geta verið breytileg-
ar eftir aðstæðum. Sjálfvæðingarferlið get-
ur átt sér stað á undap- tungumálanáminu
eða samhliða því og það getur jafnt verið
í formi sjálfsnáms og hópkennslu.
En hugmyndir og viðhorf sem eiga
rætur sínar í félagslegum túlkunum geta
verið lífsseigar og það getur verið erfitt að
hafa áhrif á þær og það þurfa kennarar
sem vilja breyta kennsluháttum sínum að
hafa í huga.Vinna með hugmyndir nem-
enda má heldur ekki taka of mikinn tíma
frá tungumálanáminu sjálfu því þá er hætt
við að nemendur missi sjónar af hinum
raunverulegu markmiðum tungumála-
námsins. Það þarf því í þessu sem svo
3 Þýðing höf. á franska hugtakinu „autonomisatidn
de l’apprenant“.
4 Þýðing höf. á fianska hugtakinu „processus
d’autonomisation".
En hugmyndir
og viðhorf sem
eiga rætur sínar í
félagslegum
túlkunum geta
verið lífsseigar
og það getur
verið erfitt að
hafa áhrif á þær
og það þurfa
kennarar sem
vilja breyta
kennsluháttum
sínum að hafa í
huga.
7