Víðförli - 15.07.1985, Page 16

Víðförli - 15.07.1985, Page 16
42000 BIBLÍUR SÍÐAN Biblían er mesta sölubók á ís- landi. Hin nýja útgáfa hennar sem kom út árið 1981, hefur verið prentuð í fleiri upplögum og mun nú yfir 40.000 eintök- um hafa verið dreift á þessum fjórum árum, þannig að sjötti hver íslendingur hefur eignast þessa útgáfu Biblíunnar eða nýjatestamentið ásamt Sálm- unum. Upphaflega var Biblían prent- uð í 8000 eintökum og síðan aftur i 5000 eintökum og eru þau á þrotum. Þá voru prentuð 7000 eintök fyrir Bókaklúbb AB. Pá voru prentuð 5000 ein- tök af Bibliunni í vasabroti. Gideon félagið hefuer dreift 15.000 eintökum af nýjatesta- mentinu og Sálmunum, og Bibliufdélagið er með þrjár 1981 gerðir af þeirri útgáfu sem prentuð var í 2000 eintökum. Að sögn Ástráðs Sigurstein- dórssonar starfsmanns Biblíu- félagsins mun hér vera eins- dæmi í útgáfumálum íslend- inga og eru undirtektir íslend- inga við nýju Biblíunni langt umfram það sem gert var ráð fyrir. Taldi hann þó að markað- urinn færi að mettast, engu að síður hefði verið góð sala á þessu ári, sérstaklega um ferm- ingartímann. Afgreiðsla Biblíufélagsins er í Guðbrandsstofu í Hallgríms- kirkju og er opin frá 15.00 — 17.00. Þar eru ýmsar aðrar trú- arlegar bækur til sýnis og sölu og verður mörgum dvalist þar við að skoða eldri útgáfur Biblí- unnar. í fréttum Bekkir fyrir lúið fólk. Lúið fólk er víða á ferli og þarfnast bekkja til að hvílast á. Gísli Sigurbjörnsson á Grund hefur um árabil gefið bekki, sem framleiddir eru að Ási í Hveragerði, á staði sem þreyttir fara um. Til dæmis njóta kirkjugestir í Skálholti og Hveragerði þessa frumkvæðis. ,,Við gleymum þessu jafn- harðan og við höfum gefið bekkina, en það má vel koma hugmýndinni áleiðis," sagði Gísli Sigurbjörnsson er Víðförli spurði frétta. „Það þarf að finna fleiri aðferðir við að afla peninga til kirkjubygginga og góðra hluta. hað þarf að forða konum frá því að fá liðagigt við að prjóna kirkjurnar upp. Sala bóka og annars efnis getur ver- ið mjög arðvænleg, t.d. fyrir kvenfélög kirknanna og skapar meira samfélag og lífmeira starf." Grund hefur gefið út Jóla- bókina í 20 ár, hugvekjur sr. Lárusar Halldórssonar hafa verið endurprentaðar og þessar bækur og fleiri standa söfnuð- um til boða til fjáröflunar. „Við höfum líka dreift nær 25000 söfnunarbaukum víða um land, fallegir baukar á heimilum safna ekki aðeins smápeningum heldur hafa þeir mikið áróðursgildi fyrir góð málefni." Grund hefur boöiö 6 manns frá hverju kirkjukvenfélagi ár- lega til orlofsdvalar, þau eru 25 þessi félög og reyndar eru fleiri með." Við höldum líka fundi þar sem þessi mál eru rædd og hugmyndum og stuðningi miðlað. Það er svo margt hægt ef vilji, útsjónarsemi og sam- starf er fyrir hendi," sagði Gísli Sigurbjörnsson. Hann nefndi ekki þær þús- undir sálmabóka sem hann hefur gefið söfnuðum landsins auk margskonar stuðnings við góð kirkjuleg mál, enda „gleymum við þessu jafnharð- an." FRÁ PRESTASTEFNU 1985 Danskir kóngar og klerkar islenskir prýöa þessa mynd. r.u. sr. Solveig Lára Quömundsdóttir Bústaöasókn, sr. Gísli Kolbeins Stykkishólmi, dr. Björn Björnsson prófessor, sr. Qunnlaugur Qaröarsson Þingeyri, sr. Gylfi Jónsson rektor í Skálholti, sr. Jón Melgi Þórarinsson Dalvík, sr. Þlanna A/aria Pétursdóttir Hálsi, sr. Ingiberg J. Hannesson Saurbæ, sr. Sigurður Árni Þóröarson Staöarfelli, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason Borg og sr. Gunn- þór Ingason Hafnarfiröi. Þeir dönsku feögar nefnast Kristján og Friörik.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.