Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.09.1993, Qupperneq 1

Bæjarins besta - 15.09.1993, Qupperneq 1
OHAÐ FRÉTTABLAÐ / A VESTFJÖRÐUM AÐILIAÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA IMIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1993 37. TBL. • 10. ÁRG Verð kr. 170,- með virðisaukaskatti ísafjörður: Deilt um niðurrif húss í Aðalstræti - sjá bls. 2 Suðureyri: Nýsköpun í fiskverkun? - sjá bls. 5 Bolungarvík: Styttist í vinnslu í frystihúsinu - sjá bls. 5 ísafjörður: Hraðahindranir valda skemmdum - sjá baksíðu ísafjörður: Nýtt íþróttahús tekið í notkun - sjá bls. 7 OP/Ð KL. 09-12 OGKL. 13-17 FLUGLEIDIR - SÖLUSKRIFSTOFA - MJALLARGÖTU1 • ÍSAF/RÐ! Fimmtíu manns í mat? - láttu okkur taka afþér ómakið Mánagötu 1 ísafirði, 3 4306 Staða skattstjóra Vestfjarðaumdæmis: Fyrsta komm sem sett er skotfsfljóri - Elín Árnadóttir lögfræðingur tekur við starfinu 1. október FJÁRMÁLARÁÐ- HERRA, Friðrik Sophusson gekk á mánudaginn frá ráðn- ingu Eiínar Árnadóttur, lög- fræðings hjá Ríkisskattstjóra í stöðu skattstjóra Vest- fjarðaumdæmis og mun hún taka við hinu nýju starfi 1. október næstkomandi en þá lætur núverandi skattstjóri, Kristján Gunnar Valdimars- son af störfum. Hinn nýi skattstjóri mun vera fyrsti kvenmaðurinn sem settur er í embætti skattstjóra á Islandi ef frá er talin kona ein sem settur var skattstjóri á Norðurlandi um tveggja vikna skeið á síðasta ári. Elín Árna- dóttir er 32 ára, fædd og upp- alin á Suðureyri til ársins 1970. Foreldrar hennar eru þau Árni Erling Sigmundsson, fæddur á Hesteyri í Jökulfjörðum, en hann lést á síðasta ári og Sigur- laug Inga Árnadóttir, ættuð frá Gelti í Súgandafirði. Er hún fór frá Suðureyri fluttist hún ásamt foreldrum sínum til Akraness. Hún lauk skóla- göngu sinni á Akranesi, varð stúdent frá Fjölbrautarskóla Elín Ámadóttir. Vesturlands og lauk lögfræði- prófi frá Háskóla Islands árið 1989. Frá þeim tíma hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Eiginmaður Elínar er Magnús Orn Frið- jónsson, sjúkraþjálfari. Hann er einnig fæddur á Suðureyri og er sonur hjónanna Friðjóns Guðmundssonar og Fanneyjar Guðmundsdóttur. Þau eiga fjögur böm. „Starfið leggst bara vel í mig. Eg held að þetta verði spennandi verkefni. Það verð- ur einnig gaman að koma vestur á heimaslóðirnar, það er svo gott fólk fyrir vestan. Eg hlakka mjög mikið til að takast á við þetta krefjandi starf. Það er nú kannski ekki alveg rétt að ég sé fyrsta konan til að gegna þessu embætti hér á landi því ein vinkona mín hafði þann heiður af mér með því að vera settur skattstjóri á Akur- eyri í hálfan mánuð á Akureyri á síðasta ári. Eg er settur skatt- stjóri til að byrja með en haldi ég áfram og ef ég stend mig vel, þá verð ég fyrsta konan sem skipuð er í embætti skatt- stjóra hér á landi,” sagði Elín í samtali við blaðið í gærdag. Sjö umsóknir bárust um stöðu skattstjóra og óskuðu þrír umsækjenda nafnleyndar. Auk Elínar sóttu um stöðuna og óskuðu ekki nafnleyndar, þeir Guðmundur Halldórsson viðskiptafræðingur og starfs- maður Ríkisskattstjóra, Har- aldur Teitsson viðskiptafræð- ingur og starfsmaður á Skatt- stofu Vestfjarða og Jónas Guðmundsson lögfræðingur og sýslumaður í Bolungarvík. -s. Vestí .-.danfömu og hafa verið að koina með allt að 150 tonn að landi. Meðfylgjandi mynd var tekin á þriðjudag þegar löndun stóð yfir úr þreinur togaranna. Vestfjarðamiö: Stakir jakar á relá TÖLUVERT er um staka ísjaka á reki á siglingaleið úti fyrir Vestfjörðum og Húnaflóa og þarf að leita marga áratugi aftur í tímann til að finna heimildir um svo mikinn ís á milli íslands og Grænlands á þessum árstíma. Ástæða þessa mikla íss eru norðlægar áttir sem hafa verið ríkjandi í sumar en það er fyrst núna í september tekið hefur að hlýna á þessu hafsvæði og vindátt að snúast. Vegna veðuifarsins hefur ísinn borist nær Islandi en í meðalári og mikið af stökum jökum borist inn í strandstrauma. Veður- stofan hvetur því skipstjórnar- menn til að tilkynna alla jaka á siglingaleið út af Vest- fjörðum og á Húnaflóa. -s. ísafjörður: lingum áfengi SAMKVÆ.MT upplýs- ingum blaðsins var tölu- vert magn af rússneskum vodka selt til l'ólks á ísa- firði um helgina og skipti aklur kaupenda lillu máli. Vodkinn mun vera ætt- dagskvöld auk þess sem unglingar nutu hans á götum bæjarins. Að sögn lög- regiunnar á ísafirði bárust henni fregnir af sölu áfcngis úr skípínu og var litlu magni af vökvanum hellt niður cr aður úr rússneskum togara sem skipaði upp rækju í Sundahöfn um helgina. Mik- ið magn af vökvanum var í umferð á busaballinu svo- þeir urðu þess varir hjá unglingum. Ekkí tókst að hafa upp á sölumönnunum, svo leynt mun salan hafa farið fram. kallaða í Sjallanum á föstu- ■s, Óshlíð: Keyrdi á staur UM IIADEGISBIL á laugardag l'ékk lögreglan á ísallrði tilkynningu uin að alvarlegt umferðarshs hefði orðið á Oshlíðar- vegi, rétt utan við vtri Hvanngjá. Við nánari athugun kom í ljós aö ckki var um eins alvarlegt slys að ræða og talið var í fyrstu en öku- maöur bifreiöareinnar. sem grunaður er um ölvun við akstur, mun hafa ekið á járn- staur sem heldur uppi örygg- isneti á hlíðinni. Meiðsl ökumannsins munu hafa verið minniháttar en bif- reiðin var flutt af vettvangi meðkranabíl. Js. Aðalskipulag ísafjarðar: Frestur til að skila athugosemdum að renna út Á FUNDJ bæjarráðs ísa- Ijarðar sem haldinn var 6. september síðastliðinn voru mcðal annars tekin fvrir skipulagsmál bæj- arins. Á fundinum kom m.a. fram að frestur til að gera athugasemdir við deiliskiþulag miðbæjarins hefði runnið út 1. júlí sfðastliðinn og að engar athugasemdir hefðu borist. Tvær athugasemdirbárust hins vegar víð skipulag um- ferðar utn Aðalstræti og Hafnarstræti og lagði bæjar- ráð til við bæjarstjórn að deiliskipulag miðbæjarins yrði sent til Skipulags- stjórnar ríkisins til stað- festingar. Fresturtil aðskila athugasemdum við deili- skipulag I Engidal rann út 3. september sl. og bárust tvær athugasemdir. Onnur var frá Karli Aspelund vegna fjar- lægðar fyrirhugaðrar sorp- brennslustöðvar frá loð- dýrabúýog hin var frá Skot- félagi Isafjarðar þar sem farið er fram á stærri lóð fyrir skotsvæði. Fresturtil aðskilaathuga- semdum við aðalskipulag Isafjarðar í heild sinni renn- ur út 17. september næst- komandi sem er á föstu- daginn og fer því hver að vera síðastur, vilji hann á annað borð gera athuga- semdir við framtíðarskipu- lag bæjarins. -v.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.