Víðförli - 15.03.1994, Side 11
armörk segja til um eða jafnvel landa-
mæri.
Dæmi úr Dómkirkjunni
í Dómkirkjunni í Reykjavík hefur
verið mótuð stefna um að leitast við
að taka á þeim vanda sem fólk ber sig
upp með við okkur. Ekki er alltaf um
fjárútlát að ræða. Miklu frekar ráð-
gjöf, sálgæslu og aðstoð við að leita
réttar síns sem fólk er sorglega fá-
frótt um. í þetta fer talsverður tími
eins og fleiri þekkja en við.
En við höfum ákveðið að láta ekki
króast af í þessu starfi vegna fjár-
munaleysis og því höfum við sett á
laggimar hjálparsjóð sem prestar
safnaðarins mega einráðir veita fé úr,
enda sé um lágar upphæðir að ræða.
Þannig er hægt á sannfærandi hátt að
leysa bráðan vanda meðan annarra
úrræða er beðið eða leitað.
Jafnframt hefur verið til lengi Líkn-
arsjóður kvenfélagsins okkar og úr
honum eru veittar stærri upphæðir,
gjaman eftir ábendingu okkar prest-
anna og jafnan í samráði við okkur. -
Þetta síðara þekkist í fleiri söfnuðum.
Við viljum einnig sjá til að ákveðin
fjárhæð renni beint úr safnaðarsjóði
tii Hjálparstofnunar kirkjunnar og vilj-
um vera hvetjandi til þess að safnað-
arfólk láti fé af hendi rakna í söfnunum
hennar.
Ég tel þetta enga frægð þó á þetta
sé bent til eftirdæmis. Auðvelt er að
taka okkur fram í þessu efni og benda
á dæmi þess. Mjór er þó jafnan mikils
vísir og einsýnt að hvetja söfnuði til að
taka þessi mál til umræðu og móta í
þeim stefnu á vettvangi kirkjunnar.
Kærleikshugsjónin
Það er að því fundið að Islendingar
séu öðrum grannþjóðum tregari á fé
til þrjóunarhjálpar. Vant er að sjá
hversu það má breytast ef hvatningin
kemur ekki frá kirkjunni með orði og
fordæmi. Hvaðan kemur okkur yfir-
leitt sú hugmynd að við eigum að
gæta náunga okkar? Var það ekki
Kristur sem kenndi það manna best
og gaf haldbetri ástæðu til þess en
aðrir. Hver gaf líf sitt til sönnunar um
elsku til okkar allt til dauða? Hann!
Hver sagði: Það sem þér gerið einum
þessara minna minnstu bræðra það
gjörið þér mér? Hann? Já, Hann!
Er þetta boðskapur heimsins? Nei!
Hann er sá að hver sé sjálfum sér
næstur. Heimurinn þekkir ekki
leyndardóm hveitikornsins sem er
einmana þar til það springur og upp af
því vex sproti með axi sem geymir
tugi hveitikoma. Hveitikomi er ætlað
að bera ávöxt. Einnigmanninum. Svo
hefur sjálfur Skaparinn til skikkað.
Hann á með að gera kröfu til þess.
Trúverðugleiki kirkjunnar
Allra þessara hluta vegna er „kom-
inn tími á það“ að taka líknarþjónust-
una til umræðu á vettvangi safnað-
anna og móta þar stefnu um hana. Til
þessa starfs þarf hver söfnuður að
læra svo best er að byrja á einföldum
verkefnum. Starfið að öldrunarþjón-
ustunni sem er að mótast getur vísað
okkur veginn um aðra þætti líknar-
þjónustunnar en frjóast er að hver
söfnuður fmni sér henta leið og svo
má hver af öðmm læra.
Kirkjan þarf að sýna samfélaginu
fram á að við getum ekki keypt okkur
undan náungaskyldunni með
skattpeningum okkar. Ábyrgð okkar
er beinni en svo. í Bandaríkjunum
t.a.m. þar sem tryggingakerfið hefur
til þessa verið fábrotnara en hér, ver
meðalmaðurinn margfalt meiri tíma
en hér gerist í ýmiskonar sjálfboða-
vinnu. Hér á landi þykjast menn jafn-
vel geta keypt aðra til að uppfylla fyrir
þá blóðskylduna gagnvart afa og
ömmu, ekki að segja pabba og
mömmu, hvað þá skylduna gagnvart
þeim sem við erum alls óskyld og
þekkjum jafnvel ekki annað til en að
þau em í vandræðum.
Við þurfum að fara á undan með
góðu fordæmi sem meðal annars felur
í sér fagleg vinnubrögð, árvekni,
kjark og úthald en umfram allt ótví-
ræða elsku sem leitar uppi þörfma en
bíður ekki þess að hún knúi dyra.
Á kristnum söfnuðum liggur fmm-
læg skylda um samábyrgð og hún
varðar trúverðugleika kirkjunnar sem
hugsjónasamfélags sem hefur kær-
leikann að grundvallarstefnu.
Þetta skrifa ég sjálfum mér og
söfnuði mínum til hvatningar engu
síður en öðrum.
AUGLÝSING NER-styrkir
Styrkir við Nordiska
Ekumeniska Rádet
í Uppsala
Nordiska Ekumeniska Rádet, NER,
sem er samstarfsvettvangur kirkna
og samkirkjustarfs á Norðurlöndum,
lýsir hér með eftir umsækjendum um
tvo styrki, sem veittir verða haustið
1994 á vegum NER í Uppsala í
Svíþjóð.
Styrkirnir fela í sér dvöl hjá NER -
fæði og húsnæði á kostnaðarverði.
Styrkirnir eru veittir frá 4 - 8 vikna.
Styrkirnir eru aðlagaðir náms- og
áhugasviðum styrkþeganna.
NER setur þau skilyrði, að
umsækjandi sé virkur meðlimur í
kirkjusamfélagi og vilji auka
þekkingu sína og reynslu af norrænu
og alþjóðlegu samkirkjustarfi.
Umskóknir þurfa að hafa borist NER
eigi síðar en 2. maí 1994. Æskilegt er
að meðmæli fylgi.
Frekari upplýsingar veita
dr. Björn Björnsson
Fræðsludeild kirkjunnar
Biskupsstofu
Suðurgötu 22,150-Reykjavík
Sími 91-621500
Fax: 91-13284
eða framkvæmdastióri NER
Gunnel Borgegárd
Nathan Söderbloms plan 1
Box 640
S-751 27 Uppsala
Sími: 90-46-(0)18 169511
Fax: 90-46-(0)18 133178
ÁDAGSKRÁ NER
Apríl 8.-10. Norræn ráðstefna um
ráðsmennsku og réttlæti,
Svíþjóð
15.-17. Samkirkjustarf í næsta
nágrenni (lokalekumen-
ik), ráðstefna, Þránd-
heimi, Noregi.
Maí 7.-8. Kirkjan mætirislam Nor-
ræn ráðstefna um sam-
skipti trúarbragðanna.
September Norræn ráðstefna um
guðfræði og málfar
helgisiðanna og guðs-
þjónustu lífsins.
Október Kvennaráðstefna
(Womens conference -
SADC samstarfið).
Nóvember Norræn ráðstefna um
félagslega siðfræði,
Noregi.
11