Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Page 6

Bæjarins besta - 01.11.1995, Page 6
Reykjafoss tók niðrí f Sundunum á ísafirði Losnaði af strandstað ef tir 12 tíma REYKJAFOSS, skip Eim- skipafélags Islands tók niðri í innsiglingunni tii fsafjarðar- hafnar, við flugvöllinn á ísa- firði, rétt eftir kl. 22 á mið- vikudagskvöld í síðustu viku. Skipið var komið inn fyrir innstu baujuna og átti stutt eftir að bryggju þegar óhappið varð. Skipið mun hafa komið á hægri ferð fyrir Suðurtangann og ekki náð að beygja upp í vindinn og inn að höfninni, en hávaðarok var á þessum tíma. Settist Reykjafoss utan í kant rennunnar og festist að framan. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að losa skipið fyrir eigin vélarafli og var því leitað aðstoðar hafnsögubátsins á ísa- firði og togarans Þorsteins EA. Háflóð var þegar óhappið átti sér stað en fljótlega fjaraði undan skipinu og tókst því ekki að losa það fyrr en á flóðinu morguninn eftir, eða um tólf klukkustundum eftir að það tók niðri. Ahöfn Reykjafoss var aldrei í neinni hættu. Eftir að Reykjafoss hafði Reykjafoss á strandstað í innsiglingunni til ísafjarðarhafnar aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku. verið losaður af strandstað, lestaði vörur. Skipið beið um veðurofsans en hélt síðan skemmdir urðu á skipinu. lagðist hann að bryggju og tíma átekta á Isafirði vegna áleiðis til Akureyrar. Engar Bæjarstjórn ísafjarðar boðaði tii aukafundar vegna atburðanna á Fiateyri Bæjarstjórn ísafjarðar ákvað á aukafundi sínum á föstudag að veita Fiateyringum aiia þá aðstoð sem möguiegt er. BÆJARSTJÓRN ísatjarðar samþykkti samhljóða á auka- fundi sem boðað var til síð- degis á föstudag, að bjóða Flat- eyrarhreppi alla þá aðstoð sem kaupstaðnum er unnt að veita við endurreisnarstarfið. Við upphaf fundarins ávarpaði for- seti bæjarstjórnar, Kolbrún Halldórsdóttir, fundinn og minntist hinna hörmulegu at- burða sem áttu sér stað á Flat- eyri, aðfaranótt 26. október sl. Viðstaddir stóðu upp til að votta hinum Iátnu, aðstand- endum þeirra og Flateyringum virðingu sína. Þá flutti forseti samúðarkveðju til Flateyringa frá vinabæ ísafjarðar á Græn- landi, Nanortalik. Smári Haraldsson, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, sagði á fundinum að byggðir á Vestfjörðum ættu í vök að verjast og áföll sem þessi væru kannski banabiti þeirra, þó að vonir hans stæðu til annars, og hvatti hann menn til að standa saman að uppbyggingu þessa landfjórðungs. Magnús Reynir Guðmundsson, varabæjarfull- trúi Framsóknarflokksins, sagði að skyldur Isafjarðar- kaupstaðar væru miklar á stundum sem þessum og vildi hann láta kanna hvort mögu- leiki væri áaðflýta opnunjarð- ganganna undir Breiðadals- og Botnsheiði í öryggiskyni. Þá vildi hann láta kanna hvort til væru lausar íbúðir á Isafirði til handa þeim, sem stæðu hús- næðislausir á Flateyri, auk þess sem hann hvatti bæjarstjórnina til að leita allra leiða til að verða Flateyringum að sem mestu félagslegu liði. A fundinum var samþykkt að fela bæjarráði ísafjarðar yfirumsjón með verkinu og á það að kalla til liðs við sig hina ýmsu aðila sem geta orðið að liði í þessu máli. Guðrún Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Kvennalistans, hvatti fundar- menn til að gleyma ekki ungl- ingunum á Flateyri, og taldi að borið hefði á slíku eftir snjó- flóðin í Súðavík. Eftir harðar umræður um raf- magnstruflanirnar á Vest- fjörðum í síðustu viku, sendi bæjarráð Isafjarðar eftirfarandi áskorun til stjórnar Orkubús Vestfjarða: ,,Bæjarráð ísa- tjarðar skorar á stjóm Orkubús Vestfjarða að vinna bráðan bug á því ófremdarástandi sem alltof oft skapast vegna ónógs varaafls á Isafirði.” Opnun jarðganganna undir Breiðadais- og Botnsheiði f öryggisskyni Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI á ísafirði síðastliðinn föstudag kom fram ósk varabæjarfulltrúa Framsóknarflokksins um að kannað yrði hvort möguleiki væri á að flýta opnun jarðganganna undir Breiðadals- og Botnsheiðar í öryggisskyni. Vegagerðin opnaði jarðgöngin fyrir umferð í síðustu viku, svo hægt væri að koma björgunarliði til Flateyrar á sem skemmstum tíma eftir að snjóflóðið féll á porpið. Áætlað er að opna göngin fyrir bráðabirgðaumferð 20. desember næstkomandi, I líkingu við það sem var gert við legginn undir Botnsheiði á sínum tíma. Göngunum verður síðan lokað fyrir umferð næsta sumar, og þau kláruð endanlega á haustmánuðum 1996. Björn Harðarson, hjá Vegagerðinni sagði að erfitt væri að flýta endanlegum frágangi á jarð- göngunum. ,,Það skiptir meginmáli að hafa þau opinyfir veturinn, það skiptir minna máli þó lokunin næsta sumarverði aðeins lengri. Við leggjum alla áherslu á að hafa opið í vetur, en það er ekki svigrúm til að klára göngin mikið fyrr, það er keppst við en hver dagur sem umferð er á göngunum veldur seinkun,” sagði Björn. Jarðgöngin voru opnuð þrjá daga í síðustu viku, vegna atburðanna á Flateyri, en hafa að öðru leyti verið lokuð allri umferð. Skamma stund tók að gera göngin fær umferð í síðustu viku aó sögn Björns. „Menn höfðu andvara á sér og það var lítið mál að tæma göngin. Það var kannski klukkutíma vinna. En þessi mál eru í skoðun hjá Vegamálastjóra og stjórnmála- mönnum, hvað tryggi bestu samgöngur á milli staða næstu mánuðina, en það liggur ekkert fyrir enn,” sagði Björn að lokum. Vegamáiastjóri er með vetrarsamgöngur á norðanverðum Vestfjörðum í athugun. 6 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.