Víðförli - 15.07.1985, Qupperneq 7

Víðförli - 15.07.1985, Qupperneq 7
Hvaö er til ráöa? Það má fylgja fordæmi Jesú hér sem annars staðar. Hann hvíldist þegar hann var þreytt- ur, sendi frá sér mannfjöldann, átti nána samveru með litlum stuðningshóp þeirra sem hann gat treyst, hann átti kyrrðar- stundir, bænastundir. Sama gildir um þjóna hans nú, þeir eru kallaðir til þjón- ustu sem heilir menn. Það felur í sér að þeir taka tíma til þess að hlynna að heilsu sinni, rækta tengsl við vini og byggja upp andlegt líf sitt. Þeir verða að læra að segja nei, og átta sig á hvers vegna þeir hafa sífellt sagt já við beiðnum sem voru þeim raunverulega um megn. Hér er um guðfræði sjálfsum- hyggjunnar að ræöa. Trúarlífið er undirstaðan í baráttunni við útbrunann. En oftlega gefst prestum ekki nægjanlegt tóm til að sinna eigin innra lífi. Krafan um að ljúka öðru í þágu safnaðarins tekur gjarnan forganginn. Lítill stuðningshópur sem biður saman er óendanlega mikils virði fyrir prestinn. Er útbruni einnig vanda- mál fyrir leikmenn í kirkjulegu starfi? Svo sannarlega, og af sömu ástæðum sem prestar brenna út. Of mikið að gera, of mörg viðvik sem ekki henta hæfni þeirra og áhuga, of óljósar skyldur, of margir fundir, of mörg kvöld í burtu frá fjöl- skyldunni og of lítill trúarlegur stuðningur í öllu þessu starfi. Don Freemaner er félagsráð- gjafi í þjónustu kirkjunnar. Út- bruni hans lýsti sér í alvarlegu þunglyndi, sem tók meir en ársmeðferð til þess að ráða bót á. Hann var frá störfum nær tvö ár, en sótti allar guðsþjónustur safnaðar síns á meðan. „Þegar ég féll saman, var ekki meginhjálpin fólgin í lyfja- meðferðinni ekki í geðlækning- unni eða sjálfshjálpinni. Hjálp mín fólst í því að lesa Ritning- una. Þá varð ég fær um að trúa á fyrirgefningu Quðs, og skilja að Quð hefur endanlega ábyrgð gagnvart allri sköpun sinni, og þá skildist mér loksins hvað fólst í orðunum samúð og um- hyggja. Þá létti mér og leiðin hófst upp úr myrkrunum. Rirkj- an býr yfir sérstökum náðar- gáfum til lækningar. Hún ætti að nota þær!" í fréttum________________ Handbók í öldrunarþjón- ustu í samningu Ellimálanefnd Þjóðkirkjunn- ar vinnur nú að gerð handbók- ar fyrir það starfsfólk safnað- anna sem vinnur við öldrunar- þjónustu. Sr. Sigurður H. Quðmundsson hefur skipulagt það verkefni. Félagsstarf aldraðra, sérílagi hin svonefndu opnu hús, hefur eflst mjög hin síðari ár, bæði að umsvifum og þátttöku. „Hins vegar verður alltaf að fara rólega af staö og fæla fólk ekki frá, það er eðlilega gagn- rýnið á slíka starfsemi til að byrja með" sagði formaður nefndarinnar sr. Sigfinnur Þor- leifsson. Hann sagði og að nefndin teldi nauðsynlegt að efla mjög alla fræðslu og þjálf- un sem tengist þjónustu við aldraða, t.d. væri æskilegt að koma á námskeiðum við guð- fræðideild háskólans til þess að undirbúa verðandi presta undir þetta mikilvæga starf. Lúterskir Trakkar heim- sækja ísland. Hópur ungs fólks frá lútersku kirkjunni í Elsass í Frakklandi hefur boðað komu sína til ís- lands i sumar. Hópurinn mun ferðast um landið á eigin veg- um. Ferðin stendur frá 6. júlí til 8. ágúst. Hún hefst í Reykjavík, liggur um Snæfellsnes og norð- ur í land og svo hringinn í kringum landið. Fararstjórar hafa óskað eftir þvi að fá að hafa samband við presta og kirkjufólk á ferð sinni, til að hópurinn kynnist lúterskri kirkju á íslandi. Óskir þeirra eru ekki aðrar en þær að hitta fólk að máli. Þeir munu því hugsanlega banka upp á hjá prestum á leið sinni. Yrsa Þórð- ardóttir guðfræðinemi, sem starfar við kirkjustarf á Vestfjörðum í sumar, með að- setri í prestssetrinu Bolungar- vík, mun hafa samband við hópinn og gefa upplýsingar um hann, ef einhverjir meðal presta og kirkjufólks óska. RIÐJUD MIÐVIKUD FIMMTUD 3 / /iPs tbZx n •* /7« £>icJ. 6/«*-j . A V 'ffli ía*A.ikM^> 17, 18«? M teþuAUa. J4/A U'onz 24 /tffe /7^A (25/t' ■2? ^^«1* fluvÆiA **/ 31 V * VÍÐFÖRLI - 7

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.