Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 14
ég sat við hliðina á strák sem var í bekknum og hann varð að læra brjóstagjöf, rétt eins og stelpumar. Brjóstagjöfernokk- uð sem maður lærir í gegnum móðurhlutverkið en ekki í skóla, og það var ýmislegt fleira sem við vorum ósátt við. Eftir að hafa staðið í þessu stríði við skólann, var sjálfs- mynd mín sem þroskaþjálfa ekki góð, þegar ég útskrifaðist, og það sama átti við um marga bekkjarfélaga mína.” Peningum var dælt í malaflokkinn Hvert lá svo leiðin hjá nýút- skrifuðum þroskaþjálfanum ? „Ég er mjög jarðbundin manneskja og á þessum tíma var ég ákaflega flughrædd. Ég hafði aldrei farið til útlanda, en mig langaði til að vinna erlendis og kynnast nýju um- hverfi. Það sem stoppaði mig af var flugið. Ég gat ekki hugsaðméraðfaraámilli landa í flugvél, og ég er það þrjósk að ef ég hef bitið svona lagað í mig, breyti ég því ekki. Ég fór því aftur á Lyngás á meðan ég var að átta mig á því hvað ég vildi. Þar var ég í eitt ár og flutti svo til Borgarness, en þá voru lögin um málefni fatlaðra komin, og svæðisstjórnirnar voru að myndast. Með þeim var þjónusta við fatlaða færð í heimahérað, fatlaðir áttu ekki lengur að þurfa að flytjast til Reykjavíkur til að fá þjónustu. Mér fannst þetta spennandi og réð mig sem forstöðumann leikfangasafns, sem hafði það hlutverk að veita fötluðum bömum upp að sextán ára aldri, þjónustu. Ég var fyrsti starfs- maðurinn hjá þessari svæðis- stjórn, og ég starfaði í Borgar- nesi í tíu ár. Ég hef ekki miklar mætur á breytingum í mínu líft, en eftir á að hyggja voru tíu ár alltof langur tími. Fimm ár í starfi er hámark, ef þú vilt vera fersk og hafa ánægju af því sem þú ert að gera. Það á sérstaklega við í málaflokki sem gerir svona miklar kröfur og tekur svona mikið af þér sjálfri. Auðvitað er þetta ein- staklingsbundið, en ég er að byrja mitt fimmta ár hér, og er farin að finna fyrir þessu. A þessum tíu árum upplifði ég miklar breytingar. Fyrstu tvö eða þrjú árin var ég eini starfsmaðurinn, en þá var farið að gera meiri kröfur til þjónustu við fatlaða. Peningum var dælt í málaflokkinn á þessum tíma. Það voru reistar stofnanir og sambýli út um allt, og alltaf hægt að fá pening, bæði í stofn- kostnað og rekstur. I þau tíu ár sem ég var þama, var stöðugt flipp með peninga, það var aldrei þessi innsýn að sýna spamað eða aðhald, því það voru nægir fjármunir til. Ég horfði upp á það að ég ein réði öllu, var bara drottning í ríki mínu. Svo var ráðinn yfir- maður, og allt í einu þurfti ég, sem var vön að vera minn eiginn herra, að fara eftir reglum og hlýða yfirmann- inum. Hann þurfti líka að skil- greina sig sem yfirmann gagn- vart mér og þama hitti and- skotinn ömmu sína. Það voru því hnútar í samstarfinu alla tíð. A þessum árum fjölgaði starfsmönnum við málefni fatlaðra á Vesturlandi úr því að ég var ein, og upp í að vera um þrjátíu manns. Þá var meðal annars búið að byggja upp sam- býli, vemdaðan vinnustað, dag- vistun og fjölga leikfangasöfn- um. Þetta var orðið meiriháttar apparat og allt í einu stóðum við frammi fyrir því að þurfa að skera niður í málaflokknum. Auðvitað þurfti að gera það, við urðum að taka þátt í niður- skurði rétt eins og allir aðrir. Þetta var mjög lærdómsríkur tími, en líka mjög erfiður og ég sé það eftir á, að ég átti að hætta fyrr. í raun er ég ekki enn orðin sátt við seinni hluta þessa tíma.” Svo taka Vestfirðir við, hvers vegna? „Síðustu tvö árin sem ég var í Borgarnesi, fór ég aftur í Þroskaþjálfaskólann, í fram- haldsnám í stjómun, en ég var ekki viss um að ég myndi endi- lega halda áfram í þessum málaflokki. Eins og náms- tíminn hafði verið erfiður áður, voru þessi tvö ár yndisleg og því hafði ég ekki átt von á. Þegar náminu var lokið, ákvað ég að mig langaði til að vinna við stjómun og starfsmanna- hald af einhverju tagi. Ég vildi ekki fara til Reykjavíkur og vildi ekki vera áfram í Borgar- nesi. Staða framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofunnar á Vest- fjörðum var laus, ég sendi bréf og kynnti mig og viðbrögðin voru mjög sterk, og mig minnir að ég hafi verið ráðin í gegnum síma. Magnús Reynir Guð- mundsson var þá formaður svæðisstjómar, hann réði mig og með það kom ég. Ég hafði aldrei komið hingað vestur þegar ég réð mig í starfið, og viðbrögðin hjá fjölskyldu og vinum voru þau að nú væri ég að grafa mig lifandi. I augum fólks var þetta veðravíti. Ég var ennþá mjög flug- hrædd þegar ég réð mig, en lét mig samt hafa það að fljúga hingað. Ég kom í byrjun júlí 1991 og fékk glampandi gott veður, sólskin og stafalogn. Magnús Reynir tók á móti mér, og sýndi mér það helsta. Hann fór meðal annars með mig um Oshlíðina, sem ég leit á sem eitthvað hryllingsverk í nátt- úrunni. Ég stoppaði hér í sólar- hring, og ég féll gjörsamlega fyrir Vestfjörðum. Ekkert frekar fyrir Isafirði en öðru sem ég sá, en fjöllin heilluðu mig algjörlega og ég ákvað að ráða mig hingað. Auðvitað fékk ég oft andþrengsli og hugsaði „Guð minn góður, hvað er ég að gera, hvað er ég að taka að mér?”, en ég sé ekki eftir því að hafa komið hingað.” Hvernig hefur þessi tími svo verið? „Hann hefur verið mjög lær- dómsríkur, bæði mjög góður en einnig erfiður. Þegar ég kem hingað var þjónustan bundin við Bræðratungu, en við þurf- um að sinna öllum Vest- fjörðum. Ég fór mjög hratt af stað, ég var búin að sjá hvernig þjónustan hafði byggst upp á Vesturlandi og mér fannst Vestfirðingar hafa borið skarð- an hlut frá borði og ekki fengið það sama og aðrir. Þetta er búið að vera erfitt, því forverar mínir í starfi höfðu stoppað stutt við. Mér finnst eftir á, að ég hafi farið fullhratt í upp- bygginguna, því ég bara kýldi á hana, „bjargvætturinn Lauf- ey” mætt á staðinn. Ég fór um Vestfirði, hitti sveitarstjórnar- menn, fatlaða og foreldra þeirra, og ég gleymi þessum tíma aldrei. Þegar ég kom inn á heimili fólks, var ég spurð að því til hvers ég væri að koma, fólk gerði engar kröfur til þjónustu og hún var ekki til. Má kannski kalla mig lélegan fjarmalastjornanda Hvað hefur áunnist í mál- efnumfatlaðra á þessum árum ? „Það eru komnir starfsmenn á öll þjónustusvæðin, á Pat- reksfjörð, Reykhóla, Hólma- vík. Það er boðið upp á skamm- tímavistun á Patreksfirði, Bolungarvík og Hólmavík. Við veitum fólki sem býr út af fyrir sig í fbúð, þjónustu. Svo hefur bæst við ráðgjöf og stuðningur við fatlaða og fjölskyldur þeirra. Það eru um áttatíu og fimm manns sem fá þjónustu frá okkur. Við eigum sam- kvæmt lögunum að sinna öllum öryrkjum, en það hefur þróast þannig að við sinnum því fólki sem býr við hreyfihömlun, þroskaheftingu og geðfötlun. Aðrir öryrkjar, hafa ekki leitað til okkar, þó svo þeim sé það heimilt. Mér finnst ekki eðlilegt að bara vegna þess að þú sért skilgreind öryrki eða þroskaheft, þá verðir þú að tengjast einhverju sérkerfi. Það á að fara eftir þínum vilja, við erum þjónstustofnun og ef þú vilt leita til okkar þá er það í lagi, en okkar hlutverk hefur þróast í að vinna fyrir þá sem ekki geta unnið í sínum málum sjálfir. Ég vil ekki bera okkur saman við önnur landssvæði, því allur samanburður er svo erfiður, en mér finnst við veita mjög góða þjónustu í dag. Auðvitað er alltaf hægt að gera betur, en fólk þarf ekki lengur að flytja til þjónustunnar. En hvað fjár- muni varðar, hafa framlög til málefna fatlaðra á Vestfjörðum einungis aukist um átta hundr- uð þúsund krónur síðan 1992. Við gátum hagrætt töluvert og þannig nýtt fjármagnið betur, en í dag er verið að reka þessa þjónustu í þremur og hálfri milljón í mínus á hverju ári. Ég er þeirrar skoðunar að ef ég hefði beðið þar til peningar fengjust, væri engin þjónusta komin. Það má kannski kalla mig lélegan fjármálastjórn- anda, en ég tók þá ákvörðun að keyra málaflokkinn í mínus, til að sýna að þörfin ertil staðar. Auðvitað fæ ég oft samvisku- bit vegna þessa, því það er oft kvartað frá ráðuneytinu. En ég er sannfærð um að ef ég hefði ekki tekið þessa afstöðu, væri bara komin þjónusta við fatlaða á Hóimavík og Barðastrandar- sýslurnar sætu eftir. Við sitjum uppi með það að þjónustan er komin, þörfin er til staðar og ráðuneytið verður að koma til móts við okkur. Það er ekki mikið að bæta þremur til fjórum milljónum við framlög okkar.” Laufey hýr ein og hún segir það vera val. „Ég hef alltaf verið ein, og fólk hváir svolítið þegar ég segi að ég hafi aldrei verið í sam- búð, en ég hef tekið þessa af- stöðu í lífinu. Ég er í sjálfu sér ekki búin að taka afstöðu til framtíðar, en mér líður mjög vel einni. Ég er ekki einfari, ég umgengst fólk og veit ekkert skemmtilegra en að fá vini mína í heimsókn, eða að heimsækja þá sjálf. Ég tók þessa ákvörðun fyrir löngu síðan og er ekki ósátt við hana. En það er ekki endilega þar með sagt að þetta sé það form sem ég vil í framtíðinni. Ég er mjög viðkvæm fyrir því að vera kölluð piparjúnka og upplifi það sem ákveðinn dóm. Það er ákveðinn stimpill, ég ber ekki mitt einkalíf á torg og það eru fáir sem ég treysti fyrir mínu einkalífi. Aðrir vita ekki neitt, þannig vil ég hafa það og mér finnst að ég eigi að hafa leyfi til þess án þess að fá á mig einhvem stimpil.” Nú segirðu aðfimm ár í starfi sé nœgilega langur tími, og þú ert að hyrja fimmta árið hjá Svœðisskrifstofu málefna fatl- aðra, hvað tekur við eftir árið? „Ég hef mikið velt því fyrir mér hvort þetta sé það sem ég vil gera í framtíðinni. Það er búið að vera ákaflega mikið að gera, og á tímabili í fyrravetur komst ekkert að nema vinnan. Mér fannst ég vera að svíkjast um þegar ég fór í hádegismat eða hætti í vinnunni á réttum tíma. Ég missti í raun stjórn á mér í vinnunni og var vakandi og sofandi að hugsa um hana. Þetta var mjög lærdómsríkt að fara í gegnum þetta, en ég vildi heldur vera laus við að hafa þessa reynslu á bakinu, og þakka alls ekki fyrir hana. Ég þurfti að taka sjálfa mig mjög rækilega í gegn og fór á endanum á heilsuhælið í Hvera- gerði til að ná mér niður. Ég tók það með trompi eins og allt annað, og hvíldi mig í fimm vikur, en ég hafði aldrei tekið mér langt frí frá vinnunni fyrr. Ég var lengi að ná mér niður úr vinnunni, fyrst á þriðju viku komu tímar þar sem ég hugsaði ekki um vinnuna, á fjórðu viku hugsaði ég alls ekkert um vinnuna og þá fimmtu hugsaði ég yfirhöfuð ekki neitt. Ég stend frammi fyrir því að ég vil ekki lenda í þessu mynstri aftur, og er þess vegna að hugsa um hvort það sé ekki kominn tími á mig í þessu starfi, ef svo má segja. Mig langar í nám, og vil gjaman læra sálarfræði. Ég tel mig hafa mikla innsýn í mannlegt eðli og tel mig geta orðið góðan sálfræðing. Þetta er líka spurning um framtíðar- áform, ég vil ekki verða gamall þroskaþjálfi, ég held að það sé lítið spennandi. En ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir og ef ég fer héðan, byrja ég á að fara í leyfi í eitt ár. Búseta mín á Vestfjörðum hefur mótað mig mjög. Veður- farið og umhverfið hefur gert það að verkum að ég hugsa mun oftar um það hvers virði lífið er Mér finnst ég oft of langt frá fjölskyldu minni og vildi gjaman að hluti af henni vildi búa hér fyrir vestan. Mér hefur alltaf liðið vel hér, þótt ég hafi að sjálfsögðu átt mínar erfiðu stundir. Mér þykir mjög vænt um Vestfirði, ekki bara Isafjörð, ég er ekki meiri Is- firðingur en Vestfirðingur. Kannski vegna þess að ég hef átt kost á að fara um alla firðina, norður úr Arnesi og suður að Hvallátrum, og fengið að kynnast lifnaðarháttum og búsetuskilyrðum fólks. Mér finnst allir staðir á Vestfjörðum fallegir og mér finnst vænna um Vestfirðina en nokkurn tímann Snæfellsnesið. Þó ég beri hlýhug til Snæfellsnessins er ég miklu stoltari af Vest- fjörðum. Mér finnst oft fylgja því forréttindi að búa hér, og hér hef ég kynnst besta veðri á landinu, eins og logninu. Ég sagði gjarnan þegar ég flutti hingað frá Borgamesi, að ég hafi dottið á andlitið fyrstu dagana, því það vantaði mót- stöðuna. Það sem ég hef á- hyggjur af í þessu samfélagi, er hversu mikil ósamstaða er meðal fólks. Samstaðan er fyrir hendi ef eitthvað bjátar á, en hún er ekki til staðar dags dag- lega, og það stendur þessum byggðum fyrir þrifum. Ég er orðin mjög viðkvæm fyrir neikvæðum viðhorfum til Vestfjarða. Fjölmiðlar hér fyrir vestan eru ekki sparir á nei- kvæða umræðu og eðlilega mótar það viðhorf annarra landsmanna til okkar. Ég var í Reykjavík í vikutíma á dög- unum, og sem dæmi um hve viðhorf annarra í garð okkar er orðið neikvætt, má nefna að á þessum tíma komu fréttir um að Isafjarðarkaupstaður vildi taka á móti flóttamönnum. Mér fannst þetta mjög jákvætt mitt í fréttum um kvótasvindl og norðaustanáttir, en það sem stóð eftir í umræðunni í Reykja- vík var að það væru svo mörg hús tóm hér. Það mundi enginn eftir því að við ætluðum að taka á móti flóttafólkinu.” Ekki tilbuin til að vinna lengur í sérkerfi Hvernig líst þér á þá hreyt- ingu sem framundan er að sveitarfélögin taki við mál- efnum fatlaðra í stað þess að þau séu á hendi ríkisins? „Mér finnst það mjög eðli- legur hlutur og með þeirri skiptingu sem er á milli þjón- ustusvæða eru sveitarfélögin orðin meira ábyrg fyrir þessari þjónustu. Mín skoðun er hins vegar sú að málefni fatlaðra eigi að fara undir fjórðungs- sambandið og að við veitum þjónustuna á kjördæmavísu í stað þess að einstök sveitarfé- lög sjái um hana. Þessi hug- mynd hefur verið reifuð í tengslum við yfirtöku Fjórð- ungssambandsins á fræðslu- skrifstofunni. Þetta er hugsað þannig að málefni fatlaðra 14 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.