Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.01.2000, Side 13

Bæjarins besta - 19.01.2000, Side 13
Mjög alvarlegt brot á samningi um sjúkraflug Fær hálfa mllljón króna á mánuði - fyrir að hafa flugvél reiðubúna hér vestra Starfsmenn FSÍ gripn í tómt þegar senda átti sjúkling í bráðri lífshœttu með sjúkraflugi á gjörgœslu í Reykjavík. Bolungarvík arnir duttu út BB-vefurinn Kveðjur víðaað Fráþví að hinn nýi vefur Bæjarins besta á Netinu var opnaður um fyrri helgi hafa borist kveðjur frá flestum heimshornum, bæði í gestabókina á vefn- um og í venjulegum tölvu- pósti. Við leyfum okkur að birta hér brot úr þeim kveðjum sem borist hafa: Ég óska ykkur hjartan- lega til hamingju með þennan fréttavef. Þetta er frábært framtak og hefur mjög mikið að segja fyrir þá sem eru fjarri heima- högunum og ná ekki í blöðin. FreyrWaage, starfsmaður Royal Greenland, Nuuk, Grænlandi. Til hamingju með glæsilegan fréttavef! Guðjón Einarsson, rit- stjóri Fiskifrétta. Til hamingju með vef- inn. Vestfirðingar þurfa á rödd að halda. Gunnar Jakobsson, Yale- háskóla, Bandaríkjunum. Það er ekki hægt að fá nóg af fréttum, ekki síst fréttum að vestan. Ingvar Bjarnason, Bret- landi. Sælir H-prentarar og til hamingju með vefmn sem lofar góðu og mun kalla á reglulegar heimsóknir. Með kveðju úr Kvosinni. Jakob Falur Garðarsson, Reykjavík. Til hamingju með þessa fréttasíðu. Það er gott að geta nú fylgst með fréttum heima. Mogginn og Vísir eru svo takmarkaðir í lók- alfréttum. Jón Tynes, félagsmála- stjóri, Ammassalik, Græn- landi. Það verður gaman að geta kíkt á vefinn frá Isa- firði. Bestu kveðjur frá Svíþjóð. Kristinn Bœringsson, Sví- þjóð. Til hamingju með glæsilegan vef og flott framtak. Kær kveðja. Olafur Halldórsson (Oli Halla), Noregi. Takk fyrir framtakið! Gaman að geta fengið ferskar fréttir frá heima- högunum. Páll Leifsson, Danmörku. Takk fyrir, takk fyrir. Það er stórkostlegt að geta setið hér í Kína og horft á veðrið „heima“, eins og maður sé að horfa út um gluggann. Frábært að geta fylgst með vestfirskum fréttum. Kveðjurí snjóinn. Sigmar Olafsson, Guang- zhou, Kína. Frábær að geta kíkt á það sem gerist á gömlum slóðum. Óska ykkur til hamingju með vefínn og bjartrar framtíðar. Kveðja heim á fsó frá okkur hér í Pitt. Vernharður Guðna- son, Pennsylvaniu. „Mýflug hf. skuldbindur sig til að hafa flugvél og flugmenn á bakvakt staðsetta annað hvort að Holti eða á ísafirði frá sólsetri til sólarupprásar og þegar veður hamlar lend- ingu“, segir m.a. í samningi heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytis og Tryggingastofnunar ríkisins við Mýflug hf. Eins og fram kom á vef BB reyndist engin sjúkraflugvél til staðar þegar til átti að taka rétt fyrir miðnætti sl. þriðju- dagskvöld, en þá þurfti að koma ungri konu í bráðri lífs- hættu frá ísafirði í skyndingu á gjörgæsludeild syðra. For- ráðamenn Mýflugs höfðu sent sj úkrafl ug véli na burt í skoðun eða viðgerð eða annarra er- inda án þess að láta vita og án þess að fá aðra vél í staðinn á meðan. Það varð konunni til lífs, að TF Líf, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, komst vestur um nótt- ina við illan leik. Veður var mjög slæmt fyrir þyrluna og tók ferðin vestur um tvær klukkustundir. Það var ekki fyrr en um fimmleytið um morguninn sem hún lenti við Borgarspítalann í Reykjavík. Áður en Mýflug tók að sér sjúkraflugið hér vestra var það í höndum íslandsflugs og samkvæmt heimildum blaðs- ins komu þá aldrei upp atvik af þessu tagi. Sami flugmaður og annaðist þetta flug fyrir íslandsflug hefur það með höndum fyrir Mýflug og sam- kvæmt heimildum blaðsins er ekki við hann að sakast í þessu máli. Samkvæmt áðurnefndum samningi hefur Mýflug hf. „forgang að öllu sjúkraflugi á Vestfjörðum nema aðstæður krefjist annars að mati heil- brigðisstarfsmanns". Heil- brigðis- og tryggingaráðu- neytið „try ggir Mýflugi hf. kr. 500.000 á mánuði sem fasta greiðslu fyrir þjónustu sam- kvæmt samningi þessum“. Fyrir hvert sjúkraflug fráVest- fjörðum til Reykjavíkur „eru að auki greiddar kr. 114.600 að meðtöldum hluta sjúklings. Næturálag er kr. 10.000.“ Ekki eru í samningnum nein ákvæði um viðurlög vegna brota á honum. Þegar haft var samband við skrifstofu Mý- flugs hf. fengust þar engar upplýsingar um þetta mál og ekki náðist í þann mann sem vísað var á. „Það er ljóst að við höfum búið við falskt ör- yggi“, sagði einn viðmælandi blaðsins. Rafmagn fór af Bolung- arvíkurkaupstað laust eftir kl. níu á laugardagskvöld en var komið á aftur um tíu mínútum seinna. Um leið og rafmagnið fór rofnuðu útsendingar ríkisútvarpsins, bæði Rásar 1 og Rásar 2, og voru báðar stöðvarnar úti í rúman hálftíma, svo og Rík- issjónvarpið. Veður var mjög slæmt á landinu um helgina og allvíða varð tjón. Útsendingar Bylgjunnar rofnuðu hins vegar ekki og ekki heldur útsendingar Stöðvar 2 og Sýnar. Við- mælendur blaðsins í Bol- ungarvík hafa varpað fram þeirri spurningu af þessu til- efni, hvort ekki sé réttara að hafa skylduáskrift að miðl- um Islenska útvarpsfélags- ins frekar en að ríkismiðl- unum, ef einhver skyldu- áskrift á að vera á annað borð. Ein helsta röksemd Bolungarvíkurkaupstaður verður gestgjafi Þjóðahátíðar Vestfirðinga í ár og verður fyrir skylduáskrift að fjöl- miðlum ríkisins er öryggis- þátturinn. Til þess að geta fengið útsendingar Stöðvar 2 og Sýnar óruglaðar er skylt að greiða líka afnota- gjald til Ríkisútvarpsins. Á mánudag þegar blaðið leitaði skýringa hjá Ríkis- útvarpsinu syðra á því að sendingarnar duttu út feng- ust engin svör. Þar höfðu menn ekki heyrt um það áður. hún haldin þar í bæ sunnu- daginn 26. mars nk. Hátíð með þessu nafni var haldin í fyrsta sinn í fyrra í íþróttahúsinu á Flateyri. Hún tókst hið besta og komu þar vel á annað þúsund manns, að talið er. Fyrsta samkoman af þessu tagi var hins vegar haldin í Grunnskólanum á ísafirði árið á undan og sprengdi hún utan af sér húsnæðið. Leitast er við að halda þessa hátíð sem næst hinum alþjóðlega degi Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttafordómum en hann er 21. mars ár hvert. Magnús Ólafs Hansson í Bolungarvík er einn þeirra sem vinna að undirbúningi há- tíðarinnar. í samtali við blað- ið sagði hann að nú stæði yfír söfnun upplýsinga um allt fólk á svæðinu með erlent rík- isfang svo að hægt verði að senda því bréf með upp- lýsingum um hátíðina. Vegna þess að ekki finnast allir á þjóðskrá eða í öðrum tiltæk- um gögnum vill Magnús beina því til allra hér vestra sem eru af erlendu bergi brotnir, að þeir hafi samband við hann eða Bryndísi Frið- geirsdóttur á skrifstofu Rauða krossins við Suðurgötu á ísa- firði. Jafnframt er því beint til Islendinga sem þetta lesa að þeir hjálpi til í þessu efni. „Það er markmið okkar að ekki takist lakar til nú en á Flateyri í fyrra. Við vonumst til að fá í ár að minnsta kosti tvö þúsund manns á hátíð- ina“, sagði Magnús Ólafs Hansson. Taktu forskot a friið Flughótelið í Keflavík býður glæsilegt tilboð á gistingu og bílageymslu Eins manns herbergi 4.500 kr. Innifalið er morgunverður, aðganguraðheilsurækt* meðheitum potti, gufubaðiog tækjasal, bíla- geymsla í 7 daga og akstur að Leifsstöð fyrir þá morgunhressu*. 'Akstur að Leifsstöð er einungis á ákveðnum tímum: kl. 06:10 og 0?:20. 'Heilsuræktin er opín frá mánudegi til föstudags kl. 10:00 • 22:00 og laugardag og sunnudag kl. 10:00 -19:00. Gildirfrá 1. október 1999 til 30. apríl 2000 FLUGHOTEL ICELANDAIR HOTELS Bókunarsími: 42 1 5222 Þjóðahátíð V esttjarða í Bolungarvík Leitað að er- lendu fólki MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 2000 13

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.