Víðförli - 15.07.1985, Page 8
BdRDNMBB
Það var rétt búið að borða,
þegar pabbi sagði að hann og
mamma vildu tala við báða
Krakkana. Hina og stóri bróðir
hennar, Fétur, voru nú heldur
en ekki spennt að heyra hvað
væri á seyði.
En þegar pabbi fór að tala,
heyrðu þau á rödd hans að eitt-
hvað merkilegt var í vændum.
Átti kannski að kaupa nýjan
bíl. Nei, pabbi sagði aö hann
ætti að fara í langa ferð. Það
var fínt, sagði nína, þá förum
við öll með þér.
Elsku stelpan mín, sagði
pabbi, auðvitað vildi ég að við
færum öll fjögur. En það er ekki
hægt, þetta er löng og dýr ferð,
ég verð burtu í marga mánuði
og mamma verður að passa
vinnuna sína á spítalanum og
þið krakkarnir verðið að vera í
skólanum auðvitað. Og hver
ætti þá að hugsa um Skottu
þegar hún eignast kettlingana.
nína gat ekki svarað þessu.
Hún var bæði reið og leið. Reið
yfir að fá ekki að fara með
pabba, og leið að hann skyldi
þurfa að vera svo lengi í burtu.
Svo kom gráturinn.
Pabbi tók nínu í fangið og
hvíslaði í eyra hennar.
Ég hugsa til ykkar á hverjum
degi og ætla að skrifa oft til
ykkar sem verðið heima. Skyldi
nokkur vilja skrifa bréf til mín?
Já, ég skal skrifa á hverjum
degi, flýtti nína sér að segja, og
svo skal ég teikna mynd af
Skottu með kettlingana svo að
þú sjáir þá líka.
Mamma hafði ekki sagt neitt,
en nú sagði hún: Við munum
sakna pabba mikið, en hann
kemur aftur og svo hefur hann
lofað að skrifa okkur bréf.
Munið þið eftir því hvað læri-
sveinar Jesú voru leiðir þegar
hann sagði við þá að hann
mundi yfirgefa þá? En hann
sagði að þeir yrðu ekki
einmana, því að hann mundi
senda þeim heilagan anda, sem
myndi hugga þá og hjálpa
þeim. Þannig verður það áreið-
anlega líka hjá okkur.
Svo munu bréfin frá pabba
gleðja okkur, við fáum svo
margt að hlakka til þótt það
verði ósköp tómlegt þegar
hann er farinn.
Strákur sem heitir Qarðar
samdi þessa krossgátu fyrir
Barnarabb. Þeir sem ekki
kunna að ráða krossgátur,
ættu að fylgja þessum reglum
og þá gengur allt vel:
Þegar stendur í skýringunum
t.d. Lóðrétt 6 Höfuðborg á ítal-
íu, þá finnur þú reitinn sem
merktur er 6 og þá eru væntan-
lega þrír reitir til að skrifa í þeg-
ar iitið er niðurávið. Hú, höfuð-
borgin á Ítalíu heitir Róm og þú
skrifar það orð í reitina.
Svona:
En þá vantar að fylla út hina
reitina. Þú sérð að þar stendur
talan 5 og i skýringunum
stendur kannske Lárétt 5 Með
kjöti. Pá þarftu að finna fjög-
urra stafa orð sem hefur annan
stafinn ó og er með kjöti. Datt
þér ekki í hug orðið sósa? Pá
skulum við skrifa það inn í reit-
ina frá vinstri til hægri. Það
heitir lárétt.
Pá lítur æfingin svona út og þú
ert byrjaður að ráða krossgátu.
Ef þig rekur í strand, má alltaf
spyrja einhvern fullorðinn.
Litla
krossgátan
káta
8 - VÍÐFÖRLI