Víðförli - 15.07.1985, Qupperneq 11

Víðförli - 15.07.1985, Qupperneq 11
sýn sem ég hef um jafnrétti, aö bæði kynin fái rétt og aöstööu til þess aö sinna börnum sín- um. Þetta kallar eftir hugar- farsbreytingu, — jafnréttisbar áttan felur í sér vissa þjóðfél- agsbyltingu. En mig langar til þess að bæði faðirinn og móðir- in, ef þau eru bæði til staðar, sjái gróðann við að annast barnið sitt, svo að notað sé tungumál sem ætti að skiljast. Mú eru prestar aðeins rúm- lega 100 og því fremur sjald- séðir, hvaö þá aö vera kven- prestur, kvíöir þú því ekki aö verða „ööru vísi,, og einangr- ast þessvegna? Ja, ég kvíði frekar presta- stimplinum en kvenpresta- stimpli, ef einhverju er að kvíða. Þær konur sem hafa tekið prestsvígslu hafa staðið sig svo vel, og það er gott að fara í sporin þeirra. Þær hafa sýnt mikinn kjark og kraft og gætu fremur smitað karlana í stéttinni af áhuga sínum en hitt. Mutuö þiö jafnréttis í Quð- fræöideildinni? Okkur stóðu sannarlega til boða allir möguleikar. Auð- vitað urðum viö varar við karl- rembu, sem jók auðvitað í okkur kvenrembu! Mú er sumstaöar mótstaða gegn kvenprestum ekki síst frá ungum karlprstum, þeir neita aö starfa með þeim o.s.frv. Þeir hljóta að vera alveg ný- skriðnir úr egginu og ekki nægjanlega sjóaðir. Þetta þekkist lítið hér, ég fékk a.m.k. að njóta mín á þessari fyrstu prestastefnu. Mér hefur verið mjög eðlilega tekið, ég kæri mig ekki um neinar sérstakar móttökur af því að ég er kona. Minn tími er ekki kominn í prestsstarfinu, ég á eftir að sýna hvað ég get. Ég er hins- vegar ekki að leita eftir góðum stöðum í samfélaginu, þess vegna er ég svo sátt við að vera aðstoðarprestur, því þar get ég alfarið sinnt hinum eiginlegu prestsstörfum, en slepp við skrifræðið sem fylgir starfi sóknarprestsins. Það hefur einmitt verið bent á þaö aö tvær konur hafa tekið vígslu sem aðstoðarprestar upp á síökastið. Er tilhneiging- in til þess í kirkjunni að konur vinni almennu störfin, en karl- ar séu í stjórnunarembættum? Alls ekki. En það er kannske hluti af kjarki kvenna sem vigj- ast að þær þora að fara nýjar leiðir sem þær telja mikilvægar í þjónustu, en binda sig ekki í viðurteknum farvegi eins og karlarnir. Við sr. Sólveig Lára kusum okkur þennan vettvang sem okkur finnst e.t.v. meira krefjandi og í takt við tímann. Við völdum þetta ekki af undir- gefni, eða af statusleit. Verk- efnið heillaði. Hinsvegar er starfið ekki lífið allt. Þegar ástvinur er kominn í myndina, þá er að sinna honum sem best, finna sér aðstöðu þar sem bæði geta notið sín, stutt hvert annað og örvað í lífi og starfi. Það er hinsvegar vaxandi vandamál fyrir kirkjuna að prestar eiga maka með sér- menntun og eigin starfsframa. Þar sem stór hluti prestsem- bættanna er úti á landi, þar sem ekki er víst að makinn geti fundið starf sem heillar, er hætt við að þau verði ekki auð- veldlega skipuð. Hefuröu lengi ætlað þér að gerast prestur? í menntaskóla ákvað ég aö lesa guðfræði, en datt ekki í hug að verða prestur. Ég hafði starfað mikið í KFUK og hlotið þar ómetanlega reynslu í æsku- lýðsstarfi, og margskonar mót- un. Ég hef þangað miklar taug- ar. Þegar ég kom í guðfræði- deildina opnaðist mér ný sýn. Við fengum gott uppeldi þar. Okkur var svo rækilega bent á ábyrgð kristins manns í þjóð- félaginu, að kristinn maður á að vera þar jafn virkur og aðrir pólitískt séð. Guðfræðin er heillandi fag. Ég get ekki nógsamlega lof- sungið hana. Það er mér kapps- mál að geta haldið mér við fag- lega, halda áfram að sjá heim- inn í guðfræðilegri sýn, sem vettvang Quðs og manns, þar sem Quð hefur gefið mannin- um allt sem hann á, kraftinn til að koma reiðu á óreiðu og tak- ast á við misfellur í lífinu. Þú varst í Skálholti síðasta áriö sem guðfræðinemi, skrif- aöir þar ritgerö þína og last prófslestur einsog prestsefni hafa gert þar um aldabil, jafn- framt því sem þú kenndir í Skálholtsskóla. Hvaða áhrif hefur slík vera á fólk? Það er mikil helgitilfinning á Skálholtsstað og stórkostlegt að lifa þar með ungu hressu fólki og skynja hversu þau hrif- ust af helgi og kyrrð staðarins. Ég á þeim mikið að þakka. Þau voru svo fersk og skemmtileg og hvetjandi til umræðu og báru mikið úr býtum eftir vet- urinn mannlega talað, þótt ekki séu prófin þar. Skálholt er ótrúlega áhrifamikiil staður og forréttindi að vera þar. Hvað er nú framundan fyrstu dagana? Ég leysi sóknarprestinn af í sumarleyfi hans, það er dáiítið yfirþyrmandi, en um leið veitir það innsýn inn í líf safnaðarins. Síðan fer ég að undirbúa vetrar- starfið. Hver eru helstu trompin þín þegar þú ferö aö spila úti í líf- inu? Ja, ég kann á gítar! En eins og ég sagði áðan, er aðaltromp- ið mitt Quð, sem hefur sent mig til þessarar þjónustu og ég veit að leiðir mig. VÍÐFÖRLI - 11

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.