Víðförli - 15.03.1994, Qupperneq 12

Víðförli - 15.03.1994, Qupperneq 12
Pétur Björgvin Þorsteinsson Karlshöhe í Þýskalandi Mörg kristin systkini mín áttu þess kost að hefja djáknanám við Háskóla Islands síðastliðið haust. Draumur margra varð að veruleika og ég tel þetta skref vera mikið framfaraskref kirkjunnar okkar. A næstu misserum mun djáknum á Islandi fjölga að mun og er ég stoltur af því að vera í þeirra hóp. Ég valdi að vísu aðra, ef til vill torsóttari, leið: Haustið 1991 hóf ég starfsþjálfun í þýsku kirkjunni (Wíirt- temberg) með það fyrir augum að geta sótt um í djáknaskólanum á Karlshöhe í Ludwigsborg í nágrenni Stuttgart. Inntökuskilyrði Skólinn sem ég sæki er kirkjuleg skólastofnun fyrir djákna og kristni- fræðikennara. Til þess að geta hlotið skólavist í grunnnámi skólans þarf að uppfylla að minnsta kosti fimm af eft- irfarandi (mismundi mikilvægum) sjö skilyrðum: 1. Eins árs starfsþjálfun í fullu starfi í þýskri kirkju 2. Teljast til evangelísku kirkjunn- ar 3. Hafa lokið stúdentsprófi 4. Hafa lokið iðngrein og unnið við hana í þrjú ár 5. Geta skilað vottorði frá prest- um og framámönnum í kristi- legu starfi um hæfni til starfsins 6. Geta sýnt fram á að fjármögnun námsins sé tryggð 7. Hafa staðist inntökupróf sem fram fer í formi „spjalls yfir kaffibolla með nokkrum kenn- urum“ þar sem prófaðir eru þættir eins og hæfni til mann- legra samskipta, tjáning, virk hlustun og fleira. Þá býður skólinn nemandanum upp á þann möguleika að setjast beint á skólabekk í aðalnáminu, það er að segja djáknanáminu sjálfu. Til þess að eiga möguleika á því þarf maður að uppfylla sömu skilyrði eins og fyrir eins árs djáknanámið við Háskóla Is- lands. Gamla skólahúsið „Kirkjulegt" og „veraldlegt" nám í einum pakka Eins og ég greindi frá hér að ofan greinist námið í grunnnám og aðal- nám. Ein helsta ástæðan fyrir því að farin var þessi leið við þennan skóla sem er einn af þrem stærstu skólum fyrir djákna í Þýskalandi, er sú að forráðamenn kirkjunnar vildu opna möguleika fyrir ungt fólk í kirkjunni til að mennta sig frá grunni innan henn- ar. Um leið var þeim möguleika haldið opnum að fólk sem vildi fyrst mennta sig við aðra skóla, ætti samt mögu- leika á að ljúka djákna- eða kristin- fræðikennaranámi frá skólanum. I því tilfelli kemur nemandinn beint inn í aðalnámið. Grunnnám: Uppeldisfræði með biblíulegu ívafi Grunnnámið er í formi uppeldis- fræðináms með sérstakri áherslu á umgengni við og meðferð á bömum og unglingum sem hafa lent upp á kant við þjóðfélagið eða eru á einhvem hátt seinni í þroska líkamlega eða and- lega. Þessi hluti námsins hefst með einni bóklegri önn. Næsta önn skipt- ist í tvennt, tveggja mánaða starfs- þjálfun á stofnun og fjögurra mánaða bóklegt nám. Þriðja og fjórða önn eru bóklegar en að auki sér hver nemandi um hóp í kirkju undir leiðsögn kenn- ara (starfsþjálfunarþáttur). Þessum §órum önnum lýkur með prófum í uppeldisfræði, sálfræði, félagsfræði, félagslegum rétti (lögfræði), prakt- ískri hópleiðsögn, ritskýringu, biblíu- þekkingu og trúfræði. Hver nemandi þarf að ljúka sex af þessum átta próf- um og velur hann fyrirfram eftir ákveðnum reglum hverjum þeirra hann vill sleppa. Falli nemandi á einu eða fleiri prófum endurtekur hann nám á þriðju og fjórðu önn. Fimmta og sjötta önn grunnnámsins er í formi starfsþjálfunar. Þessi starfsþjálfun getur farið fram á stofnun, í félags- starfi eða kirkjulegu starfi. Einungis eru settar fram tvær kröfur: Sá sem tekur nemandann í starfsþjálfun þarf að hafa lokið prófi í starfsþjálfunar- leiðsögn og nemandinn skal starfa með 7 til 18 ára börnum og ungling- um. AF DJÁKNANÁMI 12

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.