Víðförli - 15.07.1985, Page 9

Víðförli - 15.07.1985, Page 9
Bréf frá pabba Þegar þú ert búinn aö ráöa krossgátuna hér á síöunni, skaltu senda ráöninguna til okkar, og þeir sem hafa ráöiö hana rétt, fá senda bók sem heitir Siría, í verðlaun. hiö sendiö meö nafnið ykkar, heimilisfang og aldur. Qangi ykkur vel. Skýringar viö kátu krossgátu- stelpuna. Lárétt: 1. Vinsælasti sjónvarpsmaö- urinn 2. Silungur 3. Kona Adams 4. íþróttafélag í Vestmanna- eyjum 5. Tímabil Lóörétt: 6. Mamma mömmu þinnar 7. Ríkisútvarpiö, skammstöfun 8. Þekkja leiðina 9. Bóndabær í Hraungerðis- hreppi 10. Frá forsetanum (nafn í þágufalli) Þegar pabbi var farinn í flug- vélina, stóöu mamma og Pétur og Nína og veifuðu uns vélin var horfin. Svo óku þau heim og þaö var svo tómlegt í bílnum aö enginn sagði orð. Fyrsta vikan var afar lengi aö líða. Hína fór oft á dag að kanna hvort eitthvert bréf hefði komið frá pabba, þótt hún vissi aö pósturinn kæmi bara einu sinni á dag. Svo kom bréf, mamma las það upphátt og þau heyrðu hvernig allt var hjá pabba. Reyndar fannst Hínu hún bók- staflega sjá það fyrir sér. haö var nú gleði í kotinu þaö kvöld- iö. Pétur fór aö hugsa um hvaö mamma haföi sagt um Jesú og lærisveina hans, kvöldið sem pabbi sagði þeim frá þvi aö hann færi burt. Hú vildi hann aö mamma læsi fyrir þau úr Barnabiblíunni, þar sem segir frá því aö lærisveinarnir fengu heilagan anda eins og Jesús haföi lofaö þeim. Hann hlustaði rækilega, því nú skildi hann frásögnina allt ööruvísi en áð- ur. Þegar Jesús haföi stigið upp til himna, fóru lærisveinarnir að bíða eftir heilögum anda, alveg eins og þau systkinin biöu eftir að heyra frá pabba. Fyrst við uröum svona glöö aö fá bréf frá pabba, ofsalega hljóta lærisveinarnir að hafa orðið glaöir þegar þeir fengu heilagan anda sem huggar og hjálpar. — Því aö Jesús er sonur Quös og hann er miklu stærri og meiri en pabbi, þessvegna hlýtur það sem hann lofar að vera miklu stærra og betra líka, sagöi Pét- ur. — Já, sagöi mamma, lærisvein- arnir uröu svo glaöir aö þeir fóru aö tala um Jesús meö slíkum krafti og sannfæringu að fleiri þúsund manna vildu líka eignast Jesús fyrir vin. — Og þaö er svo gott og merki- legt, bætti mamma viö, aö heil- agur andi er hjá okkur enn i dag og kennir okkur aö við þurfum á Jesú að halda til þess að syndin og hiö illa ráöi ekki yfir okkur og hann hjálpar okk- ur aö komast til Quös. VÍÐFÖRLI - 9

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.