Víðförli - 15.01.1983, Side 14

Víðförli - 15.01.1983, Side 14
L J * O s A KROSSAR Bót eda böl? Víða um land hafa kirkjuvinir gefið ljósakross til kirkju sinnar gjarnan sem minningargjöf um kæran ástvin. Hefur mönnum þótt gott að sjá bjartan krossinn lýsa í myrkrum og þótt það táknrænt að kirkjan lýsti þannig veg. En það eru fleiri fletir á þessu máli. Ný andlit í kirkju á Neskaupstað Það er fljótt að skila sér í safnaðarstarf- inu þegar námskeið eru haldin á heima- slóðum, segir séra Svavar Stefánsson, á Neskaupstað. 4 fullorðnir, þau Þröstur Einarsson, verkstjóri, Ása Karlsdóttir, skrifstofumaður, Guðrún Björnsdóttir, fóstra og Hilmar Símonarson, málari, vinna nú við barnastarf kirkjunnar auk séra Svavars, og sóttu þau mjög gagn- legt og skemmtilegt námskeið Æsku- lýðsstarfs kirkjunnar sem haldið var í haust. „Börnin eru himinlifandi að sjá þarna önnur andlit en mitt og margar nýjar hugmyndir eru komnar til fram- kvæmda. M.a. buðu börnin skyldfólki sínu til messu á 1. sd. í aðventu og önn- uðust þau þar ýmis atriði, enda orðin kunnug messunni!' Var kirkjan þéttset- in, að sögn sóra Svavars. Umræður um friðarmál jukust og mjög í bænum eftir hressilega hugleiðingu Gerðar Óskarsdóttur, skólameistara, á aðventukvöldi í kirkjunni. Lagði hún út af því hefti Kirkjuritsins, sem fjallaði um frið á jörðu, út frá eigin forsendum. Þótti sumum fullmikið vera af pólitík í kirkj- unni en öðrum hinsvegar að menn mættu ekki vera svo uppteknir af eilífð- inni að þeir gleymdu aðstæðum heims- ins. Safnaðarheimilið sem Norðfirðingar eru að byggja verður væntanlega tekið í notkun í febrúar eða mars. Er þegar far- ið að bóka þar ýmis mannamót. Ferm- ingarbörn seldu jólakort til ágóða fyrir heimihð og fékkst þar góður stuðningur. Er þörfin brýn fyrir heimilið enda safn- aðarstarf í vexti. Nýjar kapellur í Fossvogi og í Hafnarfirði Nýlega hafa verið teknar í notkun kap- ellur við kirkjugarðana í Hafnarfirði og í Fossvogi. Eru þær fyrst og fremst ætlað- ar til bænastunda vegna kistulagninga, en einnig fyrir þær jarðarfarir þegar fáir verða viðstaddir. Kapellan í Fossvogi er í útbyggingu Fossvogskirkju. Þar hefur undanfarið verið aðeins ein kapella í notkun auk kirkjunnar sjálfrar og hefur verið mjög bagalegt þar sem fjöldi athafna fer þar fram daglega. Ólafur Sigurðsson teikn- aði kapelluna og er hún prýdd steindum gluggum eftir Leif Breiðfjörð. Sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur, vígði kapell- una á fyrsta sunnudegi ársins 1983. Við kirkjugarð Hafnarfjarðar hefur verið reist myndarlegt hús teiknað af Þorvaldi S. Þorvaldssyni. Auk kapell- unnar rúmar það vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn kirkjugarðanna, herbergi fyrir presta o.fl. Reyndar er gert ráð fyrir viðbyggingu síðar sem hýsa skal bæna- húsið í framtíðinni, en núverandi kap- ella er í bráðabirgðahúsnæði í bygging- unni. Séra Bragi Friðriksson, prófastur, vígði kapelluna. Öryggishliðin Rafmagnseftirhtið hefur lengi haft áhyggjur af ljósakrossunum og nýverið hefur Óskar Hallgrímsson frá Raf- magnseftirliti ríkisins komið á Biskups- stofu og leitað eftir samstarfi við kirkju- stofnanir til þess að koma í veg fyrir lé- legan búnað og frágang neonljóskrossa á kirkjum, sem víða er hættulegur. Biskupsstofa vísaði málinu til kirkjulist- arnefndar. Jóhannes Kjarval arkitekt, einn nefndarmanna, átti viðræður við raf- magnseftirhtsmenn og hann segir svo frá: „í viðræðunum lýstu þeir hættum í sambandi við rafbúnað kirkna almennt, sem stafar sérstaklega af stopuhi notk- un þeirra, t.d. brúa flugur fasa og mýs vilja gera sér hreiður í raflagnagöngum. Raflagnir eru iðulega gamlar með tjöru- einangrun, sem er úr sér gengin. Raf- lagnir eru yfirleitt lagðar þannig að þær sjást ekki, s.s. undir hvelfingum, bak við sperrur og í loftum þar sem kuldaskila gætir mikið. Ljósaútbúnaður er víða gamall og úr sér genginn. Viðhald krossa er mjög dýrt og vilja þeir oft bila. Sama er að segja um klukknaspil. Raf- magnseftirlitsmenn fóru þess á leit að Kirkjulistarnefnd sendi bréf til sóknar- nefnda varðandi þetta efni. Útlitið Kirkjulistarnefnd hefur margoft fjallað um ljósakrossa á fundum sínum og hef- ur verið ítrekað á það bent, að ljósa- krossar eru víða til mikilla lýta á kirkjum. Eru þeir oftlega of stórir eða falla ekki að byggingarlagi kirkjunnar og raskar þannig hlutföllum á annars fahegri byggingu. Ef ennfremur er um lélega framleiðslu og frágang að ræða, er nefndin eindreg- ið sammála um að stöðva ætti notkun krossanna. Sama gilti um lélegan raf- magnsbúnað við kirkjuklukkur, þar þyrfti tafarlaust að bæta úr. Lýstu nefnd- armenn fullum stuðningi við aðgerðir Rafmagnseftirlits ríkisis í þessu máli. Kirkjuhstarnefnd mun fylgja þessu máh eftir og mun skrifa sóknarnefndum. Er mikU ástæða að kanna þessi mál vel á hverjum stað. Hætta er á veruleg- um skaða ef eldur brytist út af völdum lélegs rafmagnsbúnaðar. Annarsvegar eru margar kirkjur eftirhtshtlar dögum saman og hinsvegar er þar oft mikiU mannfjöldi samankominn. Klukkur og klukkuspil Ýmsir söfnuðir munu hafa hug á að afla kirkjum sínum nýrra klukkna, en það hefur löngum gengið erfiðlega. Bú- staðakirkja í Reykjavík mun í vor taka í notkun veglegar klukkur og klukkuspU. Hefur Ottó Michelsen safnaðarfulltrúi annast útvegun þessara muna og hefur hann því viðað að sér margvíslegum upplýsingum um útvegun, innflutning og öryggisbúnað þeirra. Hefur Ottó góð- fúslega lofað að miðla þeim upplýsing- um til þeirra er áhuga hefðu. * Á 14- VÍÐFÖKLI,

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.