Víðförli - 15.01.1983, Page 8
Skólaspil frá
Æfríku
Hér á íslandi fara öll börn í
skóla. Það þykir alveg
sjálfsagt. En þannig er það
ekki allsstaðar. í Afríku eru
það forréttindi að ganga í
skóla. Margir hinna fullorðnu
kunna ekki að lesa, hvað þá
börnin. Ef við tökum 100
börn sem fæðast í Afríku,
kemur í ljós að líklega munu
21 þeirra deyja áður en þau
ná skólaaldri, og 41 þeirra
byrja aldrei í skólanum, en af
þeim sem byrja eru líklega
aðeins 10 sem ljúka skóla-
námi.
Hér er leikur sem kennir
okkur sitthvað um skóla-
göngu í Afríku auk þess sem
hann er spennandi. 3-8 geta
tekið þátt í leiknum, hver
hefur sinn mola sem hann
færir eftir númerum, eftir þvi
sem teningskastið segir til
um.
3. Þú deyrð áður ern þú
nærð skólaaldri. Hættu leikn-
um.
5. Þú verður að passa litla
bróður þinn og verður að
bíða í nokkur ár með að byrja
í skóla. Bíður tvær umferðir.
6. Pabbi þinn er atvinnu-
laus. Þú verður að vinna til að
fjölskyldan fái að borða. Þú
ferð því aldrei í skóla. Hættu
leiknum.
8. Ef þú ert stúlka verður
þú að hætta leiknum. Fjöl-
skyldu þinni finnst að stúlkur
þurfi ekki að fara í skóla.
25
23
22
20
19
26
25. Þú hefur verið heppinn.
Þú hefur lokið 6. bekk en hef-
ur hinsvegar ekki fengið
nógu góðar einkunnir til þess
að halda áfram, því aðeins er
pláss fyrir fáa í 7. bekk. Þú
hættir leiknum.
21. Þú hefur gengið í skóla í
4 ár. Foreldarar þínir hafa
ekki ráð á að kosta þig
lengur, því að yngri systkini
þín þurfa að komast í skóla
líka. Þú hættir leiknum.
17
18. Nú hefur þú gengið i
skóla í þrjú ár. Ef þú ert
stúlka, verðurðu að hætta í
skólanum, þú átt að„ gæta
yngri systkina þinna. Þú*
hættir leiknum ef þú ert
stúlka.
28
.30
31
9. Þú ert svo heppinn að fá
pláss í skóla. Færðu þig fram
um þrjá reiti.
16
10
11
12. Þú býrð 10 km. frá skól-
anum og verður að fara þang-
að gangandi, því að það er
enginn skólabíll. Færðu þig
tvo reiti afturá bak.
14
15. Þú hefur ekki peninga til
þess að kaupa þér nýjan
blýant. Þú ferð og safnar eldi-
viði og selur, til þess að eign-
ast hann. Bíður eina umferð.
13. Það eru 56 börn í bekk-
num þínum. Það er ekki auð-
velt að fylgjast með í tímun-
um þegar börnin eru svo
mörg og aðeins einn kennari.
Þú bíður eina umferð.
[NARt
27. Foreldrar þínir krefjast
þess að þú farir að vinna, því
að nú hefurðu verið 6 ár í
skóla. Kannske færðu að fara
aftur í skólann eftir nokkur
ár. Þú bíður þrjár umferðir.
29. Þú tekur próf til þess að
reyna að komast inn í
menntaskóla. Kastaðu ten-
ingnum aftur, ef hann sýnir
2, 4 eða 6 kemstu inn, annars
verðurðu að hætta leiknum.
32. Þú verður að vinna eftir
skólann á daginn til þess að
hafa fyrir kostnaðinum, og
tefst við það. Þú ferð afturá
bak um tvo reiti.
33. Þú hefur lokið mennta-
skólanum. Þið eruð aðeins
örfá af þeim sem byrjuðuð í 1.
bekk. Þér gengur vel og þú
vilt verða verkfræðingur.
34. Það er ekki pláss fyrir
alla sem vilja sækja háskól-
ann. Kastaðu teningnum. Ef
þú færð 6, færðu skólavist, ef
þú færð 5 verðurðu að bíða
tvær umferðir, ef þú færð 4
eða lægra verðurðu að hætta
leiknum.
36. Þú hefur lokið háskóla-
náminu, en það er ekki starf
handa öllum sem ljúka því.
Kastaðu teningnum. Ef 5 eða
6 kemur upp, færðu starf ef 3
eða 4 koma upp, verðurðu að
leita að starfi erlendis og
kemur ekki aftur og hættir
þar með leiknum, ef 1 eða 2
koma upp, þú ert atvinnu-
laus og verður að hætta
leiknum.
38. Þú hefur fengið góða
menntun og gott starf. Eru
það ekki fáir sem eru jafn
heppnir og þú.
8 — VÍÐFÖRU: