Málfríður - 15.09.2003, Side 13
ur leiðarbókin það uppfletti- og hjálpar-
tæki nemandans sem henni er ætlað að
vera í þessu sem öðru.
Hjarta framfaramöppunnar er því leið-
arbókin. Hún geymir námsferilinn eins og
hann er færður frá tíma til tíma, verkefni
til verkefnis og hlutverk kennarans er að
sjá til þess að ferillinn verði nemandanum
sýnilegur. Forsendur nemenda eru afar
ólíkar, þar sem reynsla þeirra er ólík, þekk-
ingar- og færnigrunnur er misjafn og þarf-
ir þar af leiðandi ekki þær sömu. I ljósi
þess eru engar tvær leiðarbækur eins, eng-
ar tvær framfaramöppur eins. Þótt möpp-
urnar séu að skipulagi svipaðar eru færsl-
ur í leiðarbók, vinnumöppu og mats-
möppu jafn ólíkar og nemendur eru
margir.
Framfaramappan sem matstæki
I leiðarbókinni er unnið með námsferlið
en vinnumappan geymir afrakstur náms-
ferilsins. Því er mikilvægt að jafnhliða
færslum í leiðarbók fari fram skipuleg
söfnun á vinnu nemenda, tilraunir, atrenn-
ur að verkum og fullbúin verk. Urval
verka úr vinnumöppu verður kjarninn í
matsmöppu. Til þess þarf kennarinn að
gefa nemendum yfirlit yfir hvað mats-
mappan á að innihalda.
Sem matstæki spannar námsmappan
vítt svið, m.a. sjálfsmat og einnig leiðbein-
andi námsmat. Hvað varðar sjálfsmat fá
nemendur tækifæri til að leggja markvisst
mat á þætti eins og gildi verkefnis fyrir
nemandann og tilgang, á gerð þess, þyngd,
umfang, iforsögn verkefnisins og verklýsingu
af hálfu kennara og síðast en ekki síst á eig-
ið framlag og vinnubrögð. Matið beinist að
verkefninu sjálfu, framlagi og vinnu nem-
anda og undirbúningi kennara.
Hvað varðar leiðbeinandi námsmat er
sérhvert verkefni, sem lagt er í möppuna
sjálfa og einnig mappan í heild, metið eft-
ir matsviðmiðum (scoring rubric). Mikil-
vægt er að nemendur viti hvaða atriði eru
lögð til grundvallar mati og hve hátt vægi
hvert og eitt þeirra hefur. Þeir geta haft
áhrif á hvaða viðmiðum matið er byggt á.
Nemendur geta auðveldlega gefið kennara
hugmynd um hvernig verk þarf að vera
unnið svo að það teljist framárskarandi,
miðlungs eða slakt og eftir þeim tillögum
eru viðmiðin samin.Viðmiðin má vinna í
hópvinnu á málinu sem verið er að læra.
Vænta má að slík vinna auki gagnkvæman
skilning á forsendum og framkvæmd mats
og gefi nemandanum augljósari grunn til
að setja sér raunhæf markmið til að stefna
að í næsta áfanga. Matsmappan eflir um-
ræður milli kennara og nemanda um
stöðu og framvindu þar sem umræður eru
byggðar á áþreifanlegum dæmum sem
nemandinn hefur sjálfur valið út og ber
því ábyrgð á því sem þar er ásamt kennar-
anum.
Framfaramöppur og ævilangt
nám
Uppskeran af vinnu með leiðarbók og
námsmöppur er margföld og ekki ein-
göngu bundin við tungumálið sem verið
er að læra. Þessi aðferð ber í sér þjálfun í
skipulagningu á eigin námi, ferilnámi sem
grundvallast á markmiðssetningum og
sjálfsmati, sjálfsmati og markvissu jafn-
ingjamati, vitund um eigin námsaðferðir og
námsstíl og gagnavarðveislu sem felst í virð-
ingu fyrir eigin verkum, fullunnum eða
hálfkláruðum. Markmiðið með þessum
vinnubrögðum er að efla einstaklinginn til
frekara náms og þjálfa hann í vinnubrögð-
um sem gagnast honum um alla framtíð.
Rcynsla kennara af vinnu með náms-
möppur sem þessar er yfirleitt jákvæð.
Þeir eru sammála um að sá tími sem fer í
undirbúning og skipulag borgar sig þegar
til lengri tíma er litið. Og það sem mestu
munar er að nenrandipn er sá sem fylgist
með námsframvindu sinni og yfirferð ekki
síður en kennarinn, námsmat og umræður
nemanda og kennara um leiðir, aðferðir
og árangur verða markvissari. Margir
kveða svo sterkt að orði að hafi þeir
kynnst námsmöppum sem kennsluaðferð
verði ekki aftur snúið til fyrri kennslu-
hátta.
Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, MA.
Kennsluráðgjafi á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
og deildarstjóri í tungumálaveri í Laugalækjarskóla.
http: / /laugalaekjarskoli. ismennt. is/Tungumalaver/
Fleimildaskrá:
Bandura, A. (1982). Self-Efficacy Mechanism in
human Agency. American Psychologist, 37 (2):
Matsmappan efl-
ir umræður milli
kennara og
nemanda um
stöðu og fram-
vindu þar sem
umræður eru
byggðar á áþreif-
anlegum dæm-
um sem nem-
andinn hefur
sjálfur valið út
og ber því
ábyrgð á því
sem þar er
ásamt kennaran-
um.
13