Málfríður - 15.09.2003, Síða 30
Franskan var
tunga bænda-
stéttarinnar og
það var ekki síst
fyrir tilstuðlan
kaþólsku kirkj-
unnar að
frönskumælandi
Kanadabúar, sér
í lagi í Québec-
héraði, samlög-
uðust ekki
enskumælandi
löndum sínum.
30
Þó að Suðaustur-Kanada hafi verið frönsk
nýlenda um skeið þá leið ekki á löngu þar
til þessar lendur urðu að stórum hluta
breskar nýlendur og á meðan þær byggð-
ust hratt voru Frakkar tregir til að sigla yfir
hafið og setjast að á þessum harðbýlu
svæðum jafnvel þótt landrými væri mikið.
A síðari hluta 18. aldar voru franskir inn-
flytjendur í N-Ameríku aðeins 75.000 en
þá var fjöldi íbúa í Nýja-Englandi orðinn
rúmlega 1,5 milljón (Chaurand; 530). Þá
þegar var farin að myndast togstreita á
milli þessara tveggja samfélaga og átti hún
eftir að aukast mjög með tímanum. Smám
saman gengu frönsku nýlendurnar í greip-
ar Englendinga jafnvel í kjölfar styrjalda
sem háðar voru á meginlandi Evrópu á
milli Frakklands og Englands. Strandhéruð
SA-Kanada, einu nafni nefnd Acadie, urðu
eign Englendinga árið 1713 með Utrecht
sáttmálanum sem batt enda á erfðastríðin á
Spáni. Arið 1763 var gengið frá Parísar-
sáttmálanum í kjölfar sjö ára stríðsins sem
varð til þess að gjörvallt Kanada var sett
undir stjórn Englands. Síðasta franska
landsvæðið í N-Ameríku, Louisiane, seldi
Napoléon Bonaparte hinum nýstofnuðu
Bandaríkjum árið 1803. Þó varð dálítill
eyjaklasi sem er staðsettur sunnan við Ný-
fundnaland, St Pierre et Miquelon, eftir í
eigu Frakklands í þessari heimsálfu og til-
heyrir hann Frakklandi enn í dag. Þar
hafði myndast ffönsk verstöð í bygun 17.
aldar er franskir sjómenn hófu að veiða
þorsk á hinum fengsælu miðum sem þar
var að finna og smám saman settist fólk
þar að, afkomendur sjómannanna sem og
þeirra sem höfðu sest að í Kanada en
þoldu ekki lengur við þar vegna yfirráða
Englendinga. A meðal þessara síðast-
nefndu voru frönskumælandi íbúar Acadie
en þá höfðu Englendingar rekið á brott
með harðræði árið 1755 og eru þeir
brottflutningar kallaðir Röskunin mikla
(le Grand Dérangement).
II. Bresk yfirráð
Hver urðu örlög ffönsku innflytjendanna
í Kanada eftir að Englendingar tóku yfir
stjórn á þessum svæðum?
Frönsk tunga og menning í Kanada
bera vitni um að frönskumælandi íbúar
svæðisins samlöguðust ekki alfarið hinum
nýju nýlenduherrum. í þessu sambandi
hlýtur að skipta máli hveijir fóru aftur til
Frakklands og hveijir urðu eftir. I síðar-
nefnda hópnum voru bændur, veiðimenn,
fýrrverandi hermenn sem ákváðu að láta
af hermennsku og hefja búsetu í nýju
landi og lágt settir klerkar. Efna- og yfir-
stéttarfólk fór aftur til Frakklands, þeir sem
urðu eftir lokuðu að miklu leyti fýrir sam-
skipti við nýju nýlenduherrana, Englend-
inga, sem tóku yfir stjórnsýslu, verslun og
iðnað sem þá var hafin uppbygging á.
Fljótlega öðlaðist ensk tunga sterkari sess í
þessu tvítyngda samfélagi aðfluttra og til
að eiga möguleika á að bæta stöðu sína var
nauðsynlegt að hafa vald á enskunni jafn-
vel þótt frönskumælandi íbúar svæðisins
væru um þriðjungur íbúa þess. Franskan
var tunga bændastéttarinnar og það var
ekki síst fýrir tilstuðlan kaþólsku kirkj-
unnar að frönskumælandi Kanadabúar, sér
í lagi í Québec-héraði, samlöguðust ekki
enskumælandi löndum sínum. Kaþólska
kirkjan var einingarafl hinna frönskumæl-
andi og það sem vóg þungt í þessu sam-
bandi var að hún var eina stofnunin sem
bauð upp á kennslu í franskri tungu.
Skólagangan var gjarnan stutt meðal hinna
frönskumælandi íbúa, áhersla var lögð á að
yrkja jörðina, að komast af í harðbýlum
sveitum landsins. Þessi staða var við lýði
allt fram á miðja 20. öld í Québec-héraði
og hafði gríðarleg áhrif á félagsgerð hins
frönskumælandi samfélags. Þeir sem náðu
að vinna sig upp, verða hluti af „elítu“
landsins, höfðu tilhneigingu til að sam-
sama sig hinu enskumælandi samfélagi.
Jafnvel þó að með stofnun kanadíska rík-
isins (la Confédération canadienne), árið
1867, hafi lagalegt tvítyngi þjóðfélagsins
verið staðfest. Þess ber að geta að á þess-
um tíma taldi Kanada aðeins fjögur fýlki:
Ontario (hluti m.v. nú), Québec (hluti
m.v. nú), Nouveau-Brunswick og Nou-
velle-Ecosse (Nýja-Skotland). Hin fýlki
þess sem við þekkjum sem Kanada í dag
voru enn breskar nýlendur en gengu
smám saman í ríkjabandalagið, fýrst Man-
itoba (1870), þá Breska Kólumbía (1871),
Prince-Édouard eyja (1873) og, á 20. öld,
Alberta (1905), Saskatchewan (1905) og
síðast Nýfundnaland, ekki fýrr en 1949.
I lögum hins nýja ríkis ffá árinu 1867
er ein grein helguð málstefnu og kveður