Málfríður - 15.09.2003, Side 12

Málfríður - 15.09.2003, Side 12
Tilgangurinn með möppunni er að efla trú nemenda á því námi sem í boði er og sýna þeim fram á að þeir búi yfir reynslu, kunnáttu og færni sem ein- hvers virði er og getur nýst þeim í tungumála- náminu. 12 mat nemenda, eins og dæmi um sjálfsmat á tilteknu verkefni, mat á hópvinnu, á hegð- un nemanda og þátttöku í hópvinnu, dæmi um efni sem nemendur eru stoltir af eða óánægðir með, mat nemenda á könn- unum og prófum sem fyrir þá hafa verið lögð. Ytri umgjörð möppunnar Útlit möppunnar fer eftir aðstæðum, verkefnum og verklagi hvers einstaklings. Hún getur verið kassi sem í er safnað gögnum, venjuleg stílabók, teygjumappa eða gatamappa; sumir nota hljómbönd og/eða myndbönd og í vöxt fer að færa þær rafrænt og setja á geisladisk. Rafrænar möppur geta verið allt ffá því að vera lát- laus skrá í tölvunni upp í að vera marg- miðlunarkynningar á vefnum, þar sem nemandinn getur fært inn hljóð, mynd, kvikmyndir og glærusýningar. Einnig má hugsa sér samþættingu af þessu öllu sam- an. Aðalatriðið er hvernig hugmyndin er nýtt í þágu nemandans. Framfaramappan sem kennsluað- ferð Farsæld einstaklings í námi er undir því komin í hvaða mæli hann telur sig í stakk búinn til að takast á við nám og tiltekin verk og hrinda þeim í framkvæmd. Hann þarf einnig að geta séð fyrir aðstæður og kunna aðferðir til að bregðast við þeim (Bandura, 1982). Tilgangurinn með möppunni er að efla trú nemenda á því námi sem í boði er og sýna þeim fram á að þeir búi yfir reynslu, kunnáttu og færni sem einhvers virði er og getur nýst þeim í tungumálanáminu. Allir kunna eitthvað í erlendum tungumálum og sumir hafa dvalið erlendis í lengri eða skemmri tíma. Það er sigur fyrir alla, stóra sem smáa, að finna að þeir kannist við orð og orð í rit- uðum eða mæltum texta á framandi máli. Slíkt ýtir undir trú nemandans á eigin getu og jafnvel áhuga og metnað til að læra meira. Áræði nemandans til ffekari átaka er eflt með því að hjálpa honum að setja fingur á það sem hann kann og get- ur, og byggja á því frekari þekkingaröflun og leikniþjálfun. Ég sat um daginn í frönskutíma í 7. bekk vestur í Kanada. Nemendur voru að vinna að hrekkjavökuþema. Þeir voru búnir að vinna ýmis konar orðaverkefni og nú var komið að því að lesa texta tengdan efninu. Ungur maður sem ég sat hjá horfði á textann, stundi þungt og sagði að þetta væri þungur texti og langur. Ég sagði honum að mín frönskukunnátta væri nú ekki upp á marga fiska og spurði jafnframt hvort við ættunr ekki saman að kanna hvaða orð við skildum vel og strika undir þau. Strákur bygaði að veiða orð sem hann kannaðist við, bar þau síðan saman við orðaverkefnin og strikaði und- ir. Orðunum fjölgaði, drengur efldist og fyrr en varði var textinn lesinn — og ungi maðurinn hafði skilið allt það sem máli skipti. Brosið var breitt! I stað þess að hefja leit að ókunnugum orðum tókst hann á við textann út frá því sem hann kunni. Hann hafði lært nýja námsaðferð — sem hann getur notað þegar leggja á til atlögu við ókunnan texta. Hann fékk jafnframt staðfestingu á því að verkefnin sem hann hafði unnið á undan gögnuðust honum við að lesa samfelldan lengri texta. Hér hefði ég nýtt leiðarbókina til að ýta undir námsvitund (metacognition) hans og beðið nemandann að svara spurn- ingum á borð við: Hvaðgerði ég í tímanum? Hvað gekk vel / illa? Hvers vegna? Hvaða aðferð notaði ég við að lesa textann? Hvað lcerði ég nýtt? Með því að virða fýrirliggj- andi kunnáttu nemenda er lagður grunn- ur að öryggi og þori nemenda til að taka afstöðu, mynda sér skoðun og áræði til framkvæmda. Einhver kynni þó að segja að verið væri að sóa tímanum með slíkum færsl- um, en reyndin er sú að auk tungumálsins er verið að þjálfa nemendur í tjáningu með því að beita endurtekningu í nýju og nýju samhengi og efla námsvitund sína með því að færa rök fýrir máh sínu og svara: Hvernig? Hvers vegna? Mikilvægt er því að leiðarbókin sé færð á markmáhnu (target language). Nemendum finnst sem málnotkunin fái tilgang, þegar þeir færa upplýsingar af þessu tagi á málinu sem verið er að læra.Vissulega þarf að styðja þá í fýrstu skiptin með því að gefa þeim fýr- irmynd að því hvað hægt er að skrifa og/eða hjálpa þeim að orða eigin hugsan- ir, en slíkt er tímabundið og fljótlega verð-

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.