Víðförli - 15.03.1994, Qupperneq 6

Víðförli - 15.03.1994, Qupperneq 6
safnaðar. Fyrst skal fjallað um atferli safnaðarins, síðan um umbúnað kvöldmáltíðarinnar og síðast um at- ferli prestsins. Atferli safnaðarins við altarisgöngu er í eðli sínu einfalt. Þau sem ganga innar leggja af stað meðan sunginn er söngurinn „0, þú Guðs lamb Krist- ur“, eða strax að honum loknum. Eðlilegt og sjálfsagt er að þau leggi af sér yfirhafnir, rétt eins og það þykir ekki kurteisi að setjast til borðs í yfir- höfn. Venjulega krjúpa altarisgestirnir og meðtaka sakramentið þannig og venjulega beint í munninn án þess að hafa hönd á. Kropið táknar lotningu og meðtekning sakramentisins beint í munninn minnir á að frammi fyrir há- tign Guðs, sem lotið hefur niður til mannanna í syni sínum Jesú Kristi, er sérhver maður sem ómálga barn. Þegar Guð mettar með náð sinni er- um við eins og böm sem foreldri mat- ar. Lengst af var þessi háttur ávallt hafður á. Á síðari árum er algengt að meðtaka sakramentið standandi í óslitinni röð altarisgesta, sem ganga fyrir prestinn og snúa strax frá þegar brauðs og víns hefur verið neytt, en einnig getur einfaldlega verið óhægt einstökum altarisgestum að krjúpa. Þegar brauði er útdeilt í hönd altaris- gests, eins og stundum er gert, þá eru tvær aðferðir algengastar: Altar- isgestur opnar lófa hægri handar og heldur vinstri hönd undir þeirri hægri. Brauðið er lagt í opinn lófann, en altarisgestur ber brauðið að vörum sér. Eða: Altarisgestur réttir fram vinstri hönd, brauðið er lagt í opinn lófann, altarisgestur tekur brauðið með tveim fingrum hægri handar og ber að vörum sér. Algengast er að altarisgestir gjöri krossmark fyrir sér eftir að þeir hafa meðtekið sakramentið. 4. Umbúnaður kvöldmáltíðarinnar Til þess að hafa kvöldmáltíð í sinni allra einföldustu mynd þarf, sam- kvæmt skilningi okkar evangelisk- lútersku kirkju, kaleik og patínu, brauð og vín, vígðan prest og í það minnsta eina kristna sál (sem reyndar getur verið presturinn sjálfur ef aðrir eru ekki til staðar.) Einfaldasta form athafnarinnar sjálfrar er (sálmur), innsetningarorð kvöldmáltíðarinnar og bæn Drottins: Faðir vor. Slíkt einfalt form er t.d. haft við sjúkrabeð. í neyðartilfellum þarf engan sérstakan umbúnað, en þó myndi prestur vera klæddur ölbu og stólu, eða hempu, rykkilíni og stólu. Sé þess kostur er breiddur hvítur dúkur á borð og kveikt kertaljós. Við sjúkrabeð er hægt að útdeila brauði og víni í einu lagi með því að dýfa brauðinu í vínið, eða útdeila með skeið. Þegar altarisganga er í kirkju og í messu er eftirfarandi að athuga: Það er vissulega hægt að setja kaleik og patínu á altarið áður en messa hefst og það er hægt að láta áhöldin standa á altarinu án þess að breiða nokkuð yfir og það er líka hægt að taka til oblátur á patínuna og hella víni í kal- eikinn áður, - en einkum hið síðast- talda er ekki æskilegt. Vín á ekki að standa lengi í opnum kaleik. Fyrir því eru fyrst og fremst hagnýtar ástæður. Bæði er að vínið getur spillt gyllingunni í kaleiknum og kaleikurinn víninu (ef gyllingin er skemmd) og eins geta skorkvikindi fallið í kaleik- inn. Á kirkjum þarf því að vera til askja undir brauð, (oblátuöskjur / bakstursskrín) og kanna (eða karafla) undir vín. Það er æskilegt að þessir hlutir séu úr eðalmálmi eins og kaleik- ur og patína, en ef söfnuðurinn hefur ekki efni á því má nota ódýrari öskjur og könnu, t.d. úr leir. Þegar þessir hlutir eru við hendina tilreiðir prest- urinn brauð og vín á meðan sunginn er sálmurinn fyrir kvöldmáltíðina. Hægt er að komast af án dúka, nema ávallt verður að vera til klútur til að þurrka af barmi kaleiks. Best er að nota munnþurrku úr líni. Dúkar við kvöldmáltíðina eru annars þessir: Lít- ill dúkur (klútur), sem fyrr var nefnd- ur, til að þurrka af barmi kaleiks, dúk- ur til að leggja á milli kaleiks og patínu þegar patínan er lögð ofan á kaleikinn og dúkur til að breiða á mitt altarið þegar efnin eru tilreidd. Þessi dúkur heitir kristslíkamadúkur, eða kor- poralsdúkur, og heyrir raunar til skrúða altarisins. Lfm þennan dúk gilda ákveðnar reglur um stærð og lögun. Hann er hvítur eins og hinir dúkamir og oftast úr lfni. Korporals- dúkurinn er brotinn saman í femt þegar hann er ekki í notkun og geymdur í sérstakri hirslu sem kallast korporalshús. (Ef hún er til). Kor- poralshúsið og klæðið sem lagt er yfir kaleik þegar hann stendur á altari (velum) hafa sama lit og messuskrúð- inn hverju sinni. Lengra verður ekki komist að sinni. Um þessi atriði þarf að fara nokkru fleiri orðum. Eftir er að fjalla um hlutverk meðhjálparanna, sem er mismunandi eftir stöðum og fer eftir því hvemig meðhjálpari og prestur skipta með sér verkum. Heimild er fyrir því að ekki þurfi vígðan prest til að aðstoða við útdeilingu kvöldmáltíð- arinnar. Fer vel áþví að það sé einmitt meðhjálparinn sem þá aðstoðar prestinn. ERKIBISKUPINN AF KANTARABORG Dagana 22.-24. apríl n.k. mun erkibiskupinn af Kantara- borg, George Carey, heim- sækja ísland ásamt fríðu föru- neyti. Erkibiskupinn sem er æðsti yfir- maður ensku biskupakirkjunnar, heimsækir nú í apríl kirkjur Norður- landa og lúthersku kirkjurnar í Eystrasaltslöndunum og er Island síðasti áfanginn í heimsókn hans. Meðal þeirra, sem fylgja erkibis- kupnum og eiginkonu hans era Da- vid Tustin, biskup í Grimsby og Stephen Platten, sem er aðstoðar- maður erkibiskupsins vegna sam- kirkjulegra málefna, en hann kom hingað til lands á síðasta hausti til að undirbúa heimsóknina. Erkibiskupinn mun hitta forseta íslands að máli og einnig dóms- og kirkjumálaráðherra. Þá mun hann eiga fund með leiðtogum kristinna trúfélaga á íslandi. Hann mun heim- sækja tvær yngstu kirkjumar í Reykjavík, Hjallakirkju og Grafar- vogskirkju og þá einnig Hallgríms- kirkju. Heimsókn erkibiskupsins lýkur í Skálholti sunnudaginn 24. apríl. Þar mun hann prédika í messu, en biskup íslands mun þjóna fyrir altari. 6

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.