Málfríður - 15.09.2003, Page 18
Það þýðir ekki
að bíða heilu
eða hálfu
sólarhringana
eftir ensku dag-
blöðunum eða
liggja yfir
orðabókum
þegar maður
þarf að fylgjast
með spennandi
atburðum hér í
Japan.
18
— Hvaða not hefur þú haft af náminu hittg-
að til?
I fyrsta lagi, þá er japönskukunnátta algjört
grundvaUarskilyrði fýrir því að geta stund-
að nám í mörgum háskólum í Japan og
minn háskóli er einn af þeim. Eg hef líka
fyrst og fremst notað japönsk gögn fyrir
rannsóknir mínar hingað til og hefði alls
ekki getað vahð mér sömu viðfangsefni ef
ég hefði ekki getað lesið heimildir og tek-
ið viðtöl á japönsku. Eg vinn einnig sem
fréttaritari fyrir Ríkisútvarpið og í því starfi
er nauðsynlegt að hafa góða þekkingu á
japönsku samfélagi og japanskri tungu. Það
þýðir ekki að bíða heilu eða hálfu
sólarhringana eftir ensku dagblöðunum eða
hggja yfir orðabókum þegar maður þarf að
fylgjast með spennandi atburðum hér í
Japan. I fríum hef ég stundum tekið að mér
leiðsögn með japanska ferðamenn og ýrnsa
þýðingarvinnu og það hefur verið mjög
lærdómsríkt.
— Hvaða not munt þú hafafyrirþessa kunn-
áttu þina eftirleiðis?
Það er mikið urn að vera í samskiptum Is-
lands og Japans um þessar mundir og ég
vonast til að Japansáhugi minn og reynsla
geti nýst vel í því samhengi. Tungumála-
kunnáttan, ásamt alls 7 ára dvöl í Dan-
mörku og 6 1/2 árs dvöl í Japan á vonandi
eftir að koma að góðum notum að námi
loknu. Vangaveltur varðandi framtíðarstarf
verða þó aðeins að bíða meðan ég einbeiti
mér að því að ljúka doktorsnáminu.
— Hvað mundir þú ráðleggja þeim sem hafa
hugsað sér að leggja stund á tungumálanám í
framandi löndum?
Ég held að það sé algjört grundvallaratriði
að hafa áhuga á því sem maður er að gera.
Þeim mun erfiðara sem tungumálið er
þeim mun mikilvægara er að áhuginn sé
fyrir hendi. Það er líka mikilvægt að hafa
góðan skammt af þqósku í náminu til að
maður gefist ekki upp eða láti heimþrána
draga úr sér námsviljann. Maður þarf auk
þess að vera tilbúinn til að leggja á sig
mikla vinnu og vera opinn fyrir menn-
ingu annarra.
Karl F. Thoraren-
sen nam rússnesku
við HI skólaárið
1997-1998 og
síðar í Pétursborg
í Rússlandi, frá
september 2001
fram í júlí 2002.
Hann starfar nú í
innkaupadeild
Vííilfells hf. og
stundar kvöldnám
í markaðs- og
útflutningsfræðum hjá Endurmenntun HI.
— Hvað varð til þess að þú ákvaðst að læra
málið?
Ég hef lengi haft mikinn áhuga á sögu og
menningu Rússlands, að fara þangað í
nám var á dagskrá hjá mér lengi. Arið
2001 sló ég loks til og fór út. Ég sé ekki
eftir því í dag, þvílíkt land.
— Hvernig barstu þig að við að komast til
náms (landinu þar sem málið er talað?
Menntamálaráðuneyti Islands og Rúss-
lands bjóða upp á styrki til tungumála-
náms við Ríkisháskólann í St. Pétursborg
(Leningrad) í Rússlandi og ég sótti ein-
faldlega um.
— Hvernig reynsla var það að stunda nám (
landinu þar sem málið er talað?
Þetta var mikil og góð reynsla. Rússar
leggja mikið upp úr menntun. Fjárskort-
ur hefur þó gert það að verkum að
menntakerfið er ekki eins sterkt og á Sov-
éttímanum. Þetta horfir þó allt til betri
vegar. í Ríkisháskólanum í Pétursborg var
t. a. m. öll aðstaða til fyrirmyndar og
kennararnir mjög hæfir og áhugasamir.
Námið var vel uppbyggt og fróðlegt og
byggðist mikið á sjálfsnámi, maður fékk
t.d. í hendur rússneskar smásögur eftir
ýmsa höfunda og Htil ljóð eftir Alexander
Pushkin, ástsælasta ljóðskáld Rússa.
Rússneskt tungumál er ekki eins óhkt
íslenskunni og margir halda. Það eru sex
fóH í stað fjögurra. Ef maður kann íslenska
málfræði vel þá kemur það einnig að mjög
góðum notum í rússnesku. Stafrófið er
auðvitað erfitt til að byga með, en maður
er furðufljótur að ná því, sérstaklega ef
maður býr í Rússlandi og lifir og hrærist í
tungumáhnu. Helstu erfiðleikarnir eru að
þeir beygja allan andskotann rétt eins og