Víðförli - 15.01.2007, Blaðsíða 15

Víðförli - 15.01.2007, Blaðsíða 15
JANÚAR 2007 VI'ÐFÖRLI 15 Porvoo samkomulagið 10 ára Laugardaginn 25. nóvember síðastliðinn var messa í Southwark dómkirkjunni í Lundúnum í tilefni af undirritun Pon/oo sam- komulagsins fyrir 10 árum síðan. í biskupsdæmi Southwark hafa meðal annars finnska, norska og sænska sjómannakirkjan haft höfuðstöðvar sínar til fjölda ára og verið virkir þátttakendur í störfum prófastsdæmisins í Bermondsey. Soutwark dómirkjan er ein þriggja dómkirkna í Lundúnum og stendur sunnan við ána Thames ekki fjarri "London Bridge". Guðsþjónustan var skipulögð af Porvoo tengslanefnd ensku biskupakirkjunnar og þjónuðu í henni biskupar, prestar og djáknar frá öllum aðild- arkirkjum samkomulagsins og prófasturinn í Niðarósi, séra Knut Andersen, sem mörgum íslendingum er kunnur prédikaði. Eftir messuna var haldin ráðstefna um Porvoo samkomulagið þar sem sérstaklega var talað um starf með ungu fólki og hvernig mætti gera þennan aldurshóp virkari í Porvoo samstarfinu. Þar höfðu framsögu, æskulýðsleiðtogi frá Portsmouth, sókn- arprestur í suður Lundúnum og prestur íslendinga í Lundúnum. Á torgi kirkjunnar var svo komið fyrir basar þar sem boðið var upp á vörur frá norsku, sænsku, finnsku og íslensku söfnuðun- um í Lundúnum. Sigurdur Arnarson Prestur íslenska safnaðarins í Lundúnum (mynd: Diocese of Southwark press) Málþing um Porvoo í Hallgrímskirkju Þann 28. janúar kl. 14.00 verður sr. Bjarna Þór Bjarnasyni veitt formlega leyfi til að þjóna innan Evrópustifti Ensku biskupakirkjunnar. Með því tengjast ensku messurnar sem haldnar eru mánaðarlega starfi Ensku biskupakirkjunnar. David Hamid, biskup í Evrópustifti, kemur hingað og setur Bjarna inn í embættið við enska mess í Hallgrímskirkju. Á eftir er boðið upp á kaffiveitingar. Porvoo í dag Kl. 16.00 sama dag hefst í Hallgrímskirkju málþing um Porvoo f tilefni þess að í vetur eru 10 ár frá undirritun Porvoo samkomulagsins. David Hamid, biskup, tekur þátt í málþinginu. Það verður nánar auglýst á www.kirkjan.is Opin námskeið á vegum Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar vorið 2007 Biblíulestrar í samvinnu Leikmannaskólans og Reykjavíkurprófastsdæmis eystra Texti trú og tilgangur Biblían, stjórnmál og staðleysur Kennari er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur Hefst fimmtudaginn 18 janúar og kennt er í 10 skipti tvo tíma í senn kl.. 20.00-22.00 í Breiðholtskirkju Kristur og konurnar Kennari er dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, dósent. Hefst mánudaginn 29. janúar og kennt er í 4 skipti tvo tíma í senn kl. 18.00-20.00 í Grensáskirkju í samvinnu Leikmannaskólans og Reykjavíkurprófastsdæmi vestra Biblían í daglega lífinu Kennari er sr. María Ágústsdóttir héraðsprestur. Hefst miðvikudaginn 14. febrúar og kennt er í fjögur skipti, tvo tíma í senn kl. 20.00-22.00 í Hallgrímskirkju Sálmar páska og hvítasunnu Kennarar eru dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor við H.í og sr. Kristján Valur Ingólfsson, lektor við H.í og sókn- arprestur á Þingvöllum. Hefst mánudaginn 5. mars og kennt er í fjögur skipti, tvo tíma í senn kl. 20.00-22.00 í Grensáskirkju Trúarbrögð á íslandi Umsjón með þessu námskeiði hefur Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir guðfræðingur, verkefnastjóri samkirkju- og upplýsingamála á Biskupsstofu. Einnig munu fulltrúar ólíkra trúarbragða kynna sína trú, sögu hennar, helstu kenningar og starf á íslandi. Hefst miðvikudaginn 7. mars og kennt er í fjögur skipti, tvo tíma í senn kl. 20.00-22.00 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Tákn og táknmál kirkju og trúar. Kennari er Sr. Kristján Valur Ingólfsson, lektor við H.í og sóknarprestur á Þingvöllum Hefst þriðjudaginn 20. mars og kennt er í fjögur skipt, tvo tíma í senn kl. 18.00-20.00 í Grensáskirkju Frekari upplýsingar um námskeiðin má fá á heimasíðu Leikmannaskólans, www.kirkjan.is/leikmannaskoli eða í síma 535 1500. Þar er einnig hægt að skrá sig.

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.