Málfríður - 15.09.2003, Síða 9

Málfríður - 15.09.2003, Síða 9
Hugmyndir okkar um tungumál og tungumálanám eiga því ekki einungis ræt- ur sínar í félagslegum túlkunum heldur mótast þær einnig af persónulegri reynslu og upplifun, svo sem fyrra tungumálanámi og kynni af erlendum tungumálum. Það er til dærnis líklegt að tvítyngdir nemend- ur hafi ekki sömu hugmyndir um tungu- máhð og eintyngdir. Það er því allt eins líklegt að hug- myndir nemenda mótist jafnt af persónu- legum þáttum svo sem uppruna og kyni. Ymsir ffæðimenn, s.s. Riley (1988), hafa velt fyrir sér hlutverki menningar í þessu samhengi. Er hugsanlegt að munurinn milh einstaklinga sé meiri í þessu sam- bandi en munur á milli félagshópa? Fræði- menn greinir á í þessu sambandi. Marie- Christine Press (1996) gerði samanburðar- rannsókn á tungumálanemendum af óhk- um uppruna. Hún hafði sérstakan áhuga á að rannsaka hugmyndir nemenda af asísk- um uppruna þar sem sú skoðun er út- breidd að nemendur frá þessum heims- hluta hafi ákveðnar hugmyndir um tungu- málanám sem birtist m.a. í því að þeir leggja mikla áherslu á utanbókarlærdóm. Niðurstaða hennar er í stuttu máli sú að engin bein tengsl virðast vera milli upp- runa nemenda og hugmynda þeirra um tungumál og tungumálanám. Aðrir höf- undar hafa komist að þeirri niðurstöðu að greinilegur munur sé á hugmyndum nem- enda eftir menningarlegum uppruna. Má þar nefna m.a.: Politzer og McGroarty eða Oxford og Crookall (vitnað í Cyr 1996: 89-90).6 Það gæti Hka verið áhugavert að rann- saka hugmyndir um tungumál út frá kyn- (l Við þetta má kannski bæta aðji vormisseri 2003 kenndi ég 2 hópum frönsku við Nancy 2 há- skólann í Frakklandi. Annar hópurinn var ein- ungis skipaður Kínvegum en hinn hópurinn var skipaður nemendum af mörgum þjóðernum, m.a. Kínvepum. Reynsla mín af þessari kennslu er sú að nemendur í kínverska hópnum lögðu ofuráherslu á hópinn og leituðust við að gera lítið úr hlutverki nemandans sem einstaklings. Kínversku nemendurnir í blandaða hópnum virtust ekki leggja jafh mikla áherslu á hópinn og voru reiðubúnari að tjá sig persónulega, jafh- vel þó að þeir væru ekki komnir jafnlagt i frönsku og samlandar þeirra í kínverska hópn- um.Af þessu má ráða að námsumhverfið og hóp- urinn getur haft áhrif á hugmyndir nemenda. ferði. Konur eru yfirleitt í meirihluta í öllu tungumálanámi á Islandi og sem dæmi má nefna að 358 konur stunduðu tungumála- nám við Háskóla Islands í janúar 2003 en aðeins 109 karlar (HáskóH íslands 2003). Er hugsanlegt að viðhorf kvenna til tungu- málanáms almennt séu önnur en karla? Charlot (1997) telur að stúlkur hafi sér- stakan áhuga á námi sem tengist samskipt- um vegna þess að samskiptahæfni sé þeim mikilvæg sem mótvægi við kynjamisrétti í samfélaginu. Það væri áhugavert að skoða viðhorf til tungumálanáms út frá þessari kenningu. Hvað ákveðin tungumál varðar þá eru kynjahlutföH nemenda oft sláandi á íslandi: Árið 2001 voru 1.530 stúlkur í frönskunámi í íslenskum framhaldsskólum en aðeins 648 piltar. I þýsku eru þessi hlut- föH aUt önnur: 2.666 stúlkur og 2.155 pHt- ar (Hagstofa Islands, 2003).TH samanburðar má geta að í rannsókn sem gerð var á nem- endum í frönskum og þýskum framhalds- skólum kom í ljós að enginn marktækur munur var á kynjum varðandi val á tungu- málum (CandeHer og Hermann Brennecke 1993: 87). Er það þá félagsleg túlkun á ís- landi að franska sé „stelpumál“ eða eru við- horf kvenna til frönsku önnur en karla? Það er einnig útbreidd skoðun að stúlkur séu betri í tungumálum en pHtar, en það gæti Hka verið félagsleg túlkun. BaiUy (1993) kemst að þeirri niðurstöðu í merkHegri grein um þetta efni. Hún telur að það sé engin ástæða tH þess að æda að stúlkur séu HffræðHega hæfari til tungumálanáms en pHtar. Hún telur hins vegar að ef kennarar ákveða fyrirfram að stúlkur séu hæfari tH tungumálanáms en pHtar þá séu líkur á því að viðhorf þeirra gagnvart pHtum og stúlk- um séu ekki þau sömu. Með öðrum orð- um, hugsanlegt er að tungumálakennarar ýti undir ákveðna misskiptingu kynja eftir námsgreinum og taki þátt í því að gera pHta fráhverfa tungumálanámi. Að lokum Það er óhætt að fuUyrða að hugmyndir nemenda um tungumál og tungumálanám gegni mjög mikilvægu hlutverki í tungu- málanámi og kennslu. Ef við vHjum breyta kennsluháttum og leggja í auknum mæli áherslu á nemendamiðað nám, sem tekur tiUit til þarfa nemandans sem einstakHngs, Niðurstaða hennar er í stuttu máli sú að engin bein tengsl virðast vera milli upp- runa nemenda og hugmynda þeirra um tungumál og tungumálanám. 9

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.