Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Side 11

Bæjarins besta - 01.11.1995, Side 11
Snjófíóðiö á Flateyrí Kristján Jóhannesson, Hinrik Kristjánsson, fram- Magnea Guðmunds- Einar Oddur Kristjáns- sveitarstjóri á Fiateyri. kvæmdarstjóriKambs. dóttir, oddviti. son, aiþingismaður. Hreppsnefnd F/ateyrarhrepps boðaði tii borgarafundar um má/efni byggðar/agsins Hrepps- nehid vill byggja upp að nýju á neðrl hluta eyraiinnar HREPPSNEFND Flateyrarhrepps boöaði til borgarafundar siðastliðinn sunnudag kl. 17, þar sem farið var yfir stöðu mála í byggðarlaginu sem og framtíðaráform hreppsnefndarinnar varðandi uppbyggingu staðarins. Um 200 Flateyringar mættu til fundarins auk fundarboðenda og nokkurra gesta á vegum hreppsnefndar. Þar var einnig þingmaður Vestfirðinga, Einar K. Guðfinnsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, sem falið var að reka erindi fyrir hrepps- nefndina innan stjómkerfisins. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður og íbúi á Flateyri, setti fundinn og bað viðstadda að minnast látinna vina og ættingja með einnar mínútu þögn. Hann tjáði síðan fundannönnum að fjölmiðlar myndu fylgjast með fundinum en óskaði síðan eftir fjarveru þeirra um leið og fundarmönnum yrði gefinn kostur á að koma með fyrirspurnir til hrepps- nefndarinnar og annarra gesta sem voru á vegum hennar á fundinum. Kristinn Tómasson, sér- fræðingur á geðdeild Lands- spítala Islands tók fyrstur til máls og fjallaði um streitu, af- leiðingar hennar og aðgerðir til að vinna bug á henni. Kristinn sagði fundarmönnum, sem flestir áttu um sárt að binda, að mikilvægt væri að reyna að hugsa rétt og láta sér líða vel þrátt fyrir alla þá erfið- leika sem á dyndu. Skolastarf hófst að nýju á mánudag Magnea Guðmundsdóttir, oddviti Flateyrarhrepps, þakk- aði Flateyringum fyrir sam- stöðuna sem og björgunar- sveitarmönnum fyrir það ómet- anlega starf sem þeir hafa lagt af hendi. „Við finnum kraftinn frá fólkinu í landinu. Við verðum að vera róleg, ná áttum og taka síðan höndum saman. Mín hugsun er að halda áfram uppbyggingu á staðnum og ég hef þá trú að það sé einnig ykkar hugsun,” sagði Magnea, en mikið hefur mætt á henni frá því snjóflóðið féll á Flat- eyri aðfaranótt miðvikudags, þar sem sveitarstjórinn var erlendis í sumarleyfi. Magnea sagði að hrepps- nefnd hefði fundað fyrr um daginn og kvatt nokkra menn til skrafs og ráðgerða, þ.á.nt. Jón Gauta Jónsson, sem settur var sveitarstjóri í Súðavík, eftir að snjóflóð féll á þorpið þann 16. janúar síðastliðinn. Hún sagði ennfremur að ákveðið hefði verið að hefja skólastarf að nýju á mánudag, og yrði skólanum skipt í tvo 10 manna hópa. Öðrum hópnum yrði kennt í verkalýðshúsinu, fyrir ofan sparisjóðinn, og hinum á bókasafni staðarins, sem er til húsa í húsnæði sveitarstjórnar Flateyrarhrepps. Magnea sagði ennfremur að fjölmargir Flat- eyringar væru nú húsnæðis- lausir og yrði því gerð könnun á þörfinni strax eftir helgi, en hún mun hafa yfirumsjón með því verki. Flateyrarhreppi hafa boðist nokkrir sumarbústaðir til láns og geta a.m.k. þrír þeirra verið komnir til staðarins innan 10 daga eða í byrjun næsta mán- aðar. „Okkar bíður ótal verk- efni að leysa og það er mín ósk að við getum leyst þau saman, því lífið heldur áfram,” sagði Magnea. Mikið verk framundan Kristján Jóhannesson, sveit- arstjóri á Flateyri, sem var í sumarleyfi á Flórída, þegar hörmungarnar dundu yfir, vottaði viðstöddum samúð sína sem og fjölskyldu sinnar og sagði að þrátt fyrir að hann hafði verið fjarri heimabæ sínum þegar snjóflóðið féll, hefði hugur hans verið heima. Sagði liann það einstaklega athyglisvert hvað allir íbúar Flateyrar hefðu staðið sig vel. „Snjóflóðið markaði stórt skarð í byggðina okkar og kollvarpaði öllum þeim hug- myndum sem sveitarstjórnin hafði unnið eftir. Framundan bíður okkar því mikið verk,” sagði Kristján. Hann sagði að ákveðið hefði verið að hefja starfrækslu leik- skólans að nýju í þessari viku og hefði honum verið valinn staður að Hafnarstræti 13, og hefur Samband íslenskra sveit- arfélaga tekið að sér að útvega hreppnum þrjár leikskóla- fóstrur til starfa, svo að hið daglega líf yngstu barnanna komist sem fyrst í samt lag. Bensínstöð staðarins gjör- eyðilagðist í snjóflóðinu og tjáði Kristján fundarmönnum að ákveðið hefði verið að opna nýja afgreiðslu strax á mánu- dag við birgðastöð Essó, sem stendur á hafnarbakkanum. Þá gat hann þess að vilyrði hefði fengist frá ríkisstjórninni fyrir nýrri bráðabirgða innkeyrslu í bæinn, en hún mun að hluta til verða á vamargarði sem byggð- ur hefur verið við höfnina. Engin byggð ofan Tjarnargötu Kristján sagði ennfremur að hreppsnefnd hefði ákveðið að láta hefja að nýju vinnu við gerð nýs hættumats fyrir Flat- eyri svo að þeir sem vildu búa áfram á staðnum gætu það án nokkurrar hættu en það var ein- róma álit hreppsnefndar að hefja uppbyggingu að nýju á neðri hluta eyrarinnar. Þá vill hreppsnefnd láta reisa nýja varnargarða fyrir ofan byggð- ina en í hugmyndum hrepps- nefndar er gert ráð fyrir að engin byggð verði fyrir ofan Tjamargötu. Verði svo mun bú- seta í 40-50 íbúðarhúsum leggjast af. Almannavarnaráð ríkisins fundaði tneð hrepps- nefnd á mánudag og var frekari ákvörðunar að vænta í fram- haldi af þeim fundi, sem og fundi með Skipulagi ríkisins, en fulltrúarþaðan voru væntan- legir til Flateyrar í byrjun vikunnar. „Eyrin verðurendur- Um 200 manns voru a borgarafundinum sem sveitarstjórn Fiateyrarhrepss boðaði tii í mötuneyti Ke. skipulögð neðan Tjarnargötu með það að markmiði að þar geti risið byggð sem hýst getur 4-500 manns. Til þess að það geti gerst þarf að leysa ýmis mál og hefur Einari K. Guð- finnssyni, alþingismanni Vest- firðinga og formanni sam- göngunefndar Alþingis, verið falið að leysa það mál,“ sagði Kristján. Vinna hafin hjá Kambi Kristján sagði ennfremur að Einar Kristinn hefði óskað eftir því við Hafnarmálastjóra, að Holtsbryggja yrði endurbyggð og vonaðist hann til að við þeirri beiðni fengjust jákvæð og fljót viðbrögð. „Öll vinna til að koma mann- og atvinnu- lífinu í gang er hafin og horfur eru þokkalegar. Samstaða er það sem gildir,” sagði Kristján Jóhannesson, sveitarstjóri á nbs hf. á sunnudaginn. Flateyri. Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri Kambs hf„ sagði á fundinum að ákveðið hefði verið að hefja vinnu að nýju í frystihúsinu á mánudag, en þar mun vera til fiskur sem veiddist fyrir snjóflóð. Kambur gerir út fjóra báta og vonaðist Hinrik til að flestir þeirra yrðu komnir á sjó í vikunni. „Við erum staðráðnir í að halda upp- byggingunni áfram, þrátt fyrir áfallið. Látum því ekki deigan síga,” sagði Hinrik. Nýtt hættumat ofarlega í huga fólks Einar Oddur Kristjánsson, sagði í samtali við blaðið, eftir lokaðan fund með bæjarbúum, að spurningarnar hefðu verið margar og engin ein hefði verið áberandi. „Fólk vildi vita hvernig hættumatið væri statt, hvernig vinnan við það færi fram, þá var spurt uin skóla- málin sem og önnur mál er varða sveitarfélagið. Við gerð- um fólkinu grein fyrir því að við yrðum að bíða eftir hættu- matinu og fyrr en það lægi fyrir eða útlínur þess, yrðu engar ákvarðanir teknar. Það var mjög mikið jafnvægi á fund- inum og mikil ró. Margir heimamanna höfðu orð á því að fram yrði að koma, þvílíkt afreksfólk hefði komið til björgunarstarfa á staðnum og hversu vel vinna þeirra hefði gengið. Það voru allir á einum rómi um þessi mál og það var ntikið þakklæti í huga fólksins til þessara einstaklinga.” Að- spurður um hug bæjarbúa til uppbyggingar á staðnum sagði EinarOddur: „Viðsögðum sem svo. Nú fer enginn fram úr sjálfum sér, við tölum ekki um þá hluti í dag. Við tökum eitt fyrir í einu. Við höfum verið í því að hugga og hjálpa," sagði Einar Oddur. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 11

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.