Víðförli - 15.01.1983, Side 4

Víðförli - 15.01.1983, Side 4
Kirkjan og tónlistin: JPað er svo margt skemmtilegt að Það hefir áreiðanlega ekki farið fram hjá neinum, hve mjög það hefir færst í vöxt upp á síðkastið, að tónlist af ýmsu tagi sé flutt við messugerð í kirkjum a.m.k. hér í höfuðborginni. Ekki má skilja orð mín svo, að tónlistin hafi ekki átt upp á pallborðið hjá kirkjunni og kirkjunnar mönnum, því fer fjarri, orðið kirkjutón- list segir nokkuð um það samstarf og minna má á, að margt af hinum fegurstu tónverkum, sem heimurinn á í fórum sínum eru til orðin fyrir kirkjuna og í kirkjunni.Naegir í því sambandi að nefna nafn meistarans mikla Johan Sebastian Bach. Þrekvirki En til skamms tíma hefir það verið svo í okkar kæra landi, að kirkjukórarnir og kirkjuorganistarnir hafa verið nær einir um allan flutning tónlistar við guðs- þjónusturnar. Þetta er gott og blessað svo langt sem það nær og margt þrek- virkið hefir verið unnið í kirkjusöng og oft við erfiðar aðstæður. En þar sem best tekst til, rísa upp stórgóðir kórar undir stjórn dugmikilla manna og flytja borg- urunum hvert stórverkið úr heimi tón- bókmenntanna á fætur öðru. í fersku minni eru „Hita-tónleikar“ kórs Lang- holtskirkju, og flutningar sama kórs á Jólaóratoríu J.S.Bachs allri eins og hún lagði sig og þurfti tvö kvöld til nú um áramótin. Ýmsir aðrir kirkjukórar hafa gert sitt til þess að kynna og flytja fagra tónlist bæði í guðsþjónustum og á sér- stökum tónleikum. Nýr organisti í Hall- grímskirkju hefir blásið lífi í tónhstar- starfið þar með stofnum mótettukórs og barnakórs og svona mætti lengi telja. Öllu þessu ber að fagna, og fólkið sem vinnur þessi störf þarf að vita að borg- arnir kunna vel að meta að vandað er til söngs í kirkjunum okkar og gleðst, þeg- ar vel tekst þótt ekki sé alltaf hægt að sýna það. Hátíðahljómar En nú hefir kirkjan boðið hljóðfæraleikn- um inn til sín og beðið um samvinnu, og þetta merkilega framtak forsvarsmanna kirkjutónlistarinnar hefir vakið verð- skuldaða athygli og alveg sérstaklega nú um hátíðarnar. Margskonar tónlistarflutningur, allt frá einleik og upp í kvartetta hefir farið fram við guðs- þjónustur, auk hins hefðbundna söngs og heyrt hefi ég hljóðfæri taka undir með orgelinu og kirkjukórnum og varð mikill hátíðahljómur af. Ýmsir eru hræddir við að hleypa of mikilli tónlist inn í kirkjuna, en ég held að það sé óþarfa hræðsla. Falleg tónlist hlýtur að vera af hinu góða og Guði þóknanlegt. Sagði ekki Joseph Haydn einhvern tíma á átjándu öldinni, þegar hann hafði samið eitthvert létt og fallegt verk fyrir messu í kirkjunni, að það væri glaðlegt vegna þess, að í hvert sinn og hann hugsaði um Guð, fylltist hjarta hans gleði? Tónlist og kirkja eiga samleið Því meir sem kirkjan og kirkjunnar fólk gerir af því að laða til sín fagra tónlist og góðan hljóðfæraleik, því betra, og kannske nær boðskapurinn eyrum ein- hverra sem ella hefðu setið heima. Tón- listin og kirkjan eiga samleið og geta styrkt hvort annað og í raun réttri ekki án hvors annars verið. Nú er vaxandi skilningur á því , hve mikilvægt er að kirkja sé þannig búin að hægt sé að flytja margs konar tónlist innan veggja hennar. Bústaðakirkja hér í borg er sú kirkja, sem undirrituð hefir hvað oftast hlýtt á góða tónlist. Þar er gott að koma og gott að sitja og þar hljómar vel bæði söngur og hljóðfæraleikur. Þegar kirkja Anna Snorradóttir. getur, auk þess að sinna sínu hefð- bundna hlutverki, þjónað sem tónleika- hús, er vel farið og öll aukin tónlist í messugerðinni sjálfri er tvímælalaust af hinu góða og ber að fagna hverju því framtaki, auknum áhuga og skilningi sem hnígur í þessa átt. Söngurinn Um almennan söng í kirkjunni mætti skrifa langt mál. Ég ólst upp við mikinn söng og foreldrar mínir tóku bæði þátt í kórstarfi og sáu um kirkjusöng um langt árabil á Flateyri, en þá var engin kirkja í þorpinu og oft notast við barnaskólann til guðsþjónustu, en kirkjan var að Holti í Önundarfirði. Þessi mikli söngur varð til þess að ég lærði einhver ósköp af sálmalögum og sálmum og hefi alla tíð verið þáttlát fyrir það. Við vöndumst einnig á að syngja með við messuna og það þótti alveg sjálfsagt. En hvað á að gera þegar kirkjukórinn syngur hvað best? Á að skemma fyrir áheyrendum með því að fara að reyna að fylgjast með? Þetta er vaxandi vandamál finnst mér, og það sem fælir fólk frá að syngja með í messunni er það að megnið af sálmunum er raddsett alltof hátt. Menn springja á efstu tónunum, reyna að syngja áttund neðar og allt verður þetta hið vandræðalegasta væl. Það mætti kannski hugsa sér að hluti sálmanna væri ætlaður fyrir kirkjugesti og svo syngi kórinn einhver fallega æfð verk fyrir okkur hin til að hlusta á. En al- mennur söngur verður aldrei í kirkjum okkar fyrr en einhver góður maður tekur sig til og lækkar a.m.k. langflesta þeirra sálma sem sungnir eru við venjulegar guðsþjónustur. Ég hefi verið við guðs- þjónustur erlendis þar sem enginn kór var en allir sungu með orgelinu. Það var mikil upplifun og ógleymanlegt. En kirkjukórarnir mega að sjálfsögðu ekki missa sig, það þarf að finna einhvern milliveg til þess að almennur söngur verði að veruleika, því að án hans hefir kirkjugesturinn ekki verið í kirkju nema að hálfu. Anna Snorradóttir 4 - VÍÐFÖKLI l *

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.