Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Qupperneq 24

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.11.2013, Qupperneq 24
24 RA U Ð I B O R Ð IN N Félagasamtökin Hiv Danmark sendu frá sér þá yfirlýs- ingu nú í september að bæði hiv-jákvæðir og almenn- ingur skyldu uppfræddir um það: „Að hiv-jákvætt fólk á lyfjum (sem bregst vel við lyfjagjöf), smitar ekki.“ Þetta kemur fram í síðasta tölublaði samtakanna í grein sem ber yfirskriftina Mere sex med hiv-smittede fordi. Þar segir m.a.: „Þeir sem eru ekki smitaðir af hiv-veirunni velja sjálfir hvernig og hvort þeir vilja stunda kynlíf með hiv- jákvæðum einstaklingi sem er á lyfjameðferð. Valið ætti að vera upplýst.“ Einnig kemur fram að ef vafi leikur á því hvort hinn hiv-jákvæði einstaklingur sé að bregðast vel við lyfjunum, eigi að nota smokk. Samtökin segja smokk vera góða vörn gegn hiv-smiti og öðrum kyn- sjúkdómum: „Ef fólk veit þetta tvennt: að smokkar eru góð vörn og að hiv-jákvæðir á lyfjameðferð smita ekki, þá er allur ótti við að stunda kynlíf með hiv-jákvæðum einstaklingi óþarfur.“ Hiv Danmark skýra auk þess frá því að hiv-jákvæðir ein- staklingar sem bregðast vel við lyfjagjöf geti komist hjá því að upplifa ótta við að smita annan einstakling af hiv og endurheimt kynlífið sitt. Á sama hátt sé óhætt fyrir pör í dag (þar sem annar aðilinn er smitaður) að stunda óvarið kynlíf og geta börn sín á náttúrulegan hátt. Þekking eyðir fordómum Hiv Danmark lýsir því yfir að samtökin líti á það sem verkefni sitt að breiða út þessa þekkingu og með henni draga úr fordómum sem hiv-jákvæðir verði stöðugt fyrir. Minnkandi fordómar og mismunun komi öllum vel. Sú staðreynd að hiv-jákvæðir sem bregðist vel við lyfjagjöf séu ekki lengur smitberar, muni, samkvæmt Hiv-Danmark, minnka ótta í garð smitaðra einstaklinga. Mörgum sem smitast af hiv-veirunni finnst kynlífið breytast þegar litið er á þá sem smitbera og margir hætta að stunda kynlíf. Gitte Kronborg, yfirlæknir á Hvidovre Hospital, sagði í viðtali við Vi&Hiv í nóvember árið 2012, að ef einstaklingur væri á lyfjameðferð og lyfin virkuðu vel, væru líkurnar á að smita aðra manneskju í gegnum kynmök hverfandi eða mjög, mjög litlar. Í grein sem birtist á vefmiðlinum Information.dk, þ. 21. desember árið 2010 og bar yfirskriftina Leyndarmálið um hiv, var rætt við Jan Gerstoft, yfirlækni á Ríkisspítala Danmerkur, Rigshospitalet. Hann sagði: „Við erum að tala um að áhættan á smiti sé 0,0000 og eitthvað prósent. Líkurnar á að smita aðra eru allavega svo litlar, að maður getur ekki mælt þær. Svo það leikur enginn vafi á því að þetta eru mjög ósennilegar líkur. Við köllum þetta að vera vel meðhöndlaður á læknamáli og það þýðir að einstaklingur hafi verið með ómælanlegt veirumagn í blóðinu í sex mánuði eða lengur. Jan segir að 85% smitaðra séu vel meðhöndlaðir. Svissneska skýrslan Á stórri hiv-ráðstefnu sem haldin var í Boston árið 2008, kom fram teymi svissneskra prófessora og rannsakenda með afar umdeildar niðurstöður vísindarannsókna sem sönnuðu að smitaðir einstaklingar á lyfjum væru ekki smitberar. Nú, fimm árum síðar, hefur almenningur ekki enn heyrt um Svissnesku skýrsluna og þær merki- legu niðurstöður sem í henni birtust. Margar alþjóðlegar rannsóknir hafa síðan þá stutt niðurstöður skýrslunnar. Bent Hansen aðalritari hjá samtökunum Hiv Danmark segir það enga tilviljun að almenningur fái ekki að heyra um niðurstöður rannsóknanna því það sé samfélags- lega viðurkennd skoðun að það væri óábyrgt að koma þekkingunni á framfæri. Bent segir það þó hafa mikla þýðingu fyrir baráttu hiv-jákvæðra gegn fordómum að almenningur fái að vita það sama og þeir. Það er, að ef þeir eru á lyfjameðferð sem gengur vel eru þeir ekki lengur smitberar. Bent segir að enn í dag sé litið á alla hiv-jákvæða sem smitbera. Eldfim yfirlýsing frá Danmörku: „Hiv-jákvætt fólk á lyfjum smitar ekki“ Eva Gunnbjörnsdóttir

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.