Víðförli - 15.01.2007, Síða 8

Víðförli - 15.01.2007, Síða 8
VÍÐFÖRLI 8 26. ÁRG. 1. TBL. Þrettán trúfélög stofna Samráðsvettvang trúfélaga Stofnfundur Samráðsvettvangs trúfélaga var haldinn föstu- daginn 24. nóvember í Tjarnarsal Ráðhússins. Markmið vettvangsins er að stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks af ólíkum lífsviðhorfum, trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi. Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði fund- inn. Flann ræddi um áhrif trúarbragða á þróun heimsmála og fagnaði stofnun samráðsvettvangsins og þeirra möguleika sem í honum felast, með samstarfi og auknum skilningi á mismunandi trúarhefðum. Marsibil Sæmundsdóttir formað- ur mannréttindanefndar Reykjavíku-rborgar ávarpaði fundinn jafnframt fyrir hönd borgarstjóra og kynnti mannréttindastefnu borgarinnar. Þjóðkirkjan átti frumkvæði að stofnun samráðsvettvangs- ins og kallaði til önnur trúfélög í júní 2005 til að hefja undirbún- ing. Alls eru þrettán trúfélög aðilar að samráðsvettvangnum, sem einnig er opinn lífsskoðunarfélögum um trúarleg efni og býður félögum og stofnunum til samstarfs. Hann veitir leiðtogum og fulltrúum trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni tækifæri til að kynnast, stuðla að málefnalegum samskiptum sín á milli, liðka fyrir miðlun upplýsinga og taka á vandamálum sem upp kunna að koma, í tengslum við ein- elti, óeirðir, styrjaldir, náttúruhamfarir eða slys. Alþjóðahús hefur starfað með undirbúningshópi frá upp- hafi og er Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, upplýsingafulltrúi samráðsvettvangsins. Steinunn A. Björnsdóttir, verkefnisstjóri á Biskups- stofu, er ritari samráðsvettvangsins fram að fyrsta aðalfundi. Stofnaðilar Samráðsvettvangs trúfélaga eru eftirtalin trúfélög: Þjóðkirkjan Fríkirkjan í Reykjavík Kirkja sjöunda dags Aðventista á íslandi Fríkirkjan Vegurinn Baháísamféiagið Félag Múslima á íslandi FFWU - Fteimsfriðarsamband fjölskyldna Kaþólska kirkjan Ásatrúarfélagið Búddistafélagið Krossinn Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga Fleilögu Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa trúfélaganna auk Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, fulltrúa Reykjavíkurborgar og Alþjóðahúss. (Mynd: ASD)

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.