Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Síða 16

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Síða 16
16 RA U Ð I B O R Ð IN N „Markmið mitt var að rjúfa þögn- ina um hiv og alnæmi, og ég er bæði undrandi og glaður yfir þeim móttökum sem bækurnar hafa fengið.“ Þetta eru orð Jonasar Gardells, höfundar þríleiksins Ást- in, Sjúkdómurinn og Dauðinn; um það hvernig sænskt samfélag tókst á við hiv og alnæmi fyrir um tveimur áratugum. Varða á lengri veg Gardell hefur tekist að rjúfa þögnina svo um munar. Sænskir fjölmiðlar hafa lýst þríleiknum sem uppgjöri, sorgarferli og áfellisdómi yfir sænsku samfélagi. Síðan bækur Gardells komu út hafa Svíar gengist undir nafla- skoðun, horfst í augu við að það sem var samfélag þeirra þá, fyrir hreint ekki svo löngu síðan og er lýst í þaula í þríleiknum, er í dag svartur blettur í sögunni. Og það er vert að hafa í huga að þessum tíma er hvergi nærri lokið. Saga aðalpersónununnar Rasmusar er nefnilega samtímasaga, og þeir atburðir sem Jonas Gardell lýsir eru nálægir, og aðeins varða eða skref á lengri göngu. Það vita þeir sem þekkja til veruleika hiv-jákvæðra og alnæmissmitaðra á Norðurlöndum í dag. Verk Jonasar Gardells er þess vegna hollur lestur sem á brýnt erindi. Gardell hefur lyft grettistaki og opnað augu fólks fyrir tíma sem flestir vildu eflaust gleyma. Hvernig titillinn kom til Sjaldan les maður bækur sem eru jafngrimmar og falleg- ar. Sjálft heiti þríleiksins, Þerraðu aldrei tár án hanska, er grimmt þegar það rennur upp fyrir manni, á fyrstu síðum bókarinnar, hvað liggur að baki. Hjúkrunarfólki sem annaðist alnæmissjúklinga í einangrun á sjúkra- húsum í Stokkhólmi snemma á níunda áratugnum var fyrirskipað að taka ekki af sér hlífðarhanskana undir nokkrum kringumstæðum, við umönnun sjúklinganna. Í sögu Gardells er ágústkvöld, en sumarið hefur ekki náð Að.þerra. tár.ber- hentur 16 RA U Ð I B O R Ð IN N eftir Héðin Halldórsson Jonas Gardell

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.