Víðförli - 15.01.1983, Page 3

Víðförli - 15.01.1983, Page 3
Hví skiptir Edrkjan sér ekki af kjörum verka- fólks? Þessi spurning hefur legið mér á hjarta svo lengi sem ég hef hugleitt og látið mig varða kjör verkafólks. Ég hef ekki síst hugleitt þessa spurn- ingu vegna þess að í sumum þjóðfélög- um hefur skorist í odda með kirkjunni og verkalýðshreyfingunni og því haldið fram að kirkjan hafi gengið á mála hjá auðvaldinu gegn verkalýðsstéttinni og notað trúna sem nokkurs konar ópíum fyrir fólkið til þess að láta það sætta sig við kjör sín. Það eru ekki nein ný sannindi að vald- hafar hafi notfært sér hugsjónir mann- kynsins og afvegleitt heilu þjóðirnar, hvort sem það hefur verið í nafni guðs eða annarra guðlegra hugsjóna. Þegar þessari spurningu er beint að mér og ég beðin um að svara henni, verður mér það erfiðara en ég hefði haldið. Ég hef verið trúhneigð svo lengi sem ég man eftir mér og leitað til kirkjunnar á stórum stundum í lífi mínu í gleði og sorg. Siðfræði kristindómsins hef ég oft þóst geta rökrætt við Pétur og Pál, en þegar kemur að hinu dulda, þá verður minna um svör. En eins og oft áður hafa skáldin létt undir með mér. Einar Bene- diktsson segir í einu kvæða sinna: „Hugann grunar, hjartað finnur lögin.// Heilinn greinir skemmra en nemur taugin". Og hann segir annarsstaðar: „Musteri guðs eru hjörtun sem trúa/ /þó hafi þau ei yfir höfði þak“. Við þurfum ekki lengi að fletta spjöld- um sögunnar til þess að sjá að kirkjan hefur drottnað yfir alþýðu manna, verið voldug á veraldar vísu. Ég hef það eftir öldruðum presti sem lét þau orð falla að það gæti verið að kirkja og kristindómur væri ekki það sama. Hefur kirkjan þá einhversstaðar orðið viðskila við sitt fólk, ekki látið sig varða hin ytri kjör alþýðunnar, orðið valdhöfum að bráð? Alla vega virðist vanta þann trúnað sem þarf að vera, til þess að alþýða manna treysti kirkjunni til þess að verja sinn málstað. Hver maður, og ekki síst prestar, verða með lífi sínu og starfi að lifa hugsjónir sínar og trú sína. Annars er eKkert mark tekið á þeim. Nokkru fyrir jól las ég í dagblaði af- mælisviðtal við sjötuga konu, þar segir sem hún meðal annars frá því er hún var í vist í húsi kaupmannsins. Þetta voru mestu sæmdarhjón, henni leið þar vel. Þetta var ríkmannlegasta fjölskyldan í þorpinu. En eitt gat hún aldrei sætt sig við. Fyrir hver jól var hún send með glaðning úr kaupmannshúsinu til snauðra í þorpinu. Þetta fólk var útslitið af langvarandi þrældómi, en hafði samt ekki efni á að kaupa sér jólaglaðning. í þessu fann hún óréttlætið og fór að hugleiða á hvern hátt hún gæti lagt sitt lóð á vogarskálarnar, réttlætismegin. Hún tók sér stöðu með verkafólki. Sá prestur sem tekur afdráttarlausa afstöðu með lægstu stéttum þjóðfélags- ins, hlýtur ekki virðingu eða vinsældir góðborgaranna, né valdhafanna, og dæmi er um að þeir prestar sem það hafa gert hafa verið afhrópaðir og í sumum tilvikum ofsóttir og jafnvel drepnir. Auðvitað er þetta í hróplegri mótsögn við siðfræði kristindómsins, allar sagnir um líf og starf Jesús Krists, dæmisög- urnar, prédikanir hans, vitna um sam- stöðu hans með verkamönnum, með þeim sem bjuggu við verst kjör, minnst öryggi, nutu minnstrar virðingar innan samfélagsins. Jesús var sonurtrésmiðs, postularnir allir úr verkalýðsstétt, og hann hélt sig mest meðal snauðra. Hver þekkir ekki söguna um unga ríka mann- inn sem kom til Jesús og spurði hann hvað hann ætti að gera til þess að eign- ast eilíft líf. Það var aðeins eitt sem hann vantaði. Hann átti að selja allar eigur sínar og gefa fátækum. Eða þegar Jesús hreinsaði musterið af víxlurum og öðr- um þeim sem þar voru að versla. Bjarnfríður Leósdóttir varamaður í miðstjórn Alþýðusambands íslands. Á vegum alkirkjuráðsins komu hing- að til lands sl. haust þriggja manna hópur. í þessum hópi var þýsk kona sem í heimalandi sínu hafði starfað lengi að preststörfum í verkalýðshreyfingunni. Meðal annars fór hún að skoða frystihús og þótti starfsaðstaða kvenna svona og svona, og hún hafði orð á því að það væri ekki sannfærandi að prédika guðsorð yfir bakveikri verkakonu ef kirkjan gerði ekkert til þess að bæta aðstöðu hennar og hún bætti því við að ekki ætti hún svo styrka rödd á málþingum þjóð- anna. Það fór ekki mikið fyrir þessari heimsókn og ekki hafði ég séð þessara orða prestsins nokkursstaðar getið, fyrr en í Víðförla. Nú er í tísku að stjórnmálamenn haldi vinnustaðafundi til þess að kynna sjón- armið sín og þá trúlega um leið að kynna sér aðstöðu og kjör þessa fólks sem þeir eru að heimsækja. Ég trúi því að það gæti haft áhrif til hins betra ef sóknar- prestar kæmu inn á vinnustaði og sæju sóknarbörnin við störf sín í dagsins önn. Það er víða pottur brotinn hvað varðar vinnuaðstöðu verkafólks. Það er ekki aðeins að konur t.d. standi á köldu, blautu steingólfi í gúmmístígvélum all- an daginn, það er hægt að sjá konur sanda kengbognar yfir stórum saltfisk- körum í kulda og trekk og drösla upp níðþungum gegnvotum fiski upp úr saltpækli. Sumsstaðar er andrúmsloftið mettað stybbu af vélum sem eru í gangi inni í húsum. Það er yfirleitt ekki malað undir verkafólk og rödd þess er ekki mjög hávær. Kirkjan hefur tekið afstöðu með friðar- hreyfingum víðsvegar um heiminn, og sumsstaðar hefur það kostað líf starfs- manna kirkjunnar þar sem þeir hafa tek- ið svari þeirra sem minna mega sín. Enn vitna ég í það sem vitrir menn hafa sagt. „Réttlæti er forsenda friðar. Friður byggist á réttlæti". Ég trúi því ekki að neinn verði betri maður af því að líða skort, og svo mikið er víst að allar tölur yfir þá sem verða undir eða misfar- ast í þjóðfélaginu á einn eða annan hátt sýna að þetta er flest fátækt fólk og hef- ur minnsta menntun. Þetta eru stað- reyndir sem ekki má horfa fram- hjá. Þetta er auðvitað á ábyrgð allra og ekkert síður þeirra sem hafa betra og fegurra mannlíf að hugsjón og trúa á líf- ið þessa heims og annars. Allar styrjaldir eru barátta um völdin yfir auðæfum þessarar jarðar í hvaða mynd sem þær birtast. Við segjum að ábyrgð valdhafa sé mikil í þessum vit- firrta heimi, þar sem völdin virðast munu kosta tortímingu jarðarinnar, en ábyrgð verkafólks er líka mikil. Það er ekki sama hvort hönd mín stjórnar plógi til ræktunar eða hún er á færibandi til framleiðslu morðtóla. Vegur réttlætisins er vandrataður, það sjáum við ef grant er skoðað. Margt það sem maður taldi horfa til réttlætis, hefur snúist í mótsögn sína, og ég veit að svör mín við spurningunni, hví skiptir kirkjan sér ekki af kjörum verkafólks, munu léttvæg fundinn, þess vegna ætla ég að enda á orðum Páls postula í Gal- atabréfi 13-14 versi. „Því að þér voruð bræður kallaðir til frelsis, notið aðeins ekki frelsið til færis fyrir holdið, heldur þjónið hver öðrum í kærleika. Þvi að allt lögmálið er uppfyllt með þessu eina orði: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“. (En ef að þér bítist og etið hver annan upp þá gætið þess að þér tortímið ekki hver fyrir öðrum".). Bjarnfríður Leósdóttir Stillholti 13 Akranesi. í J VTÐFÖRU-3

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.