Bæjarins besta - 19.01.2000, Qupperneq 10
því að biðja Halldóru hverju
sinni um leyfi til að tala í
símann. Og þá var allt í lagi.
Þar með var Halldóra sjálf
orðin þátttakandi í þvf sem
gerðist. Þegar Inga svarar í
símann, þá segir hún: Hjá
Halldóru.
Síðan er eitt alveg frábært
sem er líka Ingu smíð og eng-
um hafði komið til hugar. Inga
fann upp á því að fara með
Halldóru á leik hjá KFÍ og þar
greip hún strax við sér. Hún
upplifir það sem mikla gleði
og hátíð að fara á leiki. Þar er
hún ein af öllu hinu fólkinu
og enginn er að veita því
athygli að hún sé vangefin.
Hún skilur gang leiksins og
þekkir leikmennina í sjón.
Eftir leiki fer mannskapurinn
síðan á kaffihús og spjallar
um gang mála og hún biður
um að fá að fara með.
Þessu hefur Inga komið til
leiðar. Og ekki á frumkvöð-
ullinn Laufey sístan þáttinn í
þessu ævintýri. Hún hefur
barist fyrir fjárveitingum og
öðru sem þurft hefur í þetta
verkefni.
Almenningur á Isafirði
hefur tekið Halldóru ákaflega
vel. Hún þekkir fullt af fólki á
förnum vegi og heilsar glað-
lega. Þegar við erum á gangi
með henni um götur á Isafirði,
þá er fólk að heilsa henni sem
við þekkjum alls ekki. Hún er
mjög mannglögg."
Tónlist og textar
„Einn alveg sérstakan hæfi-
leika hjá henni má nefna, en
það er að læra texta. Hún lærir
þá af því að hlusta á lögin af
kassettum eða í útvarpinu.
Hún kann textana frá upphafi
til enda, og það sem rnerki-
legast er, það er alveg sama
þó að þeir séu á ensku og
raunar er sama hvaða tungu-
mál það er. Hún lærir orðin og
syngur með. Hún er líka mjög
fljót að læra hvaða lag kemur
næst. Hún á urmul af kassett-
um en veit alltaf hvaða lag er
næst og byrjar sjálf að syngja
það í hléinu á milli. Hún virð-
ist alæta á tónlist og hlustar
bæði á popp og klassík.
Við erum himinlifandi yfir
því sem hefur verið að gerast
í lífi Halldóru. Hún hefur
breyst frá því að vera stofn-
anamatur í það að vera líflegur
og skemmtilegur einstakling-
ur með sínar eigin þarfir og
óskir. Það hefur tekist með
þessum markvissu vinnu-
brögðum og afskaplega mik-
illi hlýju hjástarfsfólkinu, ást-
ríki og umhyggju. Nú skrepp-
um við bara og heimsækjum
hana á hennar eigin heimili
og stundum kemur hún í mat
til okkar. Svo fer hún aftur
þegar hún vill fara, því að nú
á hún heima í Pollgötunni á
ísafirði. Hún hefur aldrei áður
viðurkennt að hún ætti heima
nokkurs staðar annars staðar
en í Bolungarvík. Nú á hún
heima í Pollgötunni en samt á
hún líka heima í Bolungarvík.
Hún hefur aldrei átt heima í
Bræðratungu. Þar er hins veg-
ar vinnustaðurinn hennar og
það líkar henni vel. En þegar
hún er búin að vinna, þá fer
hún heim. Svo fara þær stund-
Halldórci ásamt XX.
um með hana í heimsókn inn
í Bræðratungu á kvöldin og
það finnst henni gaman og
spennandi. En hún stoppar
ekki lengi. Þegar hún er búin
að fá kaffisopa, þá vill hún
fara heim aftur.
Svo fer hún í sund þegar
henni detturíhug. Þegarhenni
dettur í hug að fara í bað, þá
gerir hún það. Þeir hlutir sem
áður voru kvöð eru nú spenn-
andi. Þarna hefur henni ein-
faldlega opnast nýr heimur.
Við getum ekki lýst þakklæti
okkar fyrir allt það sem fólk
hefur lagt að sér til að þetta
gæti tekist. Og við erum viss
um að þetta hefði ekki tekist
með öðrum hætti. Ef það hefði
átt að flytja hana í einum hvelli
og hún hefði ekki fengið að
vera sjálf virkur þátttakandi í
öllu, þá hefði hún upplifað
þetta sem eitthvað neikvætt,
að það væri verið að ráðstafa
henni. Það sem mestu skiptir
er að fá að vera lifandi ein-
staklingur sem tekur þátt í því
sem gerist og fær að ráða
framvindunni, en ekki einhver
hlutur sem er verið að ráð-
stafa.“
Halldóra og
Einar Guðfinnsson
„Mig langar til að segja frá
tengslum Halldóru við Einar
heitinn Guðfinnsson, móður-
bróður minn hér í Bolungar-
vík“, segir Guðmundur faðir
Halldóru. „Við urðum miklir
vinir strax þegar ég var barn.
Þegar Einar var orðinn einn
var falast eftir að við flyttum
til hans. Þá var hann orðinn
hálfblindur en gat ekki hugsað
sér annað en búa áfram í hús-
inu sínu og við sömdum um
að ég færi ekki frá honum
meðan við báðir lifðum. Við
bjuggum niðri í húsinu hans
en hann bjó uppi. Þetta varð
nú ekki nema um eitt ár, því
að þá andaðist hann. Einar
heitinn eins og fleiri tók rniklu
ástfóstri við Halldóru og ekki
spillti fyrir að hún heitir eftir
móður hans, en hún var kona
sem hafði alltaf verið einstak-
lega hlý og góð við fatlaða. I
sárri fátækt sinni á þeim tíma
tók hún fatlað fólk inn á heim-
ilið. Einar vildi að Halldóra
kæmi upp til hans á hverjum
degi til að bjóða góðan dag.
Hann kenndi henni að kalla
sig afa og hún gerði það allt-
af.“
Sjötta skiln-
ingarvitið
„Það er svo sérkennilegt
með þessi börn, sem svona er
háttað um", segir Guðmundur,
„að það er eins og þeim sé
gefið eitthvert skilningarvit
sem við hin höfum ekki. I því
sambandi gerðist einkennileg
saga sem mig langar til að
segja. Víglundur Olafsson út-
gerðarmaður í Olafsvík var
góður maður. Þegar við vorum
þar urðu hann og Kristjana
kona hans miklir vinir okkar
hjónanna. Eitt sinn koma þau
í heimsókn og við sitjum að
spjalli í stofunni. Á þessu tíma
var Kristjana komin með
krabbamein en sjálfur varVíg-
lundur komin með þá veiki í
höfðinu sem leiddi hann til
dauða. Þegar við sitjum þarna
að spjalli er Halldóra ekki
nema sex eða sjö ára. Hún er
eitthvað að labba um stofuna
en stansar allt í einu, gengur
svo til Kristjönu og lætur hana
spenna greipar. Síðan fer hún
hringinn og lætur alla spenna
greipar. Svo byrjar hún: Faðir
vor, þú sem ert á himnum...
Þarna verður allt í einu eins
konar helgistund, allir fara
með faðirvorið og Halldóra
stjórnar. Á eftir verður dauða-
þögn. Enginn skildi í rauninni
hvað hafði verið að gerast.
Loks rýfur Kristjana þögnina
og segir: Barnið skynjar að
það þarf að biðja fyrir okkur.
Frekari skýringu á þessum
atburði höfum við ekki. Þetta
hefur Halldóra aldrei gert
nema í þetta eina skipti.“
Kraftaverk?
„Annað sem ég hef gaman
að segja frá: Eitt sinn þegar
við vorum í Olafsvík skrupp-
um við hingað vestur í sumar-
fríi. Við gistum í íbúð dóttur
okkar og tengdasonar. Sonur
þeirra var á svipuðum aldri
og Halldóra og henni þótti
mikið til hans koma. Þegar
við komum fer hún að leita að
frænda sínum. Svo heyri ég
að það er eitthvað mikið um
að vera og ég heyri að dóttir
mín segir dauðskelkuð að
Halldóra hafi dottið niður af
svölunum. Hún datt ofan af
þriðju hæðog lenti á steinstétt.
Dóttir okkar lagði áherslu á
að hreyfa hana ekki því að
hún hlyti að vera mikil slösuð.
Halldóra var náttúrlega grát-
andi en það virtist ekkert vera
að henni. Við fengum lækni
og hann var í fyrstu hræddur
um að hún hefði fengið heila-
hristing eða eitthvað slfkt. En
hún slapp alveg óbrotin og
órneidd og það sá ekki einu
sinni á henni. Þetta virtist
hreinlega yfirnáttúrlegt.
Læknirinn sagði að það væri
ekki nein mannleg skýring á
þessu. Hann bað okkur að
gæta þess að láta hana ekki
sofa lengi í einu, ef hún hefði
þrátt fyrir allt fengið heila-
hristing, en ekkert kom fram
sem benti til að svo væri.
Kona sem við þekkjum
sagði þegar hún heyrði af
þessum atburði: Eg veit að
það er kona sem lítur eftir
henni Halldóru, hennar er
gætt. Þegar ég sagði móður
minni hvað þessi kona hafði
sagt, þá sagði hún: Já, það er
hún mamma. Gamla konan
hafði alltaf látið sér annt um
þá sem minna máttu sín og
móðir mín var alveg viss um
að hún liti eftir henni litlu
nöfnu sinni. En svo er það
sem kórónar allt: Ég fer og
segi Einari heitnum móður-
bróður mínum frá þessu. Og
þá segir hann: Hún mamma
hefur gripið barnið.
Hjá þessu fólki var enginn
efi hver það væri sem vekti
yfir Halldóru og hvað hefði
gerst. Þau voru alveg viss um
það, systkinin. Og við höfum
í rauninni enga aðra skýringu.
Um þessi atvik er aðeins það
að segja, að það er eins og
þetta fatlaða fólk öðlist ein-
hver önnur skilningarvit og
einhvern verndarkraft sem
öðrum hlotnast ekki“, segir
Guðmundur Halldórsson.
ísfirskur áhugamaður um skíðaiðkun skrifar:
Bilaðir troðarar standa úti
- nokkrar spurningar varðandi skíðasvæði ísfirðinga
„ísfirskur áhugamaður
um skíðaiðkun" hringdi:
Það eru ákveðnar spurn-
ingar sem mig og fleiri lang-
ar að koma á framfæri varð-
andi skíðasvæði okkar Is-
firðinga íTungudal. Ég veit
ekki hver ætti helst að svara
þeim, hvort það eru bæjar-
yfirvöld eða forráðamenn
Skíðafélags ísfirðinga eða
starfsmenn á skíðasvæðinu.
Vönandi fæst í næsta blaði
svör frá réttum aðilum.
Þegar við förum á skíða-
svæðið í Tungudal sjáum
við að þar standa tveir snjó-
troðarar. Að minnsta kosti
nýi troðarinn er tæki upp á
margar milljónir króna. Þeir
standa alltaf úti og hafa gert
það að minnsta kosti frá því í
sumar. Bærinn hefur hins veg-
ar lagt fram margar milljónir
til byggingar á nýjum skíða-
skála, þar sem neðri hæðin er
hugsuð sem tækjageymsla og
er í eigu bæjarins, að ég best
veit. Hvers vegna eru troðar-
arnir ekki settir inn þegar þeir
eru ekki í notkun? Er það rétt
að það sé bannað? Ef svo er,
hver bannar það og hvers
vegna? Er þetta forsvaranleg
meðferð á dýrum tækjurn,
ekki síst þegar til er sérstakt
húsnæði ætlað þeim?
Nú þegar helsti skíðatíminn
er kominn, hvers vegna er
skíðasvæðið ekki troðið?
Hvers vegna er nýi troðar-
inn óstarfhæfur vegna bil-
ana í byrjun skíðatímans?
Hvers vegna var hann ekki
hafður tilbúinn? Hvers
vegna var ekki og er ekki
gert við hann?
í ljósi þess að miklu fé er
varið til markaðssetningar
á skíðasvæði ísfirðinga hlýt
ég einnig að spyrja, hvort
heppilegt sé að skíðasvæðið
skuli ekki vera tilbúið þegar
skíðatíminn gengur í garð.
Er eðlilegt að eyða pening-
um í auglýsingar á því sem
er alls ekki eins og það á að
vera?
Ég vænti svara hér í blað-
inu í næstu viku.
10 MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 2000