Bæjarins besta - 19.01.2000, Blaðsíða 1
mnm n
mnnmm
N liövikudagur 19. jandar 209 o*: 1. tbl . • 1] i. árg.
Stofnað 14. növember 1984 • Sími 459 4599 • Fax 459 4594 • Netfang: bb@bb.is • V erð kr. 200 m/vsk
r
Þolinmæði Guðmundar vegna kaupa á Skutli IS
Sleit viðræðum um
kaup heimamanna
- skip og kvóti verða væntanlega seld í burtu
Á mánudagsmorgun sleit
Guðmundur Kristjánsson
framkvæmdastjóri Básafells
hf. viðræðum við heimamenn
á ísafirði um kaup þeirra á
togaranum Skutli ÍS ásamt
ótilteknu magni af kvóta. Að
þessum viðræðum af hálfu
heimamanna stóðu Isafjarð-
arbær, Lífeyrissjóður Vest-
firðinga og Verkalýðsfélagið
Baldur, allt hluthafar í Bása-
felli, svo og Miðfell hf., sem
rekur rækjuverksmiðju á Isa-
firði.
Viðræðurnar hafa staðið í
nokkrar vikur en upphaflega
var búist við því að samningar
tækjust á fáum dögum. Guð-
mundur mun ekki hafa talið
sig geta beðið lengur eftir
Skutull IS verður vœntanlega seldur burt frá Isafirði.
ákveðnum svörum en sam-
kvæmt heimildum blaðsins
mun þar þó ekki hafa staðið á
Miðfelli hf. eða Isafjarðarbæ.
„Við vonuðumst til að
heimamenn kæmu sér saman
en maður verður að sætta sig
við að seljandinn gefi sér ekki
lengri tíma. Hann var búinn
að gefa okkur mjög langan
tíma“, sagði Halldór Halldórs-
son bæjarstióri í samtali við
blaðið.
í framhaldi af þessu má bú-
ast við að Guðmundur Krist-
jánsson gangi til samninga við
aðra aðila utan Vestfjarða, sem
lýst hafa áhuga á kaupum á
skipi og kvóta.
Bæjarins besta á Netinu
Lifandi fréttavefur
- viðbrögð lesenda miklu meiri en nokkur bjóst við
Hinn nýi netvefur Bæjarins
besta, sem opnaður var um
fyrri helgi, hefur verið sóttur
miklu meira en nokkur bjóst
við, jafnvel þótt engin sérstök
kynning færi fram í upphafi.
Jafnframt hafa undirtektir les-
enda verið einstaklega góðar
og hlýlegar, eins og þær fjöl-
mörgu kveðjur sem borist hafa
úr flestum heimshornum bera
með sér.
Inn á vef BB eru skrifaðar
nýjar fréttir á hverjum degi.
Auk þess er þar margt annað
efni, svo og tengingar sem að
gagni koma. Lifandi vefur er
aldrei endanlega frágenginn
heldur í stöðugri mótun. Á
Net-BB er sífellt veriðað bæta
við nýju efni og nýjum teng-
ingum. Meðal annars verður
vonandi komin sjálfvirk veð-
urmyndavél á skíðasvæði Is-
firðinga inn á skíðasíðu BB
áður en langt um líður.
Lesendur eru hvattir til að
skoða sig um á BB-vefnum
og skrifa í gestabókina sem
þar er. Allar ábendingar um
þennan vef og hvernig mætti
gera hann betri eru vel þegnar.
Slóðin er www.bb.is.
JViflíoiffid miliið ai BVD
mynium til sðlu
HAMRABORG
Sími: 456 3166