Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Side 12

Bæjarins besta - 01.11.1995, Side 12
Snjóflóðið á Flateyrí Ráðherrar og þingmenn könnuðu vegsummerki á Flateyri Atvinnulífið í gang á ný DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og Páll Pétursson, félags- málaráðherra komu til Flateyrar á föstudag ásamt þingmönnum Vestfjarða og embættismönnum, tii að kanna aðstæður á snjó- flóðasvæðinu sem og til að ræða við heimamenn. Almanna- varnanefnd staðarins hélt formlegan fund með gestunum, en að honum loknum fóru menn um svæðið þar sem snjóflóðið féll. Hættuástandi var aflýst á Flateyri um miðjan dag á föstudag, eftir að snjóflóðaeftirlitsmenn höfðu kannað aðstæður í fjallinu um morguninn, sem og vegna þess að veðurspá var góð fyrir næstu daga. Snjóflóðasvæðið verður þó lokað áfram en fólk fær að fara í þau hús, sem eru heil á efri hluta eyrarinnar. Mikið hreinsunarstarf bíður á Flateyri og standa vonir manna til að það verk muni ganga vel þrátt fyrir að ítrustu varfærni verði gætt. Stjóm Kambs ákvað á laugardag að hefja vinnslu að nýju í fyrirtækinu á mánudag sem og að stefna að þvf að koma bátum fyrirtækisins á sjó sem fyrst. Á milli 120 og 140 manns hafa unnið hjá fyrirtækinu að undanförnu. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Páll Pétursson, félagsmálaráðherra skoðuóu aðstæður á F/ateyri á 1áugardag ásamt nokkrum embættismönnum, þingmönnum Vestfjarða og sveitarstjórn. Páii Pétursson, féiagsmáiaráðherra og Davíð Oddsson, forsætisráðherra funduðu með hreppsnefnd Fiateyrarhrepps um málefni staðarins á iaugardag. Hér eru þeir ásamt Einari Oddi Kristjánsyni, aiþingismanni sem býrá Fiateyri. Á myndinni hér tii vinstri má sjá forsætisráðherra skoða eyðiiegginguna sem varð á Fiateyri. Giöggt má sjá að forsætisráðherra var brugðið við þá sjón sem blasti við. Ágúst Oddsson, héraðs/æknir skrifar EINS og flestum er kunn- ugt um hefur áfallahjálp verið ríkur þáttur í hjálpar- starfinu eftir náttúruham- farirnar á Flateyri. Áfalla- hjálp beinist fyrst og fremst að því að fyrirbyggja alvar- leg og langvinn sálræn eftir- köst í kjölfar áfalla. Áfalla- hjálp nær til þeirra sem tengjast slysinu beint eða ó- beint, s.s. hinna slösuðu, þeirra sem bjargast án áverka, vandamanna, sjónar- votta, vinnufélaga. hjálpar- aðila og stjórnenda hjálpar- aðgerða. Áfallastreituviðbrögð ráð- ast af eðli og styrk áfallsins ásamt þoli einstaklingsins almennt eða gagnvart sér- stökum streituvöldum. í fyrstu eru mest áberandi líkamleg við- brögð af ýmsum toga s.s. skjálfti, hraður hjartsláttur, sviti, ógleði, kviðverkir, köfn- unartilfinning, hröð öndun og svimi. Atferlið er í upphafi allajafna Iítið afbrigðileg en þó getur borið á óróleika, of- virkni eða sinnuleysi. Tilfinningaleg viðbrögð eru lítil í byrjun en ryðja sér rúms þegar frá líður sem kvíði, hræðsla, reiði, sorg eða sektar- kennd og lita minningarnar um áfallið. Skynjun og rökhugsun truflast gjarnan. Þetta hefur í för með sér óraunveruleikatil- finningu. brenglað tímaskyn, tilhneigingu til að misskilja, mistúlka og draga rangar ályktanir. Hér er mikilvægt að gera sér grein fyrir að um er að ræða eðlileg viðbrögð eðlilegs fólks við óeðlilegum aðstæð- um. Á fyrstu vikum og mánuðum eftir áfallið færist hæfileikinn til að takast á við tilfinningar, daglegt líf og starf smám saman í eðlilegt horf. Á þessu stigi er mikilvægt að koma auga á einstaklinga sem eru í áhættu- hópum og gera fyrirbyggjandi ráðstafanir. Á Flateyri og Isafirði hefur áfallahjálparhópur verið starf- andi frá slysdegi. Áfalla- hjálparstarfi verður haldið áfram í heilsugæslustöðinni á Flateyri enn um sinn. Á Isa- firði er opin móttaka áfalla- hjálparhóps á Fjórðungs- sjúkrahúsinu. Við viljum hvetja alla þá sem telja sig þess þurfa að hafa samband við okkur sem fyrst og við munum aðstoða eftir megni. f.h. áfallahjálparhóps, Agúst Oddsson, héraðs- lceknir. EIMSKIP Eimskipafélag íslands h.f., óskar eftir tilboöum i smíöi undirbyggingar undir fyrirhugaöa vörugeymslu aö Sindragötu 15 á ísafiröi. Helstu kennitölur verksins eru: Grunnflötur byggingar 500 m2 Fyllingar 180 m3 Steypumót 120 m2 Steinsteypa 100 m3 Bending 5.000 kg Lagnir í jöröu 160 m Undirbyggingu Ijúki 15. desember 1995 en botnplötu í mars 1996. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu umboösmanns EIMSKIPS á ísafirði, Aöalstræti 24, frá og meö mánu- deginum 30. okt. 1995. Tilboö veröa opnuö á sama staö þriójudaginn 7. nóvember 1995, kl. 11:00. 12 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.