Víðförli - 15.07.1985, Page 5
ALYKTANIR PRBSTASTEFNU 1985
Stefnan hófst þriðjudaginn
25. júní með skrúðgöngu
presta fra Menntaskólanum í
Reykjavík ti Dómkirkjunnar, og
tengdist þannig hinni gömlu
hefð er skólasveinar gengu
fylktu liöi til kirkju. í kirkjunni
flutti biskup yfirlitsskýrslu sína
og einnig voru þar fjögur fram-
söguerindi flutt um aðalefni
stefnunnar: Limaskýrslan.
Framsögumenn voru: dr. Einar
Sigurbjörnsson, sr. Dalla Þórð-
ardóttir, sr. Bolli Qústavsson
og sr. Heimir Steinsson. Næsta
dag unnu fundarmenn í um-
ræðuhópum og var lögð til
grundvallar drög að ályktun
sem dr. Einar hafði tekið
saman. Starfshópar skiluðu
álitsgjörðum en nefnd var
kosin til þess að vinna loka-
niðurstöðu Prestastefnunnar
um Limaskýrsluna til Kirkju-
þings sem kemur saman í
haust. í nefndina voru kosin:
Dr. Einar Sigurbjörnsson, sr.
Heimir Steinsson, sr. Sigfinnur
Porleifsson, sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir og sr.
Porbjörn Hlynur Árnason.
Kirkjueignanefnd, sem ráð-
herra skipaði fyrir nokkrum ár-
um undir forsæti dr. Páls Sig-
urðssonar lagadósents, hefur
nú skilað áliti sínu og kynnti
einna nefndarmanna, sr. Þór-
hallur Höskuldsson niðurstöð-
ur þess á Prestastefnu, auk
þess sem prestar fengu í
hendur álitið en það er á bls.
Kom fram m.a. aö 328 kirkju-
jarðir eru nú í umsjá ríkisins og
lagði nefndin fram nokkrar
hugmyndir, ekki tillögur, um
afgreiðslu þess máls. Verður
það í höndum kirkjustjórnar-
innar að fylgja því máli eftir.
Hær 90 prestar sóttu Presta-
stefnuna að þessu sinni.
Kveöja Torseta íslands til
Prestastefnu
Ég þakka hlýjar kveðjur
Prestastefnu íslands 1985.
Biskupi og prestum kirkjunnar
sendi ég hugheilar kveöjur með
óskum um gæfu og Quðs bless-
un i lífi og starfi.
Vigdis Finnbogadóttir
Kynning Limaskýrslu í
söfnuöum
Prestastefna íslands 1985
fagnar þeim áfanga til sam-
komulags sem birtist í Lima-
skýrslunni: Skírn, máltíð Drott-
ins, þjónusta og lætur í ljós von
um að árangur náist af sam-
ræðum kirknanna í samræmi
við vilja Krists: að allir séu þeir
eitt.
Vill Prestastefnan hvetja til
þess að unnið verði innan
safnaða að kynningu á skýrsl-
unni og hún sé skoðuð í Ijósi
hins lúterska arfs og notuð
sem grundvöllur fræðslufunda
um þá frumþætti kristinnar
trúar, tilbeiðslu og skipulags
sem hún fjallar um.
Efni Prestastefnu
Prestastefna íslands 1985
telur brýnt að óskir og þarfir
presta varðandi efnisval og efn-
istök á prestastefnum verði
kannaðar. Stefnan fer þess á
leit að Biskup íslands láti gera
ítarlega skriflega könnun þess-
ara atriða hið fyrsta meðal allra
þeirra sem rétt eiga til setu á
prestastefnum.
Skipan Prestastefnunnar
1986 verði í anda niðurstöðu
könnunarinnar.
Viðurkenning til Sól-
heima og Reynis Péturs
Prestastefna íslands fagnar
lofsverðu framtaki Reynis Pét-
urs Ingvarssonar og forráða-
manna Barnaheimilis Þjóð-
kirkjunnar að Sólheimum í
Grímsnesi til eflingar á starf-
semi heimilisins. Jafnframt
beinir Prestastefnan þakklæti
til þeirra mörgu sem sýnt hafa
velvilja og stuðning við upp-
byggingu þessa elsta heimilis
sinnar tegundar á íslandi.
EXPLO 1985
Prestastefnan 1985 mælir
með því að íslenska þjóðkirkj-
an taki þátt í EXPLO 1985 og
hvetur presta og kirkjufólk til
þess að styðja málið og kynna
það í söfnuðum sínum.
Prestastefnan vill beina því
til Kirkjuráðs hvort hægt sé að
ráða starfsmann til að undir-
búa og kynna EXPLO 1985 á ís-
landi. Ráðningartími verði 1.8.
1985 - 1.2. 1986.
Undir ásjónu Sveinbjarnar Egilssonar sitja prestar nútimans. Taliö frá
vinstri: Sr. Ólafur Jóbannsson skólaprestur, sr. Guömundur Óskar
Ólafsson Meskirkju, sr. Guömundur Guömundsson á Útskálum, sr. liarl
Sigurbjörnsson tiallgrimsklrkju, sr. Valgeir Ástráösson Seljasókn, sr. Örn
Eriöriksson Skútustööum, sr. Lárus Halldórsson Breiöholtssókn, sr. Jón
Bjarman fangaprestur, sr. Þórhallur Höskuldsson Akureyri, sr. Kristinn
Hóseasson lieydölum, sr. Ólafur Oddur Jónsson Keflavík.
VÍÐFÖRLI - 5