Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.01.2000, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 19.01.2000, Blaðsíða 9
Halldóra ásamt foreldrum sínum, Guðmundi Halldórssyni og Dagbjörtu Torfadóttur í Bolungarvík. í Bræðratungu. Hún fékk þar góða þjónustu og við eruni engan veginn að kasta rýrð á sambýlið þar. En einmitt þess- ari konu virðist henta betur að búa ein og fá að ráða sér sjálf. Hún hefur sjálf sýnt það mjög skýrt. Líf hennar er innihalds- ríkara eftir að hún fluttist hing- að. Henni líkaði ekki að búa með öðrum og sýndi það á ákveðinn hátt. Við erum að reyna að auðga líf hennar og það virðist hafa tekist. Þess vegna erum við ákveðnar í því að halda þessu áfram. Eg held því ekki fram að þetta henti öllum sem eru í svipuð- um sporum en hins vegar er enginn vafi að það hentar öll- um að hafa eins persónulega þjónustu og Halldóra fær. Minn draumur er sá, að allir geti notið slíkrar þjónustu, hvort sem þeir búa þrír eða fjórir saman eða hver út af fyrir sig.“ Ingibjörg: „Þau sex ár eða þar um bil sem ég hef þekkt Halldóru hefur hún ekki sóst mikið eftir félagsskap við ann- að fatlað fólk. Frekar hefur hún leitað félagsskapar hjá ófötluðum. Þó að hún sé mjög mikið fötluð sjálf, þá virðist hún ekki finna samkennd með öðrum sent svipað er háttað um.“ Þær Laufey og Ingibjörg segja að foreldrar Halldóru hafi tekið mjög virkan þátt í undirbúningnum að þessari breytingu á lífi hennar og aðstæðum. Laufey: „Við tókum þrjá mánuði í að búa Halldóru undirflutninginn.Viðfengum íbúðina löngu áður en hún flutti sjálf og síðan kom hún öðru hverju, skoðaði sig um, kom með hlutina sína smátt og smátt og kom þeirn fyrir og síðan hjálpuðu foreldrarnir og fjölskyldan henni við sjálfan flutninginn.“ Ingibjörg: „Daginn sem hún flutti búferlum kom enginn starfsmaður nálægt því, held- ur var það hún sjálf sem flutti með aðstoð fjölskyldu sinnar. Hér var einfaldlega ung kona að stofna sitt eigið heimili. Hún fékk lánuð húsgögn og foreldrarnir aðstoðuðu hana eins og gengur og gerist þegar ungt fólk fer að búa sjálft. Að flytjast úr föðurhúsum er eðlileg þróun ílífi fólks, hvort heldur er hjá fötluðum eða ófötluðum." Miklar framfarir Halldóra Guðmundsdóttir er hálfþrítug að aldri. Hún starfar fimm daga vikunnar í Hvestu, sem er vinnustaður og hæfingarstöð í Bræðra- tungu. Framfarirnar hjá henni í vinnunni eftir að hún fluttist áeigið heimili eru greinilegar. Þegar hún kemur heim úr vinnunni bíða dagleg heim- ilisstörf. Hún stundarfélagslíf eftir því sem heppileg tæki- færi gefast. Eftir að hún komst í kynni við körfuboltann hefur hún fengið mikinn áhuga á flestum íþróttum sem áhorf- andi, bæði í sjónvarpi og jafn- vel líka í útvarpi. Áður horfði hún aldrei á sjónvarp og vildi það ekki. Nú kveikir hún sjálf á sjónvarpinu þegar hana lang- ar til og slekkur aftur þegar henni hentar. Foreldrar Halldóru eru hjónin DagbjörtTorfadóttirog Guðmundur Halldórsson, skipstjóri í Bolungarvík. Þau segja frá dóttur sinni, ævi hennar og högum. Tengdi fjöl- skylduna sainan „Halldóra er mongólíti og mjög þroskaheft af mongólíta að vera. En hún villir á sér sýn, vegna þess að hún fer mjög vel með það sem hún á. Hún er mjög kát þegar sá gáll- inn er á henni og hrífur aðra með sér. Það þykir öllum vænt um hana sem eru í kringum hana. Það var auðvitað mikið áfall þegar við vissum að Halldóra var þroskaheft. Við gengum í gegnum það eins og allir aðrir að átta okkur á slíku. En Hall- dóra gaf okkur strax ákaflega mikið. Systkinin eru sex, þannig að þetta var átta manna fjölskylda. Og þegar hún var komin í hópinn, yngst af syst- kinunum, þá var það hún sem tengdi þessa stóru fjölskyldu saman. Það höfðu allir yndi af henni. vegna þess að hún gaf svo mikið af sér." Baráttan við kerfið „En við komumst fljótlega að því vandamáli, sem við vonum að sé nú á undanhaldi, að kerfið svokallaða vildi ekki taka við þessum börnurn. Fyrst fór Halldóra á barna- leikvöll hér í Bolungarvík. Svo fluttum við til Ólafsvíkur en þá fékk hún ekki inni á leikvellinum þar, vegna þess að forstöðukonan vildi ekki taka hana og hafði uppi alls konar afsakanir. Þá var Hall- dóra fimm ára. En konur í Ólafsvík bjóðast þá taka sín börn af leikvellinum til að þar verði pláss fyrir Halldóru. Árangurinn varð sá, að for- stöðukonan kemur og býður okkur pláss fyrir Halldóru. Og skemmst er frá því að segja, að þessi forstöðukona reynd- ist henni mjög vel. Síðan byrjaði baráttan við skólakerfið. Halldóra kemst á skólaskyldualdur en skóla- stjórinn í Ólafsvík segist ekki geta tekið við henni. Hann hafi ekki sérmenntað starfs- fólk, skólinn sé í fjárþröng og þar fram eftir götunum. Við segjumst ekki vera að fara fram á sérmenntað fólk, held- ur einfaldlega að Halldóra fái að umgangast önnur börn þannig að hún einangrist ekki. Þetta viðhorf fannst okkur að skólastjórnendur og kennarar skildu ekki. Þeir litu bara svo á að hún lærði ekki neitt í skóla. Við erum aftur á móti sannfærð um að enginn hefur meira gagn af skólavist en ein- mitt fatlað barn. Fyrir börn sem geta ekki tekið þátt í venjulegum félagsskap og leikjum er nauðsynlegt að fá að umgangast venjuleg og heilbrigð börn til þess að vinna gegn einangrun og van- metakennd. Svo kom að því að við flutt- urn aftur hingað til Bolungar- vfkur og þá byrjaði sama stríð- ið við skólastjórann hér. Hann tekur málið til athugunar og hugsar það í þrjár vikur. Þegar loksins kemur svar, þá er það svo vinsamlegt að hann kveðst skulu taka við Halldóru hálf- líma á dag. Þegar hann var minntur á að það væru lands- lög að hún væri skólaskyld eins og önnur börn, þá voru viðbrögðin þau sömu og í Ólafsvík. Allir töluðu fallega um að það ætti að gera allt fyrir þessi börn, en þegar kom að þeim sjálfum að fram- kvæma, þá var allt í veginum. Að vísu rey ndi aldrei á þetta hér í Bolungarvík. Upp úr þessu fór hún inn í Bræðra- tungu við ísafjörð og í Grunn- skólann á ísafirði. Þar byrjaði sarna sagan og enn kom þessi sama tugga: Við höfum ekki sérmenntaðfólk. Þáhefurhún verið níu eða tíu ára. En hún fór þrátt fyrir allt í Grunn- skólann á Isafirði, jafnframt því sem hún var í sambýlinu í Bræðratungu, og skólavistin gekk ákaflega vel.“ Mótmælin „En svo byrjuðu vandamál í Bræðratungu. Halldóra er svo mikið fötluð að hún getur lítið tjáð sig. Hins vegar er hún líkamlega hraust og lítur hún ekki út fyrir að vera eins mikil fötluð og hún er. I Bræðratungu var hún farin að vinna undir of miklu álagi, sem hún varfarin að mótmæla mjög sterkt, bæði með því að skaða sjálfa sig og á fleiri vegu. Þá var unnið eftir því gamla kerfi, sem tíðkaðist fyrrum bæði hér og erlendis, að það átti að hegna þessum börnum ef þau gerðu eitthvað rangt, til dæmis með því að loka þau inni í herberginu sínu. Þetta skildi Halldóra ekki. Hún hafði engan skiln- ing á því að hún hefði gert eitthvað rangt og tók hegn- inguna sem árás á sig. Ef hún borðaði ekki nógu fallega, þá var tekinn af henni maturinn. Svar hennar við því var að gleypa í sig matinn til að missa hann ekki. Þetta gekk svo langt að það var orðið vanda- mál hérnaáheimilinu hjáokk- ur, þegar hún kom heim, að hún var stöðugt að mótmæla því að fara aftur inn í Bræðra- tungu. Hún sagði í sífellu: Ekki Bræðratungu, ekki Bræðratungu! Þá var hún alltaf heima hjá okkur um helgar. Á þessu tímabili fór henni mjög aftur og við héldum að þarna væri einhver geðveila að koma fram. Þetta var komið í algert óefni og hún var farin að vaka allt upp í tvo sólarhringa hér heima. Endirinn varð sá að við fórunt með hana suður og þar var gerð á hentii allsherjar læknisfræðileg úttekt. Niður- staðan varð sú, að Halldóra væri heilbrigð á geðsmunum. I hennar tilviki væri einungis um afar mikla andlega skerð- ingu að ræða en ekki neina geðveiki." Breytingar „Þá var nýkomin til landsins Salome Þórisdóttir, sem hafði verið að ljúka námi í Banda- ríkjunum, og henni var falið að taka Halldóru að sér. Salo- me gjörbreytti vinnubrögðun- um frá því sem verið hafði. Framfarirnar byrjuðu strax og við sáum að Halldóru leið miklu betur. Hún batt strax mjög sterk bönd við Sallý, eins og hún kallaði hana. Einn þátturinn var sá að Halldóra fékk að eiga meira líf út af fyrir sig. Herbergið hennar varð miklu frekar að heimili sem hún átti sjálf og hún var ekki eins mikið á sjálfri stofn- uninni. Við vorum að sjálf- sögðu afskaplega ánægð og þótti dásamlegt þegar við fundum hvað henni leið miklu betur. Viðhorf hennar til Bræðratungu breyttist og hún varð allt önnur manneskja hér heima. S vo kemur að því að Laufey Jónsdóttir stingur upp á því að Halldóra fari í leiguíbúð á Isafirði. Satt að segja vorurn við hrædd við slíka breytingu og óttuðumst að Halldóru færi aftur á nýjan leik. En Laufey, með sinni framtakssemi og dugnaði og velvilja gagnvait Halldóru, hún útskýrði þetta allt rækilega fyrir okkur og trúði því staðfastlega að Hall- dóru myndi líða betur ef þetta yrði gert. Síðan er unnið að þessu bæði vel og skipulega. Salome sagði okkur hvernig þetta ætti að fara fram og það er ákaflega lærdómsríkt. Þetta var gert þannig, að Halldóra var höfð nreð í öllu. Hún varekki flutt, heldur flutti hún sjálf. Á því tvennu er reg- inmunur. Fyrst var henni sýnt húsið að utan. Eftir nokkra daga var byrjað að sýna henni inn. Fyrst flutti hún einhvern lítinn hlut inn í íbúðina og síðan fór hún með eitthvað fleira. Þetta var allt gert í ró- legheitum. Laufey fylgdist nreð öllu af lífi og sál og Inga Guðmunds var ráðin til að sjá um Halldóru. Og það verðum við að segja, að það var alveg sér- stakt að fá þá stúlku. Inga hefur gert allt af svo mikilli innlifun og nærfærni. Hún hefur lagt sjálfa sig svo mikið í það sem hún hefur verið að gera, að betur verður ekki gert. Áhugi hennar var einstakur og er enn. Hún hefur verið að byggja upp heimili fyrir Hall- dóru og með Halldóru og hún er líka að byggja upp per- sónuleika hennar. Eftir öll þessi ár hefur Halldóra núna tekið svo gífurlegum framför- um, að það er með ólíkind- um.“ Manneskja en ekki hlutur „Inga leggur á það megin- áherslu, að Halldóra fái að njóta sín sem manneskja en sé ekki eins og einhver hlutur í höndunum á starfsfólkinu. Sem dæmi má nefna, að ein- hverju sinni lítur Inga inn í kæliskápinn hjá Halldóru, sér að það vantar mjólk og segir: Heyrðu, Halldóra, nú vantar mjólk. Eigum við ekki að kaupa mjólk? Nei, ég nenni því ekki núna, svarar Hall- dóra. Allt í lagi, segir Inga, þá sláum við þessu bara upp í kæruleysi og kaupum enga mjólk. Svo daginn eftir, áður en Halldóra fer í vinnuna, þá vantar náttúrlega mjólkina. Þá kveikir hún á perunni, slær á lær sér og er alveg hneyksluð á sjálfri sér og segir: Engin mjólk, Halldóra! Halldóra átti það til að vera afbrýðisöm út í símann. Henni líkaði það illa ef við vorum að talaí síma. Eins ef Inga var að tala í símann inni í íbúðinni hjá Halldóru, þá líkaði henni það ekki. Þá fann Inga upp á MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 9

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.