Víðförli - 15.07.1985, Blaðsíða 2

Víðförli - 15.07.1985, Blaðsíða 2
Frá boröi biskups: EKKI SPEGILMYMD HELDUR SALT OG LJÓS í boðskap 7. heimsþings lútherska heimssambandsins segir m.a.: ,,Við fögnum hverju tækifæri, sem gefst til þess að boða fagnaðarerindið af frjáls- um vilja. Við þjáumst með þeim, sem eru hindraðir í því. Við erum ekki kölluð til þess að vera spegilmynd af þjóðfélagi okkar, heldur til þess að vera salt og Ijós." Þetta atriði i yfirlýsingu lúth- ersku kirkjunnar hefur snortið mig sérstaklega. Mér finnst hér komið að kjarna málsins í hlut- verki kirkjunnar nú á dögum, eins og reyndar alltaf áður. Er við skoðum þetta sannmæli í ljósi sögunnar, þá sjáum við hvernig kristni ruddi sér braut allt frá upphafi til þess að vera salt og ljós í lífi manna og á vegum þeirra. En hitt er jafn- ljóst að það kostaði oft mikla baráttu að vera kristinn. Það Útgefandi: Útgáfan Skálholt, Klapp- arstig 27, Reykjavík, sími 91-21386 Ritstjóri: sr. Bernharður Quðmundsson, sími 91-12640 Ritstjórn: Quðjón Sverrisson, Hróbjartur Árnason, Jóhannes Tómas- son, sr. Solveig Lára Quð- mundsdóttir, sr. Örn Bárður Jónsson Setning og umbrot: Prentstofa Skálholts Prentun: Dagsprent, Akureyri var ekki alltaf auðvelt að varð- veita það í hjarta sínu, er gaf lífinu gildi, góðleikann, réttlæti og miskunnsemi. hað gat jafn- vel kostað ofsóknir og dauða að ákalla nafn Jesú og fylgja fram boðskap hans um fórn- andi kærleika sem leiðina, veg- inn til lífsins og eilífðarinnar. Þannig varð til saga píslar- vottanna á fyrstu öldum kristn- innar. Þeirri sögu er ekki lokið. En reynslan varð sú, að ,,blóð píslarvottanna varð besta út- sæði kirkjunnar" eins og sagt er í kristnisögu þeirri, sem eg kenndi í áratugi. Kristin kirkja varð sterkari og áhrifameiri i hverri raun, sem glíma þurfti við. hví að ,,gull prófast í eldi og guðhræddir menn í nauð- um" (Síraksbók). Kirkjan hefur á öllum tíma sama hlutverk. flafi það áöur verið hlutskipti hennar að vera salt og ijós i lífi manna, þá er svo vissulega á okkar tímum. — Heimurinn gerir allt annað í dag en að varðveita hin óhagg- anlegu lífsgildi, sem renna stoöum undir réttlátt og frið- sælt þjóðfélag. Það er engu lík- ara en „mannkynsmorðinginn nú magni fjandskap sinn" — eins og segir i Lútherssálmin- um. Á þeirri miklu öld tækni og vísinda, sem við lifum, þar sem öryggi ætti að hafa vaxið að sama skapi, — er óöryggið aldrei meira, og maöurinn hvergi óhultur vegna skemmd- arstarfsemi og hryðjuverka. Herra Pétur Sigurgeirsson í dag er það kristin kirkja, sem gengur fram fyrir skjöldu til þess að bjarga heiminum frá voða tortímingar. Fyrir það er hún ofsótt af þeim öflum, sem telja að enn sé ráðlegast að auka vígbúnaðinn. Leiðin til gagnkvæmrar afvopnunar, sem er eina leiðin til friðar, kemur ekki fyrr en menn eign- ast traust hver á öðrum. Það traust vantar, — og það kemur ekki fyrr en menn finna til ábyrgðar gagnvart þeim Guði, sem skapaði heiminn og elskar hann. ,,Stríö eða vald getur aldrei leyst deilu Araba og ísra- elsmanna," sagði Sadat forseti Egyptalands. Það sannast áþreifanlega dag frá degi. Hið sama gildir um deilur annarra þjóða. í dag er kirkjan að sameina krafta sína til hjálpar hinum hungruðu og nauðstöddu í heiminum, og gengur þar einn- ig fram fyrir skjöldu. í byrjun des. sl. las eg það i leiðara danska blaðsins Politiken, hvernig kirkjan hefði brugðist við á undan öðrum til að bjarga fólki á þurrkasvæðunum í Eþíópíu. Sannleikurinn er sá, að heimurinn hefur annað að gera en lækna sár og þerra tár og kveikja Ijós vonarinnar. En það er og verður hlutverk kirkj- unnar hvernig sem á móti blæs. Pétur Sigurgeirsson. 2 - VÍÐFÖRLI t

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.