Málfríður - 15.09.2003, Qupperneq 35
-Tvíhljóðun (diphtongaison) er algeng í
Québec en sjaldgæf í Parísarffönsku: crépe
[kRa'p] í stað [kr£p].
-I fornöfnum eins og moi og toi er fram-
burðurinn gjarnan [mwe], [twe] en í
Frakklandi er hann [mwa], [twa]. Reyndar
ber sífellt minna á þessum framburði í
Québec þar sem hann þykir ekki finn og
hefur undirrituð t.d. ekki getað greint
hann hjá fréttaflytjendum í útvarpi í Qué-
bec, þó hans verði vissulega vart á meðal
viðmælenda úr röðum almennings.
-Varðandi samhljóð má nefna tvöföldun
lokhljóðanna /t/ og /d/ sem breytast í
önghljóð á meðan að þau eru borin fram:
petite [ptsit], dur [dzyr].
Af málfrœði- og setningarfrœðilegum sér-
kennum má nefna:
-Yfirfærslu í sagnbeygingum, t.d. se marier
er beygt eins og fmir en ekki eins og reglu-
leg —er sögn (ils se marissent í stað ils se
marient).
-Spurnarform þar sem bætt er við —tu í
enda spurningar: Qa i>a-tu ? II vient-tu ?
-Aherslu á persónufornöfn með lýsingar-
orðinu/fornafninu autres: nous-autres, eux-
autres.
Að lokum má nefna nokkur dæmi af orða-
forða (úr talmáli og rituðu máh):
-Til að forðast enskuskot segja frönsku-
mælandi gjarna magasiner (í stað faire du
shopping), fin de semaine (í stað week-end
sem er almennt notað í Frakklandi), un tra-
versier (í staðferry). Hins vegar má sjá áhrif
ensku í atviksorðinu présentement (,,núna“)
en í Frakklandi segja þeir maintenant.
Niðurlag
Víst er að Kyrrláta byltingin í Québec
varð til þess að stöðva það hraða aðlögun-
arferli að enskri tungu og menningu
henni tengdri sem átti sér stað í héraðinu.
Henni má þakka að til er allstórt frönsku-
mælandi samfélag í Norður-Ameríku sem
heldur á lofti tungu sinni og sjálfsmynd
mitt í drottnandi engilsaxnesku umhverfi.
Onnur frönskumælandi samfélög í álfunni
eru lítilsmegandi, s.s. í Ontario, Nýja
Skodandi og jafnvel Nouveau-Brunswick
og aðlögun að enskri tungu og menningu
þar er hröð á meðal ungs fólks. Það er
spurning hvort aðgerðir til varnar franskri
tungu í Québec hafi kornið of seint til
sögunnar. Lág fæðingartíðni frönskumæl-
andi kvenna og val innflytjenda á enskri
tungu munu sennilega verða til þess að
varnarbarátta fyrir stöðu frönskunnar í
héraðinu mun verða háð um ókomna tíð.
Jóhanna Björk Guðjónsdóttir.
Aðjánkt ífrön’sku við HI.
Heimildir
Rit:
Calvet, L-J. La sociolinguistique. Coll. Que sais-je ? -
2731, PUF, Paris, 1993.
Chaurand, J. Nouvelle histoire de la langue franfaise.
Éditions du Seuil, Paris, 1999.
Coleman,W.D. The itidependence movement in Quehec
1945-1980. University ofToronto Press, 1984.
Deniau, X. La Jrancophonie. Coll. Que sais-je ? -
2111, PUF Paris, 1983.
Dictionnaire universei francophone. Hachette-EDICEF
AUPELF-UREF, 1997.
La Francophonie dans le monde 2002-2003. OIF-
Larousse, Paris, 2003.
Pöll, B. Francophonies périphériques. Éditions
L’Harmattan, Paris, 2001.
Robillard, D., Beniamo, M. Le frangais dans l’espace
francophone - Tomes 1 et 2. Honoré Champion
Éditeur, Paris, 1993 et 1996.
Tétu, M. Qu’est-ce que la francophonie ? Hachette-
EDICEF, Paris, 1997.
Wade, M. The french Canadians 1760-1967.
Macmillan of Canada, 1968.
Vejir :
http://www.tlfq.ulaval.ca/axl/index.shtml (Vefur
um málsvæði um allan heim, málstefnur, o.fl. sem er
hýstur á vefsvæði Université Laval í Québec)
http://www.u-picardie.fr/CRL/ minimes/fran-
cais/prononce f.htm (Vefur um hljóðfræði
frönsku)