Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 17

Bæjarins besta - 01.11.1995, Blaðsíða 17
Óveðrið o/li umtaisverðu tjóni á dreifikerfi Orkubúsins ijón á línum um átta- h'u milliónir króna ORKUBÚ Vestfjarða varð fyrir umtalsverðu tjóni í af- takaveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. Tjón á rafmagnslínum er talið nerna um 80 milljónum króna, auk þess sem talið er að keyrsla á díselvélum muni kosta rnilli 40 og 50 milljónir króna þegar upp er staðið. Orkubúið er ekki tryggt fyrir skaða af þessu tagi, að sögn Kristjáns Haralds- sonar, Orkubússtjóra. ,,Við höfum ekki fundið tryggingar sem henta, þetta er lítill mark- aður, aðallega tvö fyrirtæki sem eru með dreifilínur og iðgjöld verða að standa undir tjóna- bóturn. Það er okkar mat að til lengri tíma litið verði iðgjöld hærri en tjónið sem við verðum fyrir,” sagði Kristján. 27 staurastæður eru brotnar eftir óveðrið, 118 stakir staurar eru einnig brotnir og rúmlega 80 staurar til viðbótar eru laskaðiráeinhvernhátt. Mestar Skemmdir urðu í Amarfirði og Önundarfirði, og einnig urðu nokkrar skemmdir í Dýrafirði. Rafmagnslínur frá Mjólkár- virkjun skemmdust verulega, en bráðabirgðaviðgerð lauk að- faranótt mánudagsins síð- asta.Vonir standa til að hægt verði að ljúka fullnaðarviðgerð í nóvembermánuði. Rafmagn var skammtað hluta úr síðustu viku. en því hefur nú verið hætt. Á Flateyri fór aðalspenni- stöð Orkubúsins við Bót í snjó- flóðinu, og er það stærsta ein- staka tjónið sem Orkubúið varð fyrir í óveðrinu. Skemmdir á spennistöðinni og dreifikerfinu á Flateyri eru taldar vera á milli 20 og 30 milljónir króna. Orku- búið ntun leita eftir aðstoð ríkisvaldsins vegna þess tjóns sem ekki fæst bætt, en það er ekki skyldugt til að liðsinna Orkubúinu að sögn Kristjáns. „I okkar rekstri gerum við ráð fyrir áföllum, og það eru um 40 milljónir króna á ári sem má reikna með í óvænt áföll,” sagði Kristján. Allt tiltækt starfslið Orku- búsins, ásamt því sumarfólki og vönu fólki sent hægt var að smala saman, vinnur að við- gerðum á dreifikerfinu. Frá Landsvirkjun komu 5 mjög vanir starfsmenn til aðstoðar, og fleiri eru væntanlegir þegar viðgerðum á Vesturlínu er lokið. Lagfæringarnar ganga því eins hratt fyrir sig og mögu- legt er. TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL HAFNARSTRÆTI1 • ÍSAFIRÐI • b 456 3940 & 456 3244 • 0 456 4547 Fasteignaviðskipti Ifc e* !.n I* !ai l , : ■~*-Írr Pólgata 4: 76 m2 5 herbergja íbúð á 3. hœð l þríbýlishúsi. Verð 3.500.00,- Einbýlishús/raðhús: Urðarvegur 25: 154,6m2. Hraun- prýði. 5-6 herbergja íbúð að hluta á tveimurhæðum í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr. Tilboð óskast. Móholt 3 142,4 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Skipti möquleq á er minni eign. Verð 11.500.000,- Stakkanes 4: 135m2 raðhús á tveimur hæðum ásamtbílskúr. Skipti möguleg á íbúð á eyrinni.Verð 10.500.000,- Hlíðarvegur 6: 130 m2 einbýlishús átveimurhæðumásamtóinnréttuðu rislofti. Verð 7.000.000,- Fagraholt 12:156,7m2 einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Verð 13.500.000,- Hlíðarvegur 48: 146,4 m2 ein- býlishús á þremur pöllum. Fallegt útsýni. Verð 8.500.000,- Hjallavegur 3:183 m2einbýlishús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Verð 11.200.000,- Miðtún 31: 190 m2 enda raðhús í norðurendaátveimurhæöum. Skipti á ódýrari eign koma til greina. Verð 11.000.000,- Miðtún 47: 190 m2 enda raðhús í suðurenda á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Möguleiki aðtaka íbúð uppí. Verð 12.900.000,- Tangagata 22: 140 m2 einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Verð 11.500.000,- Strandgata 17:120 m2 einbýlis-hús á tveimur hæðum ásamt sólstofu og bílskúr. Verð 4.500.000,- 4-6 herbergja íbúðir Stórholt 11: 103 m2 íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Verð: 7.800.000,-. Bakkavegur 29: 126 m2 4ra her- bergja sér hæð í tvíbýlishúsi. Tilboð óskast. Stórholt 13: 103 m2 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Skipti ástærrieignmöguleg. Verð 7.800.000,- Stórholt13: 103 m2 4ra her-bergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Verð 7.900.000,- Hreggnasi 3: 87 m2 4ra herbergja íbúð ásamt rislofti á efri hæð í tvíbýlishúsi. Verð 3.800.000,- Túngata 21: 77,8 m2 4ra herbergja risíbúð á 3. hæð í þríbýlishúsi. Inngangur sameiginlegur með 2. hæð. Verð 5.000.000,- Hafnarstræti 4: 176 m2 4ra her- berjga íbúð á 3. hæð. Einnig 116,8 m2 5 herbergja íbúð á 2. hæð. Sex milljón króna Húsbréf fylgja. Æskilegt er að íbúðirnar seljist saman. Verð 10.800.000,- Tangagata 20:70 m2 4ra herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. íbúðin er lausstrax. Verð4.400.000,- Fjarðarstræti 38: 130 m2 5 her- bergja íbúð á tveimur hæðum í þríbýlishúsi. Skipti á minni eign möguleg. Verð 6.500.000,- Pólgata 5A: 121 m2 4-5 herbergja íbúð á neðri hæð í þríbýlishúsi ásamt bílskúr. Skipti á ódýrari eign mögu- leg. Verð 6.000.000,- 3ja herbergja (búðir Stórholt 11: 80 m2 íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Verð 6.900.000,-. Urðarvegur 78: 93,8 m2 íbúð á 2. hæð til vinstri í fjölbýlishúsi. Verð 7.100.00,- Aðalstræti 26a:116 m2 íbúð á efri hæð í þríbýlishúsi.. Verð 2.500.00,- Aöalstræti 15: 90 m2 íbúð á efri hæð norðurenda í fjórbýlishúsi. sér inngangur. Verð 3.200.000,- Stórholt 7: 76 m2 íbúð á 2. hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi. Verð 4.500.000,- Stórholt 11:72,6 m2 íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. íbúðin er laus strax. Verð 4.500.000,- Seljalandsvegur 52:64m2íbúðá efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt rúm- góðu rislofti yfir allri íbúðinni. Verð 3.700.000,- Hliðarvegur 33: 80 m2 íbúð á neðri hæð í fjórbýlishúsi ásamt bílskúr. Tilboð óskast. 2ja herbergja íbúðir Seljalandsvegur 52: 64 m2 2ja herbergja íbúð á neðri hæð í tví- býlishúsi. Verð 2.200.000,- Sundstræti 25: 52 m2 2-3ja her- bergja íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi (aukaherbergi í kjall- ara). Verð 2.000.000,- Urðarvegur 80: 55,4 m2 íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi. Verð 4.600.000,- Túngata 13: 57,1 m2 íbúð í kjallara í þríbýlishúsi. Verð 2.200.000,- Hlíf II, Torfnesi: 50 m2 íbúð á jarðhæð í Dvalarheimili aldraðra. Verð 6.200.000,- Seljalandsvegur 84a: 85m2 einbýlishús á einni hæð. Endurbyggt 1992. Verð: 6.900.000,- Engar landanlr álsallrði ísafjarðarhöfn var þétt setin skipum og bátum í síðustu viku, en á þriðja tug skipa leituðu þar vars fyrir því aftakaveðri sem gekk yfir landið. Flest skipin héldu til veiða síðast- liðinn föstudag og því voru engar landanir á Isafirði síðustu vikuna. Páll Helgi með 3,4 tonn I Bolungarvík setti óveðrið að sjálfsögðu strik í afla- reikninginn, líkt og annars staðar. I síðustu viku lönduðu tveir línubátar, samtals 4,4 tonnum ítveimurróðrum. Guð- ný var aflahærri báturinn, með 3,1 tonn í einum róðri. Þá landaði einn dragnótarbátur, Páll Helgi, 3,4 tonnum úr einurn róðri. Þann 22. október landaði Heiðrún 19,2 tonnum af rækju í Bolungarvík, og sama dag landaði Súlan 14,7 tonnum. Daginn eftir landaði Hafberg 5,6 tonnum af rækju. Rækjubátarnir eru að veiðum og eru væntanlegir til hafnar á fimmtudag eða föstudag. 34 tonn a! rækju í Súðavík Rækjuskipin Kofri og Haf- fari frá Súðavík lönduðu á ntánudag í síðustu viku, sam- tals 34 tonnum, og héldu ekki til veiða á ný fyrr en á föstu- daginn var. Bæði skipin eru væntanleg til lands síðari hluta vikunnar Léttaþurfti Guðkjörgina Eins og greint var frá hér í blaðinu, hélt frystitogarinn Guðbjörg áleiðis til Akureyrar fyrir stuttu, þar sem fram fer svokölluð ársskoðun á skipinu. Áður en skipið var tekið upp í hina nýju flotkví þeirra Akur- eyringa, þurfti að létta skipið um 150 tonn, þar sent lyftigeta kvíarinnar er um 5.000 tonn. Guðbjörgin er um 64 að lengd og þykir óvenju stutt miðað við þyngd. Reyndist Guðbjörgin vera 2.850 tonn að þyngd þegar búið var að taka niður hlera, togvíra, veiðarfæri og annað, samtals um 150 tonn. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 17

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.