Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.01.2000, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 19.01.2000, Blaðsíða 7
Skjalasafnið á ísafirði Gamlar litfilmur liggja undir skemmdum Súðavík Fimm ár frá slysinu mikla Þess var minnst við helgi- stund í Súðavíkurkirkju sl. sunnudagskvöld, að um þessar mundir eru fimm ár liðin frá því að snjóflóðið mikla féll á Súðavík og fjórtán manns fórust. A altarinu var kveikt á fjór- tán kertum fyrir þau sem létust og blómsveigur lagður framan við altarið. Barði Ingibjarts- son, formaður sóknarnefndar, las nöfn þeirra sem fórust og viðstaddir risu úr sætum í minningu þeirra. Kammerkór- inn söng, Sigríður Ragnars- dóttir lék á orgelið og Jónas Tómasson lék á flautu. Prestur við athöfnina var sr. Magnús Erlingsson. Mark Burton. Karfan Enskur leikmaður tílKFÍ Lið KFÍ hefur fengið til sín enskan leikmann, Mark Burt- on að nafni, til að styrkja sig fyrir lokasprett íslandsmóts- ins. Mark kom til landsins á sunnudag og verður löglegur með KFI í leiknum gegn Tindastóli sem fram fer 30. janúar. MarkBurtoner21 árs, 1,84 á hæð, og kemur frá Derby Storm sem leikur í bresku úr- valsdeildinni. Til Derby kom hann frá bandarísku háskóla- liði, en var áður hjá unglinga- liði London Towers. Þar lék hann undir stjórn Tonys Garbelotto, núverandi þjálfara KFÍ. Mark Burton kemur inn í lið KFI sem leikstjórnandi í stað Hrafns Kristjánssonar sem átt hefur við meiðsli að stríða og leikur ekki meira í vetur. Auglýsingar og áskrift Sími 456 4560 Mjög brýnt er að þegar verði ráðist í að bjarga elstu litfilmum myndasafns Skjala- safnsins á ísafirði undan tím- ans tönn. Á fundi menningar- nefndar ísafjarðarbæjar í síð- ustu viku gerði Jóhann Hin- Nýsköpun 2000 er nafn á samkeppni um viðskiptaáætl- anir, sem Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Byggðastofn- riksson forstöðumaður grein fyrir ástandi myndasafnsins og kom fram að þetta mál þolir ekki bið. Vinda verður bráðan bug að því að skanna myndirnar á filmunum á tölvutækt form. un, Morgunblaðið og KPMG standa fyrir. Samkeppnin er öllum opin og verður í tengsl- um við hana haldið námskeið Vélbúnaður til þess verks er að mestu til á safninu en nauð- synlegur hugbúnaður, sem m.a. er fyrirhugað að haldi utan um skjalavistun Isafjarð- arbæjar, er ókominn. Jóhann sagði að hugssan- á ísafírði um mánaðamótin. Þátttaka í þessari sam- keppni er öllum heimil og end- urgjaldslaus. Þeir sem vilja lega mætti vinna þetta verk með styrk frá Atvinnuleysis- tryggingasjóði og að vinnan gæti farið fram gegnum tölvu- samband, til dæmis á Þing- eyri. kynna sér tilhögun hennar nánar geta gert það á vef At- vinnuþróunarfélagsins sem annast málið hér vestra. Súðavík Rannsókn farí fram Það er krafa aðstandenda þeirra sem fórust í snjóflóðinu mikla í Súðavík fyrir fimm árum, þar sem fjórtán manns létu lífið, að fram fari opinber rannsókn á málavöxtum. Ef ekki verður orðið við þeirri kröfu er ætlunin að höfða einkamál á hendur þeim aðil- um sem eiga í hlut. Stjórnvöld brugðust í þessu máli, að dómi þeirra sem rann- sóknar kretjast, og telja þeir nauðsynlegt að allir þættir þess verði upplýstir. Bæði sýslumaðurinn á Isa- firði og sveitarstjórinn í Súða- víkurhreppi hafa lýst sig fylgj- andi því að rannsókn fari fram. ísafjörður Breytingar hjá Sjóvá Tryggingafélagið Sjóvá-Al- mennar hf. hefur keypt af ís- firskum jafnaðarmönnum húsnæði það á jarðhæðinni við Aðalstræti 26 á ísafirði, þar sem Blómabúð Isafjarðar er nú. Með vorinu mun umboð Sjóvár-Almennra á Isafirði flytjast í hin nýju húsakynni og jafnframt mun þáTorfi Ein- arsson taka við umboðinu af Tryggva Tryggvasyni. Torfi starfar nú sem skrifstofumað- ur hjá umboði Sjóvár-Al- mennra í Eyrarskála við Sundahöfn. ísaQörður Blómabúð ísafjaröar flytur Blómabúð Isafjarðar, sem nú er við Aðalstræti 26 á ísa- firði, flyst um mánaðamótin í húsnæði það við Aðalstræti 20 þar sem Vitinn var á sínum tíma, við hliðina á Ríkinu. Verslunin hefur haft núverandi húsnæði á leigu hjá ísfirskum jafnaðarmönnum og verður áfram leigutaki hjá þeim á nýja staðnum. Þeir hafa hins vegar selt Sjóvá-Almennum húsnæðið að Aðalstræti 26. Nýja húsnæðið er minna en núverandi pláss. „Þetta verður lítil sæt blómabúð“, sagði Ás- dís Helga Olafsdóttir í samtali við blaðið, en hún annast rekstur verslunarinnar sem er í eigu manns hennar, Sigur- þórs Óskarssonar. ÍSAFJARÐARBÆR Gjaldskrá fyrír byggingarleyfis- og gatnagerð- argjöld og gjald fyrir vottorð byggingarfulltrúa Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar hefur samþykkt meðfylgjandi gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- og gatnagerðargjöld og gjald fyrir vottorð byggingarfulltrúa. Gjaldskráin tók gildi 1. janúar 2000. Gjaldstuðlar til A-gatnagerðargjalds: Gjald pr. 1. jan. 2000 Einbýlishús 10,00% Kr. 2.492,-pr. m3 Rað- og sambýlishús (mest fjórar íbúðir) 8,00% Kr. 1.994.-pr.m3 Fjölbýlishús (fimm íbúðir eða fleiri) 4,50% Kr. 1.122.-pr. m3 Verslunar- og skrifstofuhúsnæði 11.00% Kr. 2.742,-pr.m3 Iðnaðar- og annað atvinnuhúsnæði 6,00% Kr. 1.495.-pr. m3 Bifreiðageymslur í áður byggðum hverfum 5,50% Kr. 1.371.-pr. m3 Skólamannvirki 6,00% Kr. 1.495,-pr. m3 Áfastir sólskálar (a.m.k. 80% veggja skal vera gler) 3.00% Kr. 748.- pr. m3 Gjaldstuðlar til B-gatnagerðargjalds: Gjald pr. 1. jan. 2000 Einbýlishús 2,00% Kr. 498.- pr. m3 Rað- og sambýlishús (mest fjórar íbúðir) 1,50% Kr. 374,- pr. m3 Fjölbýlishús (fimm íbúðir eða fleiri) 0,75% Kr. 187,- pr. m3 Atvinnuhúsnæði 0.75% Kr. 187.- pr. m3 Verslanir og skrifstofur 2,00% Kr. 498,- pr. m3 Opinberar byggingar 2,00% Kr. 498.- pr. m3 Alyggingarleyíisgjiild: Gjald pr. 1. jan. 2000 Lágmarksgjald Kr. 3.000,- Nýbygginar pr. rúmmetra Kr. 30.-pr. m3 Sumarbústaðir pr. rúmmetra Kr. 150.- pr. m3 Gjald vegna stöðuleyfis hjólhýsa Kr. 4.000.-pr.m3 ACIjaldskrá fyrir vottorð: Gjald pr. 1. jan. 2000 Fokheldisvottorð og vottorð vegna endurbótalána Kr. 5.000,- Gatnagerðargjöld eru miðuð við byggingarkostnað vísitölufjölbýlishúss og breytast með breytingum á byggingarvísitölu. Byggingarfulltrúinn í Isafjarðarbœ. Atvinnuþróunafélag Vestfjaröa í samvinnu við fleiri aðila Samkeppni um viðskiptaáætlanir MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 7

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.