Málfríður - 15.09.2003, Side 33

Málfríður - 15.09.2003, Side 33
háttar breytingar séu gerðar á henni reglu- lega.Yfirvöld í fylkinu sofna ekki á verð- inum og fjölmargar stofnanir sjá um að fylgja lögunum eftir, svo sem Office de la langue frangaise. Arið 1977 gerðist fleira sem vert er að segja frá í sambandi við stöðu frönskunn- ar í Québec. Aralangar umræður, oft heift- úðugar, höfðu átt sér stað um það hvaða franska væri sú „rétta“ í Québec.Allt fram á sjöunda áratug 20. aldar var sk. Parísar- franska, þ.e. sú franska sem viðurkennd er af frönsku akademíunni, talin vera sú eina rétta og sú sem kennd skyldi skólabörnum í Québec. En á sjöunda áratugnum upp- hófst svokölluð „joual-deila“ (la querelle du joual), þar sem ákveðinn hópur mennta- fólks krafðist þess að htið skyldi á það af- brigði franskrar tungu sem notað var dagsdaglega af íbúum fylkisins sem hina „réttu“ frönsku (jranffis norme). Deila þessi skipti frönskukennurunr í tvær fylkingar. Þá sem vildu kenna Parísarfrönskuna og svo hina sem hölluðust að því að málvenj- ur í fylkinu gæfu rétta mynd af því sem teljast skyldi rétt notkun franskrar tungu. Kennarar áttu reyndar að kenna Parísar- frönskuna en á sama tíma voru þeir að fjalla um bókmenntir skrifaðar af höfund- um frá Québec á því afbrigði frönsku sem nemendur þekktu úr sínu daglega hfi. Það endaði með að kennarar lögðu til að „normið“ í skólum yrði Québec-afbrigð- ið, án þess þó að gengið yrði svo langt að viðurkenna „joual“ sem slíkt, með öllum þeim enskuskotum sem það innihélt, heldur það tungumál sem Québecbúar notuðu við formlegar aðstæður. Þessari umræðu var þó ekki alfarið lokið með þessari lausn, hún sprettur reglulega upp og kristallast gjarnan í umræðum um franskar orðabækur sem gefnar eru út í Québec, þar sem deilt er um hvort skýra eigi orð, sem einungis er að finna í Qué- bec-frönsku, á Parísarfrönsku. Margir telja það óþarfa, þessi orð skýri sig sjálf, það sé niðurlægjandi að útskýra þau. Frá 1977 hafa verið gerðar nokkrar breytingar á Charte de Ja languefranffise en engar stórvægilegar þó. Þær hafa í flestum tilvikum verið gerðar í kjölfar úrskurða Hæstaréttar Kanada. Má nefna sem dæmi að árið 1988 kvað hann upp úr um að kafli VII í fyrsta hluta um að tilkynningar og auglýsingar skyldu einungis vera á frönsku, stangaðist á við ákvæði í stjórnar- skrá landsins um tjáningarfrelsi.Var kaflan- um þá breytt í þá veru að franska skuh vera ríkiandi mál á þessum vettvangi og þannig gefið svigrúm fyrir önnur tungu- mál. Þetta dæmi sýnir að stjórnvöld í Québec eru ekki tilbúin að gefa mikið eftir í málstefnu sinni en hliðra þó aðeins til þegar lagaleg nauðsyn krefur. IV. Hver er staðan í Québec fylki í dag og hvað ber fram- tíðin í skauti sér? Fjöldi íbúa í Québec-héraði er nú um 7,1 milljónir og þar af eru frönskumælandi 5,8 mihjónir, eða um 82%. Enskumælandi eru 8% íbúa og 10% eiga annað tungumál sem móðurmál. Ibúafjöldi í Kanada öhu eru um 30 milljónir og er heildarfjöldi frönskumælandi íbúa talinn nema um 6,8 mihjónum eða 23%. Þessar tölur sýna að fjöldi frönskumælandi íbúa utan Québec- héraðs er um 1 miUjón. Þá er að finna í öUum héruðum en helst þó í Ontario (t.d. innflytjendur frá Québec) og í Nouveau- Brunswick, sem er eina fylki Kanada sem opinberlega er tvítyngt, franskt og enskt, samkvæmt héraðslögum, að sjálfstjórnar- svæðinu Nunavut í norðri undanskildu. Þar eru franska og enska opinber tungu- mál ásamt tveimur frumbyggjatungum. Þá er talið að um 3 miUjónir Kanadabúa séu að hluta frönskumælandi (francophones partiels), samkvæmt skilgreiningu Organ- isation Internationale de la Francophonie (OIF), eða aUs 10%. GreinUegt er að sem tæpur fjórðungur íbúa Kanada er hið frönskumælandi sam- félag minnihlutahópur í þessu stóra landi. Kannanir sýna að frönskumælandi Qué- bec búar líða enn fyrir að hafa verið und- irokaður meirihlutahópur í héraði þar sem enska var aUsráðandi og hafin til vegs og virðingar þrátt fyrir að tvítyngi væri við lýði frá lagalegu sjónarhorni. Samkvæmt nýlegum könnunum telja margir frönsku- mælandi enn þann dag í dag að ensku- mælandi íbúar héraðsins hafi yfirburði hvað varðar stöðu í þjóðfélaginu. Svipað- ar kannanir sýndu áhka niðurstöður árið 1960 og gáfu jafnvel til kynna að ffönsku- mælandi hefðu samsamað sig hinum nei- Samkvæmt ný- legum könnun- um telja margir frönskumælandi enn þann dag í dag aö ensku- mælandi íbúar héraösins hafi yfirburði hvað varðar stöðu í þjóðfélaginu. 33

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.