Víðförli - 15.07.1985, Síða 14

Víðförli - 15.07.1985, Síða 14
SUMARSTARF Nokkrir söfnuöir hafa breytt messu- tima sumarsins til kl. 10 á sunnu- dagsmorgnum, til þess að auðvelda fólki að njóta bæði helgihalds og Æskulýðsmót á Hólum ÉQ VIL STARFA FYRIR HANN er yfirskrift æskulýðsmóts, sem verður að Hólum í Hjaltadal 30. ágúst til 1. september n.k. Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar stendur fyrir mótinu og er markmið þess að vekja áhuga ungs fólks á því að starfa fyrir kirkju sína, í sínum söfnuði. Vænst er þátttöku ungmenna úr sem flestum söfnuðum landsins, bæði þar sem æsku- lýðsfélög eru starfandi, en ekki síður frá þeim stöðum þar sem æskulýðsfélög eru ekki starf- andi. Dagskrá er miðuð við að ungl- ingar, jafnt sem leiðtogar þeirra geti haft gagn og gaman af . Dagskráin liggur frammi á skrifstofum Æskulýðsstarfsins að Suðurgötu 22, Reykjavík, útiveru. Nú er að sjá hversu til tekst hérlendis. Myndin sýnir aðstæður í sókn einni á Jótlandi eins og prest- urinn þar, séra Björn Böje, sér þær. Kaupangi við Mýrarveg á Akur- eyri og á Reyðarfirði. Á Hólum er góð aðstaða fyrir mót sem þetta. Þar er kirkja, heimavistarskóli og sundlaug, auk fagurs landslags. Verð fyrir hvern þátttakenda er kr. 1.000,- Þátttaka tilkynnist fyrir 15. ágúst til skrifstofa Æskulýðs- starfsins, á Reyðarfiröi, s. 97-4376, á Akureyri, s. 96-24873 og í Reykjavík, s. 91-12445. Prestar heyrnarlausra þinga Á Horðurlöndunum eru 25 heyrnleysingjaprestar starf- andi. Fimm eru í Danmörku, sex í Horegi, sjö bæði í Finn- landi og Svíþjóð og einn á ís- landi, sr. Myiako Þórðarson. Þeir hittast annað hvert ár og koma saman í Reykjavík í sum- ar 28. júií — 2. águst. Umræðu- efnin koma frá öllum löndun- um fimm, frá íslandi kemur Halldóra Jónsdóttir og ræðir hvernig það sé að vera heyr- andi barn heyrandi foreldra með heyrnarvana systkinum og hópur heyrandi foreldra ræöir þær aðstæður að eiga heyrnarlaust barn. Séra Myiako skipuleggur mótið hérlendis. Kristur og okkar vandi Þessi athyglisverða yfirskrift mun móta norræna kristilega stúdentamótið sem verður haldið í Reykjavík dagana 5. til 11. ágúst í sumar. Að því standa sameiginlega kristileg stúdenta- og skólafélög á Horð- urlöndunum og sér Kristilega skólahreyfingin á íslandi um skipulagningu mótsins. Aðalefni mótsins er: Kristur og vandi okkar. Verður fjallað um ýmsan vanda sem menn eiga við að etja í daglegu lífi og afstöðu kristninnar til hans. Á dagskrá eru biblíulestrar, er- indi og hópumræður og sam- komur sem opnar eru öllum á kvöldin. Ræðumenn eru frá öll- um Horðurlöndunum og fer mótið fram á hinum ýmsu tungumálum Horðurlandanna og verður túlkað á íslensku og finnsku. Af ræðumönnum má nefna Agne Horlander og Anfin Skaaheim frá Svíþjóð og Horegi, Pekka Jokiranta frá Finnlandi, Jens Ole Christen- sen frá Danmörku auk íslend- inga. Fimmtudaginn 8. verður sérstök hópferð mótsgesta um Suðurland og aö mótinu loknu gefst hinum erlendu gestum tækifæri til að ferðast um landið. Innritun er senn lokið og hafa nærri 200 erlendir gestir skráð sig til þáttöku og stendur nú yfir innritun íslendinga. Mótið fer fram i Heskirkju og nær- liggjandi skólum. Hánari upp- lýsingar er að fá á skrifstofu Kristilegu skólahreyfing- arinnar að Freyjugötu 27 í Reykjavík. 1 A____\/ír»F-Ar> w i

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.