Víðförli - 15.03.1994, Page 8

Víðförli - 15.03.1994, Page 8
KIRKJUTÓNLISTAR VIÐBURÐUR Sameiginlegir tónleikar Unglingakórs Selfosskirkju og Kórs Kórskóla Langholtskirkju og Selfosskirkju dagana 19. og 20. mars sl. mega teljast til viðburða á sviði kirkjutónlistar hérlendis. Efnisskráin innihélt ýmis vel þekkt kirkjuleg verk, sem kórarnir fluttu prýðilega bæði saman og sitt í hvoru lagi. Meginviðfangsefni kóranna var í þetta sinn „Gloria“ eftir Antonio Vi- valdi. Þekkt og fallegt kórverk við undirleik kammersveitar. Gloria Vi- valdis mun ekki áður hafa verið flutt í heild af svo ungum söngvurum hér á landi. Flutningur kóranna var með miklum ágætum og ekki síður hinna ungu söngvara, sem gengu fram fyrir skjöldu í ein- og tvísöngsþáttum, enda hafa gagnrýnendur fjölmiðlanna lokið þar lofsorði á. Þetta er „fullorð- ins“ verk, sem ýmsir kórar hafa spreytt sig á og mættu vel una við þann árangur, sem þarna náðist. Víð- förli óskar kórfélögum og stjórnend- um, þeim Glúmi Gylfasyni og Jóni Stefánssyni til hamingju, ásamt öllum þeim sem að baki þeim standa og gera þetta uppeldisstarf mögulegt í kirkj- unni. Barnakóravakning Þessi árangur er uppskera af mark- vissu uppeldisstarfi undanfarinna ára og því sem nefnt hefur verið „bama- kóravakningin“ í kirkjunni. Einn ötul- asti hvatamaður bamakórastarfsins er Glúmur Gylfason. Hann gegndi staríi söngmálastjóra þjóðkirkjunnar í eitt ár í leyfi Hauks Guðlaugssonar og beitti sér þá m.a fyrir átaki í nótnaút- gáfu fyrir barnakóra. Árlegt organ- istanámskeið var það árið helgað vinnubrögðum við bamakóra. Mar- grét Bóasdóttir hefur haldið þessu verki áfram á vegum söngmálastjóra og staðið fyrir námskeiðum fyrir sjómendur og áhugafólk um bama- kórastarf. Unglingakór Selfosskirkju er fram- hald af bamakór kirkjunnar, sem stofnaður var 1988. Hann er kostaður Unglingakór Selfosskirkju Kór Kórskóla Langholtskirkju af sókninni og öflugt foreldrafélag starfar í tengslum við hann. Kórskóli Langholtskirkju var stofnaður 1991 og starfar sjálfstætt, en í nánum tengslum við Kór Lang- holtskirkju og starfsamt foreldrafé- lag. Báðir kóramir veita þátttakendum markvissa og faglega söng- og tón- listarkennslu. Tækifæri til þroska Tilgangurinn með bama- og ungl- ingakómm er að gefa þátttakendum 8

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.