Víðförli - 15.01.2007, Side 5
JANÚAR 2007
VÍÐFÖRLI
5
Staða og skyldur Þjóðkirkjunnar
Pétur Kr. Hafstein var kjörin nýr forseti kirkjuþings. Hann
gerði umræður um trúfrelsi og jafnrétti að umtalsefni í
ávarpi þegar hann tók við embætti forseta og sagði meðal
annars:
„í stjórnmála- og þjóðfélagsumræðu blása einatt vindar
úr öllum áttum og oft er breytinga krafist breytinganna
vegna eða sakir nýrra kenninga, sem ganga í berhögg við
gömul gildi. Nú heyrast þær raddir, að þjóðkirkjan íslenska
eigi sér ekki lengur stoð í samfélagsskipuninni og staða
hennar fari í bága við jafnréttishugmyndir nútímans. Víst
er um það, að þjóðkirkjan stendur á margra alda bjargi og
á sér mikla sögu. Frá því að íslendingar fengu fyrst stjórn-
arskrá 1874 hefur þar verið áréttað, að hin evangelíska
lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Islandi og ríkisvaldið
skuli að því leyti styðja hana og vernda. Jafnframt hefur
ríkt trúfrelsi í landinu og engum verið þröngvað til fylgis við
þjóðkirkjuna andstætt sannfæringu sinni.
Það er rétt, að stjórnarskráin mælir einnig fyrir um það,
að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda
meðal annars án tillits til trúarbragða. Þeim jafnréttismæli-
kvarða, sem hér verður brugðið á loft, verður hins vegar
aðeins beitt um þá, sem sambærilegir mega teljast.
Staða þjóðkirkjunnar er einstök, bæði sögulega og I
lagaskilningi, og verður að engu leyti jafnað til stöðu ann-
arra trúfélaga, sem ríkisvaldið tryggir fullt frelsi til athafna
og skoðana. Það er að mínum dómi fullkomið samræmi í
þeirri afstöðu stjórnarskrárgjafans að tryggja annars vegar
fullt trúfrelsi í landinu og tengja á hinn bóginn þjóðkirkjuna
við ríkisheildina á sögulegum og guðfræðilegum grunni.
Það er fagnaðarefni, að núverandi kirkjumálaráðherra
hefur verið einarður í þessari afstöðu, eins og meðal annars
má lesa um í frásögnum Árbókar kirkjunnar af Kirkjuþingum
undanfarin ár. Ég vænti þess, að kirkjunnar menn láti ekki
á sér bilbug finna um það, að þjóðkirkjan eigi sér réttmæta
stoð í íslensku samfélagi um leið og hún leitar aukins sjálf-
stæðis og sjálfræðis um innri málefni sín.
Það má segja, að einmitt vegna stöðu þjóðkirkjunnar
meðal annarra trúfélaga í landinu séu gerðar ríkar kröfur
til hennar um að leita sátta og sanngirni í erfiðum úrlausn-
arefnum á tilfinningasviði. Þar ber hæst um þessar mundir
Pétur Kr. Hafstein, forseti Kirkjuþings, i ræðustóli.
(Mynd: ÁSD)
ákall samkynhneigðra um jafna stöðu og jafna virðingu á
við önnur sóknarbörn þjóðkirkjunnar. Um jafna virðingu ætti
enginn að velkjast í vafa - þar hvorki getur þjóðkirkjan né
vill nokkurn greinarmun á gera. Um stöðu gagnvart sam-
vistum samkynhneigðs fólks og aðferðum til að innsigla
þær fyrir augliti Guðs gegnir af eðlilegum ástæðum nokkuð
öðru máli. Þar er þjóðkirkjan ekki komin á leiðarenda en þó
miðar áfram hægt og örugglega.
Mér er Ijós sá guðfræðilegi vandi, sem þjóðkirkjan á við
að etja gagnvart skilgreiningu hjónbands og hjónavígslu, en
hvorttveggja á rætur bæði í veraldlegum rétti og kirkjulegri
afstöðu. Á því leikur hins vegar ekki vafi að mínum dómi,
að ráði virðing og tillitssemi för í allri umræðu og samskipt-
um eiga farsælar lyktir að geta náðst í þessu efni í góðri
samvinnu við talsmenn þeirra, sem málið varðar, og í Ijósi
boðskapar Krists, er hann stappaði stáli í lærisveina sína á
elleftu stundu og sagði: „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á
Guð og trúið á mig. í húsi föður míns eru margar vistarver-
ur.“ (Jóh. 14.1-2.)
Steinunn A. Björnsdóttir
Góð aðsókn að vef Kirkjuþings
Aðsókn að vef Kirkjuþings margfaldaðist meðan á
þinginu stóð og má ráða af aðsóknartölum að um
það bil 150 gestir hafi skoðað síður á vefnum um
það bil 8000 sinnum á þeim tíma. Mikil aðsókn var
í málaskrá og gerðir þingsins auk þess sem sífellt
fleiri hlustuðu á upptökur af umræðum á þinginu.
Á síðasta ári var í fyrsta sinn hægt að nálgast upp-
tökur af viðtölum við þingfulltrúa og gesti þings-
ins. Sú nýbreytni mæltist vel fyrir og er ráðgert að
gera meira af því á næsta ári auk þess sem vonir
standa til að hægt verði að hafa beina útsendingu
frá þinghaldinu.
Árni Svanur Daníelsson