Víðförli - 15.01.2007, Page 14

Víðförli - 15.01.2007, Page 14
VÍÐFÖRLI 14 26. ÁRG. 1. TBL. Kyrrðardagar í Skálholti Kyrrðardagar eru haldnir mánaðarlega í Skálholti á vormisseri og er með ýmsu sniði 26.-28. janúar: Kyrrðardagar og sjálfsskoðun Systkinin dr. Pétur Pétursson prófessor og Sólveig Pétursdóttir félagsmálastjóri veita leiðsögn á þessum dögum þar sem veitt er aðstaða til sjálfstjáningar í hóp- vinnu (socio-drama) og boðið upp á stuðningsviðtöl í vernduðu umhverfi kyrrðardaga. Ekki er um meðferð að ræða. Hámark 14 þátttakendur. 23.-25. febrúar: Æðruleysi Sr. Karl Matthíasson vímuvarnaprestur leiðir þessa daga ásamt Kristni Ólasyni. Þessir dagar eru einkum ætlaðir fólki sem hefur sótt æðruleysismessur. 19.-22. apríl: Kyrrð og útivist Sr. HalldórReynissonfræðslustjóri og sr. Eiríkur Jóhannsson prestur í Hruna annast göngu- og kyrrðardaga þar sem áhersla er lögð á útivist og hreyfingu, andlega og líkamlega hollustu. Þessir dagar hefjast á fimmtudagskvöldi og þeim lýkur á sunnudegi. 27.-29. apríl: Hjónadagar Þessir dagar eru ætlaðir hjónum sem vilja eiga sameig- inlega reynslu af kyrrð, íhugun og samveru. Þeir standa frá fimmtudegi fram á sunnudag. Umsjón er í höndum Hafliða Kristinssonar hjónabandsráðgjafa. 1.-4. mars: Systradagar Konur í kirkjunni koma saman á Imbrudögum að vori. Þessir dagar hefjast á miðvikudagskvöldi og þeim lýkur á sunnudegi. Systurnar annast sjálfar skráningu á þessa kyrrðardaga. 22.-25. mars: Heilsudagar Um þessa daga gildir það sama og um heilsudaga að hausti. Markmið daganna er að tengja saman kyrrð og heilsu. Skráning á þessa daga er í höndum starfshóps um heilsudaga í Skálholti. 27.-29. mars: Kyrrð með Qi Gong 4.-6. maí: Fylgdardagar Þessir kyrrðardagar eru samstarfsverkefni Skálholtsskóla og fylgdarhóps líknardeildar LSH og eru ætlaðir fólki sem tengist þjónustu líknardeildarinnar. Umsjón með þeim hefur sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahúsprestur ásamt fylgdarhópi LSH. Skráningu annast ritari deildarinnar, María Líndal Brynjólfsdóttir í síma 5436603 eða í netpósti: marialin@landspitali.is. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á kyrrðardaga. Verði er stillt í hóf. Skráning í s. 486 8870 eða með netfanginu skoli@skalholt.is 30. mars -1. apríl: Kyrrð líkama og sálar Sr. Jakob Hjálmarsson dómkirkjuprestur og Auður Bjarnadóttir jógakennari leiða þátttakendur á þessum kyrrðardögum inn í kyrrð lík- ama og sálar. 4.-7. apríl: í Dymbilviku Sr.HelgaSoffíaKonráðsdóttir prestur í Háteigskirkju leiðir þessa kyrrðardaga þar sem meðal annars er fjallað um atburði kyrruvikunnar. Þessir dagar hefjast á miðviku- dagskvöldi og þeim lýkur á laugardegi fyrir páska. Gunnar Eyjólfsson leikari leiðir kyrrðardaga sem hefjast á þriðjudagsmorgni og bygg- jast á æfingum og hug- myndafræði Qi Gong tíl að öðlast innri sátt og kyrrð hugans í samhengi kyrrð- ardaga. Skálholt (mynd SÁÞ)

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.