Málfríður - 15.09.2003, Side 11
Framfaramöppur í tungumálanámi
Á evrópska tungumáladeginum 26. sept-
ember tóku fulltrúar tungumálakennara
Laugalækjarskóla við Evrópumerkinu úr
hendiVigdísar Finnbogadóttur í hátíðarsal
Háskóla Islands en þar fór fram málþing á
vegum StofnunarVigdísar Finnbogadóttur
í erlendum tungumálum. Evrópumerkið
2003 var veitt fyrir verkefnið Fmmfam-
möppur í tungumálanámi. Kennararnir sem
standa að verkefninu eru: Ágústa Harðar-
dóttir, Brynhildur A. Ragnarsdóttir,
Nanna Ævarsdóttir, Helga Finnsdóttir,
Þórunn Sleight, Helga Hilmisdóttir og
Gry Ek Gunnarsson. Sótt var um viður-
kenninguna fyrir verkefnið til að vekja at-
hygli á möguleikum slíkra mappa við að
efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda, að auka
tengsl á milli þarfa nemanda og námsefn-
is, að vekja athygli á mikilvægi þjálfunar í
að beita námsaðferðum á sveigjanlegan
hátt og síðast en ekki síst að leggja áherslu
á tengshn mifli markmiða, kennsluaðferða
og mats.
Hvað er framfaramappa?
Framfarmöppur eru í senn kennsluaðferð
þar sem áhersla er lögð á námsferlið, hvað
nemandinn er að fást við á hveijum tíma,
í hvaða tilgangi og hvað hann telur sig
læra af því sem unnið er að. I öðru lagi
eru þær matstæki sem byggir á áþreifanleg-
um sönnunargögnum sem sýna vinnu-
framlag, árangur og framfarir nemanda í
tiltekinn tíma. Matið miðar að því að
kanna í hvaða mæli nemanda hefur tekist
að ná tilteknum markmiðum. Metið er
með samanburði við viðmið, gátlista
og/eða með samanburði við fyrri verk af
sama eða svipuðum toga. I þriðja lagi eru
framfaramöppurnar öflugt samskiptatœki í
samskiptum nemenda og kennara, nem-
enda, kennara og foreldra. Mappan verður
miðja umræðna um stöðu og framfarir
nemanda. Áherslan flyst frá einkunnum og
óljósum umsögnum til þess hvort nem-
andi hafi staðist markmið og kröfur hvers
verkefnis.
Uppbygging framfaramöppu
Námsmappan er þrískipt og er sívirkt
samspil á milli allra hluta hennar. Leiðar-
bókin hefur að geyma námsferilinn og í
hana eru skráð markmið fyrir vikuna, mán-
uðinn og/eða önnina. Þar er skráð hvað
gert er til að ná þessum markmiðum, þ.e.
hvaða viðfangsefni var tekist á við og
hvaða námsaðferðum (learning strategies)
var beitt við úrlausn viðfangsefnisins. Síð-
ast en ekki síst er skráð í leiðarbókina
sjálfsmat nemandans á því sem hann telur
sig hafa lært af viðfangsefninu sem unnið
var að. Þar sem áherslan er á námsferlið er
þess vænst að vinnan við leiðarbókina efli
námsvitund nemenda og veiti þeim yfir-
sýn og tengi eina kennslustund við aðra,
eitt verkefni við annað.
Annar hluti er vinnumappan, en í hana
er safnað öllum verkum nemenda — til-
búnum verkum og atrennum að þeim,
prófum, styttri æfingum, sjálfsmati og jafn-
ingjamati. Þar koma einnig ýmiss konar
skrár sem nemandinn heldur til að fá yfir-
sýn yfir framlag sitt, s.s. skrá yfir texta sem
hann les um tiltekið efni bæði innan og
utan skóla, skrár yfir efni sem hann' hefur
hlustað á, skrár yfir bækur sem hann hefur
lesið, skrár yfir það sem nemandi telur sig
hafa orðið betri í á einhveiju tímabili. Síð-
ast en ekki síst er mat nemanda á því, sem
hann telur sig hafa haft gagn af, fært til
bókar. Tilgangurinn ef að draga fram og
gera sýnileg viðfangsefni sem nemandi
tekst á hendur og oft eru ekki augljós, s.s.
eins og hlustunar- og talæfingar. Matinu er
ætlað að fá nemendur til að mynda sér
skoðun og setja hana í orð.
Þriðji hluti möppunnar er matsmappa
en í hana fer úrval efnis úr vinnumöpp-
unni. I matsmöppuna er valið eftir forsögn
kennara, sem liggur fyrir fljótlega eftir að
skóli hefst. Oll eintök í þessari möppu eru
vegin og metin eftir viðmiðum og for-
sendum, sem bæði kennarar og nemendur
í viðkomandi grein þekkja. Forsögnin get-
ur kveðið á um tiltekið innihald, s.s. sýnis-
horn af ritun, hljóðupptökum, teikning-
um, prófum, skrám af ýmsu tagi og sjálfs-
Brynhildur A. Ragnarsdóttir.
11