Víðförli - 15.01.2007, Page 16

Víðförli - 15.01.2007, Page 16
VÍÐFÖRLI 16 26. ÁRG. 1. TBL. KIRKJUHÚSIÐ - BÓKABÚÐ Á KRISTNUM GRUNNI Kirkjuhúsið - Skálholtsútgáfan Laugavegi 31 Sími: 552 1090 og 562 1581 Netfang: skalholtsutgafan@skalholtsutgafan.is www.skalholtsutgafan.is “Hííííí-eróóóóónýmus! Hííííí-eróó- óóónýmus!" hrópar Pétur við dyr himnaríkis. Það heyrist greinilega að hann er reiður... Litli engillinn, hann Híerónýmus, er mikill prakkari. Hann eltist við him- neskar kindur, týnir lyklinum að hliði himnaríkis og truflar kórsöng him- insins. Hvernig ætti slíkur engill að geta orðið góður verndarengill? Dag nokkurn fær Híerónýmus verð- ugt verkefni og sekkur sér ofan í það Fást í Kirkjuhúsinu og öllum helstu bókaverslunum VERNDARENGILL LEYSIR MÁLIÐ BÆNABÓKIN Bænasafn heimilanna er að finna í þessari fallegu bænabók. Hún veitir ómetanlega leiðsögn þeim sem vilja fræðast um bæn og þroska trúarlíf sitt. Hér getur hver og einn fundið við sitt hæfi bænir í önnum hversdagsins, í gleði og sorg, nýjar og gamlar, kunnar og óþekktar. Karl Sigurbjörnsson biskup vefur hér saman fortíð og nútíð, reynsluheimi kynslóðanna og veruleika nútímafólks. Þessi bók ætti að vera tij á hverju heimili. Bókin er hönnuð af myndlistarkonunum Björgu Vilhjálmsdóttur og Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. Höfundur er Karl Sigurbjörnsson, biskup. Bæn úr Bænabókinni: Þarfnast þú handa minna, Drottinn, til að geta hjálpað sjúkum, fátækum og nauðstöddum? Drottinn, í dag vil ég gefa þér hendur mínar. Þarfnast þú fóta minna, Drottinn, til að geta vitjað þeirra, sem einmana eru og án vonar? Drottinn, í dag vil ég gefa þér fætur mína. Þarfnast þú vara minna, Drottinn, til að geta talað til allra þeirra, sem þrá kærleiksríkt orð og viðmót? Drottinn, í dag vil ég gefa þér varir mínar. Þarfnast þú hjarta míns, Drottinn, að geta elskað skilyrðislaust sérhvern mann? Drottinn, í dag vil ég gefa þér hjarta mitt. (Móðir Theresa)

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.