Víðförli - 15.07.1985, Blaðsíða 3
Prestar koma viöa aö til prestastefnu. Frá vinstri taliö eru sr. Baldur
Vilhelmsson í Vatnsfirdi, sr. Ingimar Ingimarsson á Þórshöfn, sr. Quöni
Þór Ólafsson á Melstaö og sr. Tómas Quömundsson í flveragerði.
Sr. Birgir Ásgeirsson á Mosfelli segir góöa sögu og meöal þeirra sem njóta
hennar má þekkja sr. Lárus Halldórsson í Breiöholtssókn, sr. Oylfa Jóns-
son rektor í Skálholti, sr. Quömund Þorsteinsson í Árbæjarsókn, sr. líarl
Sigurbjörnsson í tlallgrímssókn, sr. Qunnlaug Qaröarsson á Þingeyri, sr.
Sigurö Siguröarson á Selfossi og sr. Jónas Qíslason dósent.
RÍMAÐ Á
PRESTASTEFFÍU
Það eru allmargir hagyrðing-
ar í prestastétt og gjarnan
kastað fram visum þegar þeir
koma saman. Eftir umræðu í
starfshóp, þar sem fjallað var
um hversu kaþólskir setja þeim
skilyrði sem vilja ganga til alt-
aris en allir séu velkomnir hjá
iúterskum, tjáði sr. Hjálmar
Jónsson niðurstöðurnar með
þessum orðum:
Það er Quðs heilagi andi og orð
sem oss mettar lífsgæðum
sönnum.
Og vér höfum opið altarisborð
til einingar kristnum mönnum.
Stundum eru viðbrögðin af
léttara taginu. Rætt var um
inntak prestastefnunnar og
hvílík veisla hún væri til líkama
og sálar eins og sr. Bragi Frið-
riksson benti á, og undir mál
hans tóku sr. Gísli Kolbeins og
sr. Halldór Qunnarsson í Holti.
Þá heyrðist frá sr. Hjálmari.
Biskup flytur mikið mál
matreiðir með stolti,
Bragasalat, Kolbeinskál
og kannski lamb úr Holti.
Enginn þeirra þriggja heið-
ursmanna er beinlínis á hor-
leggjunum, en sumir eru
grennri en aðrir eins og kunn-
ugt er, og sr. Birgir Ásgeirsson
á Mosfelli lagði þetta til mála:
Satt er, að veislur því valda
að vissir menn eru svo knáir.
En eigum vér einhvers að gjalda
sem erum svo rýrir og smáir?
Frá vinstri: Sr. Magnús Quöjónsson
biskupsritari, sr. Jón Einarsson
prófastur í Saurbæ, sr. tlalldór
Gunnarsson í tlolti, sr. Úlfar Quö-
mundsson á Eyrarbakka og sr.
Brynjólfur Qislason í Stafholti.
\nnn<->ni i