Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.01.2000, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 19.01.2000, Blaðsíða 2
Borgarafiindur Eldingar í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði * Utgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is Ritstjóri: SigurjónJ. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is Blaðamaður: Hlynur Þór Magnússon, sími 862 1874, netfang: blm@bb.is Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is Stafræn útgáfa: www.bb.is Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Fundað í Stjórn- sýsluhúsinu Það vantaði ekki „hákarlana" á Eldingarfundinn í Stjórn- sýsluhúsinu á Isafirði á sunnudaginn. Til fulltingis Guðmundi Halldórssyni, formanni Eldingar, voru mættir formaður og framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Og þar einnig í kór þrír þingmenn kjördæmisins með formann sjávar- útvegsnefndar í broddi fylkingar. Þótti þó mörgum sem kór- bekkurinn væri ekki fullsetinn. Vestfirskum trillukörlum [trillukarl er miklu þjálla orð en smábátaeigandi, auk þess sem trillukarlinn stundar sjóinn, að öllum líkindum, en það er meira en hægt er að segja um marga „smábátakvótaeigendur"] var heitt í hamsi. Innihald tillagna, sem lagðar voru fyrir fundinn, og ályktun fundarins sem afgreidd var með lófaklappi, bera því órækt vitni. Vest- firskir trillukarlar eru þess fullvissir að þeir hafi mikið til síns máls. Undir það skal tekið með trillukörlum, að víða væri illa komið fyrir sjávarplássum ef þeirra hefði ekki notið við. Á þeirri skoðun, að krókaveiðar eigi að hafa forgang á grunnsævi og íbúar byggða við sjávarsíðuna eigi að njóta þess frumréttar, sem þeir hafa notið um aldir, að nýta fiskimiðin við bæjardyr- nar, hefur ekki verið legið í leiðaraskrifum blaðsins. Stjórn Eldingar vill að hugsanleg aukning aflaheimilda vegna stækkandi þorskstofns fari til báta innan við tíu tonn að stærð og gerir grein fyrir nánari reglum þar um. Tillögu þeirra lýkur svohljóðandi: „Þeir sem fá þessar veiðiheimildir mega hvorki leigja né selja frá sér aflaheimildir." Hér mætti skýrar að orði komast. En þar sem ekki er með öðrum hætti komið inn á framsal aflaheimilda í tillögunni liggur beinast við að álykta að skerðingarákvæðið gildi aðeins um viðbótarheimildina. Sé svo, er með ályktuninni verið að lýsa yfir að vestfirskir trillukarlar vilji að öðru leyti halda í óbreytt framsal aflaheimilda, eða hvað? Hvaða ákvæði fiskveiðistjórnunarlaganna halda menn að hafi gert kvótahandhöfum kleift að braska með „frumrétt strandveiðisamfélaganna til nýtingar aðlægra fiskimiða“, svo notað sé orðalag Eldingarmanna, og skilja íbúana eftir rétt- lausa? Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Það verður aldrei sátt um annað en að tekið verði meö öllu fyrir úthlutun aflaheimilda til þeirra, sem ekki ætla sér að sækja sjó og afreka það eitt að selja aflaheimildirnar eða leigja þær ár eftir ár og stinga ágóðanum í vasann. Slíkar „útgerðir“ eiga engan rétt á sér og hafa aldrei átt. Oheft framsal aflaheimilda og braskið í kvótakerfinu nægir eitt og sér í annan fund í Stjórnsýsluhúsinu á Isafirði. Og þá gengur ekki að kórdrengirnir sitji fylgdarlausir einir á bekk. - s.h. OÐÐ VIKUNNAD Kumpán / kumpáni Einhverjir kynnu að halda að orðið kumpán eða kumpáni (félagi, náungi) sé nýleg sletta í íslensku. Þetta orð er hins vegar að finna í sjálfri Sturlungu frá því á 13. öld. Orðið kumpáni er samstofna orðinu kompaní (félag), sem nú er að mestu hætt að nota hérlendis. Lengi var Gamla kompaníið þekkt fyrirtæki í Reykjavík. Vel þekkt er einnig samtalsbók Þórbergs og Matthíasar, í kompaníi við allífið. v Z J „Það eru trillukarlar sem bjargað hafa byggðinniu I upphafi borgarafundarins sem Elding, félag smábátaeigenda á Vestfjörðum, gekkst fyrir í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði á sunnudaginn, lagði formaður fram til- lögur stjórnar félagsins um úrbætur í fiskveiðistjórnunarkerfmu. Þær eru þessar: 1. „Aukning á aflaheimild- um, sem hugsanlega koma til framkvæmda vegna stækk- andi þorskstofns, fari til báta innan við 10 tonn að stærð, vegna augljósra byggðasjón- armiða. Þessar veiðiheimildir út- hlutist á bátana eftir sömu reglum og aðrar veiðiheim- ildir. Hjá bátum í dagakerfi fjölgi dögum í sama hlutfalli og veiðiheimildir hjá öðrum smábátum. Þessari aukningu á afla- heimildum skal landað í fisk- vinnslustöð viðkomandi svæðisfélags á markaðsverði með 10% afslætti af því mark- aðsverði sem er á viðkomandi svæði. Þeir sem fá þessar veiðiheimildir mega hvorki leigja né selja frá sér afla- heimildir.“ 2. „Við mótmælum harð- lega kvótasetningu á ýsu, steinbít og ufsa.“ I lok fundarins var síðan eftirfarandi ályktun samþykkt einróma með lófataki: „Borgarafundur, haldinn í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði 16. janúar 2000, bendir á þró- un byggða og krefst þess að tekið verði fullt tillit til byggðamála við uppstokkun fiskveiðikerfisins. Fundurinn gerir þá skýlausu kröfu á hendur löggjafanum, að inn í lög um stjórn ftskveiða verði settar lagagreinar sem skil- greina frumrétt strandveiði- samfélaganna til nýtingar að- lægra fiskimiða.“ Til fundarins efndi Elding í samráði við Landssamband smábátaeigenda og var hon- um ætlað að fjalla almennt um byggðavandann á Vest- fjörðum með sérstakri áherslu á sjávarútveg og fiskvinnslu. Yfirskrift fundarins var: Er ögurstund byggða áVestfjörð- um að renna upp? Ekki var stofnað til þessa fundar í tilefni af dómi Hér- aðsdóms Vestfjarða í máli Vatneyrar BA, eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, enda var búið að ákveða hann áður en dómurinn var kveðinn upp. Framsöguerindi fluttu þeir Guðmundur Halldórsson, for- maður Eldingar, Arthúr Boga- son, formaður Landssam- bands smábátaeigenda, Örn Pálsson, framkvæmdastjóri sambandsins, og þrír þing- menn Vestfirðinga, þeir Einar Kristinn Guðfinnsson, for- maður sjávarútvegsnefndar Alþingis, GuðjónArnarKrist- jánsson og Einar Oddur Krist- jánsson. Þingmennirnir Krist- inn H. Gunnarsson og Sig- hvatur Björgvinsson höfðu boðað komu sína á fundinn en gátu ekki mætt. Fundarstjóri var Magnús Reynir Guðmundsson og fundarritari Birkir Friðberts- son. Hér fara á eftir nokkrar glefsur frá fundinum. Guðmundur Halldórsson, formaður Eldingar: Fólkið sat uppi með verðlausar eignir I byrjun áttunda áratugarins hefst mikil uppbygging at- vinnulífs á Vestfjörðum. Tog- ari er keyptur í hvert byggðar- lag og víða tveir; þrír á fsa- fjörð. Lítil frystihús breyttust í öflug fiskiðjuver og tækni- væðing jókst. Allir þessir tog- arar, ásamt öflugum vertíðar- skipum, báru mikið hráefni að landi til vinnslu í ftsk- vinnslustöðvunum. Á þessum tíma ríkti mikið góðæri á Vestfjörðum... Hinn almenni borgari hafði trú á sinni heima- byggð og fjárfesti í nýju hús- næði... En árið 1984 kemur kvót- inn, sem Vestfirðingar voru einum rómi andvígir. Við fór- um einstaklega illa út úr kvót- anum... Þannig fór að fjara undan fiskvinnslunni og út- gerðinni á Vestfjörðum og hvert fyrirtækið af öðru fór á hausinn og kvótinn flutti bú- ferlum og atvinnulífið hrundi í hverju byggðarlaginu af öðru... Fólkið sat uppi með verðlausar eignir... Hvernig er staðan í dag? Enginn togari á svæðinu frá Patreksfirði til ísafjarðar gamla. Þrír vertíðarbátar á öll- unt Vestfjörðum, Núpur frá Patreksfirði, María Júlía frá Tálknafirði og Guðný frá Bolungarvík... María Júlía er hálfrar aldar gamalt skip og Guðný er 43 ára. Að öðru leyti byggist floú Vestfirðinga á Einar K. Guðfiitnsson. smáum rækju- og snurvoðar- bátum, auk þeirra togara sem ennþá eru á ísafirði og í Súða- vík. En burðarás atvinnulífs- ins á Isafirði eru trillur innan við sex tonn... Það eru trillu- karlar sem bjargað hafa byggðinni á Vestfjörðum... Það var vitlaust gefið í þessu kerfi. Byggðasjónarmiðin gleymdust... Það verður að gera þá kröfu til Alþingis íslendinga að það setji lög sem standast stjórnar- skrána. Arthúr Bogason, formaður LS: Réttur strand- veiðibyggða yerði við- urkenndur Arthúr fagnaði dómi Hér- aðsdóms í Vatneyrarmálinu. „Ef hún stenst [7. gr. laga frá 1990 um stjórn fiskveiða], þá skiptir í raun og veru ekki máli hver er fjöldi veiðileyfa. Ef hún hins vegar stenst ekki, þá eru menn í miklum vanda. Ykkur er enginn greiði gerður með því að fegra það ástand sem gæti skapast ef 7. grein laganna fer sömu leið fyrir Hæstarétti og fimmta greinin gerði. Það kann vel að vera að stjórnvöld finni leið framhjá báðum þessum dómum, ef þessi dómur verður staðfestur í Hæstarétti, og keyri hér áfram kvótakerfi, þvert ofan í þær staðreyndir sem blasa við varðandi byggðaþróun og varðandi þá megnu óánægju sem þetta kerfi hefur leitt af sér... Ég held að það sé mjög mik- ilvægt að þessi fundur sendi skýr skilaboð um það, að á hvorn veginn sem þessi hæst- aréttardómur fer, þá sé það á hreinu að stjórnvöld taki með í reikninginn fleira en kenn- ingar hagfræðinganna ofan úr Háskóla. Kenningar hagfræð- Guðjón A. Kristjánsson. inganna ofan úr Háskóla eru einfaldar: Því stærra, því betra; því færra, því betra. Ég hef heyrt suma af þessum mönnum segja það. orðrétt, að það sé best að leggja þessar byggðir af. Það sé hagkvæm- ast... En krafan sem verður að koma frá þessum fundi og verður að koma frá þessum strandveiðibyggðum, er að réttur þeirra til að nýta að- liggjandi fiskimið verði við- urkenndur í lagasetningu og frekari útfærslu hennar. Einar Kristinn Guðfinnsson, alþm.: Byggða- vandinn háskaleg- asta þjóðf- élagsmeinið Einar fagnaði því að Elding skyldi leggja fram tillögur sem gætu orðið umræðu- grundvöllur af hálfu félagsins. „Þó að við kunnum að vera misjafnlega sátt við þessar til- lögur, þá eru þær af hálfu fé- lagsins frumkvæði til þess að opna umræðu um það, hvemig við getum reynt að snúa við þeim háskalega byggðavanda sem ég tel að sé mesta þjóð- félagsmein Islendinga nú um stundir... Yfirskrift þessa fundar skír- skotar til þess ástands sem við finnum öll að er til staðar... Við erum að lýsa ástandi sem við höfum öll miklar áhyggjur af. Það er engin spurning að þessi búseturöskun sem við höfum verið að upplifakemur ekki bara illa við okkur sem hér búum. Hún er þegar farin að valda miklum erfiðleikum annars staðar í þjóðfélaginu... Ég tel að þetta mál sé miklu flóknara en svo, að það leysist með einni ráðstöfun á einu sviði... Því hefur oft verið haldið fram að Vestfirðingar geti sj álfum sér um kennt, þeir hafi ekki sinnt nægilega vel um 2 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.