Víðförli - 15.07.1985, Qupperneq 13

Víðförli - 15.07.1985, Qupperneq 13
íslendingar gjafmildastir: Hjálparstofnun kirkjunnar hélt aðalfund sinn að Höfn í Hornafirði dagana 29. — 30. júni. Formaður framkvæmda- nefndar er Páll Jónsson spari- sjóðsstjóri í Keflavík og Víðförli spurði hann um helstu þætti í starfi Hjálparstofnunarinnar: Síðasta starfsár var mesta velgengnisár í sögu Hjálpar- stofnunarinnar, bæði tvöfald- aðist söfnunarfé frá fyrra ári og hefur aldrei verið svo margt manna við hjálpar- og þróunar- störf erlendis á vegum hennar sem nú. Verðmætaveltan á árinu var 50 milijónir króna og söfnuð- ust í frjálsum framlögum sem svaraði 200 krónum á árinu á hvern landsmann, og veit ég ekki til að annarsstaðar hafi safnast svo mikið fé hlutfalls- lega til hjálparstarfs með frjálsum framlögum sem hér. 18 manns eru nú að starfi við margvísleg hjálpar- og þróun- arstörf í Eþíópíu á vegum Hjálparstofnunarinnar og hef- ur starfsfólkið getið sér ein- staklega gott orð, harðduglegt, kunnáttumikið og áhugasamt. Þörfin er alltaf jafnmikil þar suðurfrá og var samþykkt að haida þar áfram starfi, þótt í minna mæli verði a.m.k. til næstu áramóta. Er nú að fara af stað söfnun, sumarsöfnun, hérlendis sem á hinum Horður- löndunum undir yfirskriftinni: „Heyðin fer ekki í frí" og eru það orð að sönnu. Við viljum senda annað gengi af hjúkrunarfræðinga í stað þeirra sem koma heim nú í sumar eftir hálfsárs vinnu við erfiðustu aðstæður. Hvernig er stjórnin skipuö nú? Erling Aspelund var endur- kjörinn stjórnarformaður, og sömuleiðis framkvæmdanefnd- in, en hana skipa auk mín þeir sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson og Halldór Q. Ólafsson banka- útbússtjóri. Varamenn eru þeir doktorarnir Björn Björnsson prófessor og Ásgeir B. Ellerts- son yfirlæknir. Auk þess sitja í stjórn fulltrúar úr prófasts- dæmunum en alls skipa stjórn- ina 26 manns. Biskup íslands flaug austur til okkar að lokinni Presta- stefnu og var með okkur á fundinum og við guðsþjónust- una á sunnudag í Hafnarkirkju. Það er mikill kraftur í starfs- mönnum Hjálparstofnunar og Quðsblessun yfir starfi hennar. Hver landsmaöur gaf 200 krónur til hjálparstarfs kirkjunnar Hlustaö á The Celebrant Singers. Á tröppum má sjá (sitjandi) sr. Þor- vald K. tlelgason i Hjarövikum, sr. Jón Þorsteinsson í Grundarfiröi og sr. Valdimar Hreiöarsson á Reyk- hólum. Á tröppum standa Eirný Ás- geirsdóttir, sr. Vlgfús tngvar Ing- varsson á Egilsstööum, dr. Einar Sigurbjörnsson á tali viö Pétur biskup, sr. Stefán Lárusson í Odda og sr. Örn Báröur Jónsson í Garöa- sókn. Fremst á stéttinni standa þeir sr. Davíö Baldursson á Eskifiröi, sr. Llannes Guömundsson í Fellsmúla, sr. Jón helgi Þórarinsson á Dalvik, sr. Sigfús Jón Árnason í Vopnafiröi, sr. heimir Steinsson á Þingvöllum og sr. Geir Waage í Reykholti. \ nr\t?AO I I 1 ’X.

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.